Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Ögn um bundna viðveru

Í dag var kosinn nýr formaður Félags grunnskólakennara. Mikil spenna einkenndi kosningarnar enda voru þær í fyrsta skipti haldnar meðal allra grunnskólakennara. Yfirburðakosningu hlaut Þorgerður L. Diðriksdóttir. Hún er þrautreyndur kennari og baráttukona fyrir kjörum stéttarinnar. Tekið var við hana viðtal í Kastljósinu í kvöld sem ég sé að hefur vakið nokkra umræðu. Til umræðu var m.a. bundin viðvera grunnskólakennara í skólunum. Rúv ákvað að útleggja þetta þannig að kennarar vildu ekki vera allan vinnudaginn á vinnustaðnum. 

Ég held það sé gott að gangast bara við því að eflaust eru til einhverjir kennarar sem hreinlega líta á það sem hlunnindi að vinna stuttan vinnudag og skila litlu vinnuframlagi. Þeir eru hinsvegar mjög fáir. Ég þekki engan. Séu þeir til eru þeir til skammar.

Staðreyndin er nefnilega sú að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að kennarar vinna að jafnaði miklu meira en vinnuskylda þeirra segir til um. Ég þekki engan kennara sem nær að fylgja þeirri reglu að skilja vinnuna alltaf eftir í vinnunni þótt ég þekki marga sem reyna það. Vinnan fylgir kennurum heim. Þeir vinna á kvöldin og um helgar. Þeir vinna raunar alltof mikið og eru sá hópur sem einna líklegastur er til að brenna út í starfi. Mörk einkalífs og vinnu eru oft mjög í móðu.

Nú er það orðið svo að kennarar starfa margir eftir stimpilklukku (líklega meirihlutinn). Hún er yfirleitt stillt þannig að gerðar eru athugasemdir ef eitthvað vantar upp á „fullan vinnudag“ en um leið fellur allur sá tími dauður sem unnið er umfram vinnuskyldu. Þú getur verið í skólanum fram á kvöld alla daga en þú færð það ekkert greitt. Fyrir suma kennara er það prinsippmál að fá það viðurkennt að þeir vinni þegar meira en þeim ber og þeir telja fráleitt að krefjast þess að vinna utan skólans sé ekki metin til jafns við vinnu í skólanum.

Ég geri mér grein fyrir því að þessi rök kunna að virka framandi fyrir marga sem ástunda venjulega níu til fimm vinnu. Hér eru nefnilega aðrar bakgrunnsbreytur sem skipta líka máli.

Í könnun sem sveitarfélögin og samtök kennara létu gera fyrir stuttu kom í ljós að í tæplega sjö af hverjum tíu skólum eru ófullnægjandi vinnuaðstæður þegar kemur að tölvum og öðrum grunnbúnaði. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Slíkt var skorið niður í hruninu og skólar misstu af a.m.k. einni tækniuppfærslu, ef ekki tveimur. Nú er hægt og rólega verið að reyna að koma þessu í lag. Staðan er samt ekki betri en þetta.

Grunnskólakennarar vinna í dag megnið af skipulagsvinnu sinni á tölvur eins og flestar aðrar stéttir. Mikill meirihluti þeirra starfar við ófullnægjandi tækniskilyrði. Þeir hafa því margir vanist þess að vinna á eigin búnað, og þá oft heima hjá sér.

Þá er kvartað yfir þrengslum og aðstöðuleysi í meira en helmingi skóla og um 60% kennara kvarta yfir virðingarleysi við tíma sinn, t.d. vegna truflunar, ómarkvissra funda og fundarstjórnar. 

Þetta síðastnefnda sprettur að einhverju leyti af ofálagi. Þegar ljóst er að vinnuvika dugar ekki til að ljúka öllum verkefnum verður til ákveðið óþol gegn tímaþjófum.  Á sama tíma hefur bundin viðvera í einhverjum tilfellum skapað gróðrastíu fyrir tímaþjófnað.

Hér er sumsé um að ræða býsna flókinn kokteil. Vinnuaðstæður eru víða ófullnægjandi og tækjabúnaður vondur. Þá er tími fólks ekki alltaf virtur. Ofan í það kemur skortur á raunverulegu stoðneti og vinna langt umfram vinnuskyldu.

Loks hefur það áhrif að til eru kennarar sem hafa ekki efni á að stunda aðeins eina vinnu. Mikill fjöldi þeirra vinnur á kvöldin og um helgar á öðrum vinnustöðum. Einhverjir flytja reglulega inn til ættingja til að drýgja tekjurnar með því að leigja heimili sitt undir ferðamenn. Þeir eru líka til sem fara í aðra vinnu um miðjan dag, eftir kennslu, og klára síðan kennsluundirbúning sinn á kvöldin eða um helgar. 

Slíkt er auðvitað óþolandi staða. Kennsla á að vera fullt starf og skila sem slík nægum tekjum. 

Ég er einn þeirra sem nýt þess best að vera í teymi fagfólks sem vinnur saman allan daginn. Þannig verður til lærdómssamfélag. Það, hve vel samstarfið gengur utan kennslu, ræðst að verulegu leyti af því hvernig samvinnan er í kennslunni sjálfri. Því miður (að mínu áliti) eru alltof margir kennarar einangraðir í störfum sínum. Þeir kenna einir í lokuðum rýmum með afmarkaðan hóp. Ef ég væri einn þeirra og byggi við lélegar aðstæður og vondan tölvubúnað (og ég hef vissulega starfað við slík skilyrði) þætti mér óþolandi að komast ekki heim til mín til að vinna þá vinnu sem auðveldast er að vinna þar.  

Nú er mikið rætt um styttingu vinnuviku og fjölskylduvæna vinnustaði. Það hefur líka stuðað suma kennara. Þeir skilja ekki tvískinnunginn í því að breyta hefðbundnum vinnustöðum í flæðandi á sama tíma og flæðandi stöðum er breytt í hefðbundnari. Þeir sjá ekki rökin fyrir því.

Það eru til fagleg rök fyrir bindingu vinnutíma. Þá þurfa samt grundvallarskilyrði að vera í lagi. Það þarf að vera til staðar búnaður og tækni auk þess sem starfshættir þurfa að vera með þeim hætti að nálægðin sé nýtt. Ekkert af þessu kemur af sjálfu sér. Allra síst með því einu að loka allt fólkið inni í sömu byggingunni allan daginn.

Skólar eru í stöðugri þróun og munu verða það áfram. Samvinna er einn grundvöllur skólaþróunar. Það er sveigjanleiki líka. Binding vinnutíma liggur þarna á ákveðnum, margbrotnum flekaskilum. Það er til marks um innilega heimsku að halda að kennarar séu upp til hópa mótfallnir henni vegna þess að þeir nenni ekki að vinna.

En það er svosem enginn tilfinnanlegur skortur á innilegri heimsku í heiminum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Skatt­ar, for­tíð og upp­runi auðs

Frjáls­hyggju­menn tala einatt um skatt­heimtu sem e.k. rán, það ger­ir t.d. William Irw­in í bók sinni The Free Mar­ket Ex­istential­ist. En for­senda þeirr­ar hyggju er sú að sér­hver ein­stak­ling­ur sé upp­sprettu­lind  alls þess sem hann þén­ar og á, nema sá auð­ur sem hon­um áskotn­ast vegna frjálsra samn­inga við aðra. Þetta er alrangt, all­ar tekj­ur og auð­ur eiga sér marg­ar og...
Kristín I. Pálsdóttir
2
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Efn­isorð: Kær­leik­ur og góð­vild eða reglu­gerð?

Grát­andi móð­ir, nám­fús­ar syst­ur, son­ur í hjóla­stól, fylgd­ar­laust barn (nýorð­ið sjálf­ráða), lög­regla, hand­taka, gæslu­varð­hald og leiguflug beint á göt­una í Grikklandi, eng­in leið til baka. Fylgd­arlið­ið er þó kom­ið aft­ur í hlýj­una. Dóms­mála­ráðu­neyt­ið sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu um mál­ið. Efn­isorð henn­ar eru tvö: Lög­gæsla. Út­lend­ing­ar. Neð­ar stend­ur svo: Til baka. Já för­um til baka. Flest­um of­býð­ur að­ferð­ir lög­gæsl­unn­ar en...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...

Nýtt á Stundinni

Óþolandi að fólk sitji undir ákúrum vegna beiðna um fjárhagsaðstoð
Fréttir

Óþol­andi að fólk sitji und­ir ákúr­um vegna beiðna um fjár­hags­að­stoð

Fólk þarf meira en nauð­þurft­ir til að lifa með sæmd, að mati Ingi­bjarg­ar Sæ­dís­ar, sem sjálf ólst upp í sára­fá­tækt. Eng­inn ætti að þurfa að sitja und­ir hæðn­is­leg­um at­huga­semd­um eða skömm­um fyr­ir að óska eft­ir stuðn­ingi.
Ingibjörg Sædís: Ólst upp við sárafátækt
Eigin Konur#116

Ingi­björg Sæ­dís: Ólst upp við sára­fá­tækt

Ingi­björg Sæ­dís ólst upp við mikla fá­tækt þeg­ar hún var yngri. Hún bjó hjá for­eldri sem gat ekki unn­ið vegna and­legra og lík­am­legra veik­inda og var á sama tíma mót­fall­ið því að biðja um að­stoð. Hún seg­ist horfa að­dá­un­ar­aug­um á fólk sem bið­ur um að­stoð á in­ter­net­inu fyr­ir börn­in sín og vildi óska að fað­ir henn­ar hefði gert það sama.
„... sem við höfðum bara einfaldlega ekki séð fyrir“
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

„... sem við höfð­um bara ein­fald­lega ekki séð fyr­ir“

Fyrsta nafn­ið sem all­ir blaða­menn leit­uðu að í kaup­endal­ista Ís­lands­banka var Bene­dikt Sveins­son. En Katrínu Jak­obs­dótt­ur hafði bara ekki dott­ið það í hug!
Söguleg mótmæli í Kína: „Þið getið ekki ritskoðað það sem er ósagt”
Fréttir

Sögu­leg mót­mæli í Kína: „Þið get­ið ekki rit­skoð­að það sem er ósagt”

Ára­löng og hörð Covid-stefna kín­verskra yf­ir­valda er und­ir­rót þeirr­ar öldu hljóð­látra mót­mæla sem hafa far­ið fram í mörg­um borga lands­ins. Mót­mæl­in eru sögu­leg í landi þar sem það eitt að gagn­rýna stjórn­völd, hvað þá upp­hátt eða í hópi, hef­ur kostað fjölda manna frels­ið. Í anda þess eru mót­mæla­spjöld­in auð og kröf­urn­ar sett­ar fram með þögn.
Grannt fylgst með brottkasti smábáta en togaraflotinn stikkfrí
Fréttir

Grannt fylgst með brott­kasti smá­báta en tog­ara­flot­inn stikk­frí

Eft­ir­lit Fiski­stofu með brott­kasti og ólög­leg­um veið­um bein­ist fyrst og fremst að smá­bát­um. Tog­ara­flot­inn hef­ur al­veg slopp­ið við dróna­eft­ir­lit á þessu ári. Gef­ur ranga mynd, að sögn tals­manns smá­báta­sjó­manna. Brott­kast mun meira en áð­ur var tal­ið.
Í upphafi var orðið
GagnrýniEden

Í upp­hafi var orð­ið

Mað­ur er alltaf rík­ari eft­ir að hafa geng­ið inn í sagna­heim Auð­ar Övu. Text­inn er fal­leg­ur og blátt áfram, ein­hvern veg­inn heim­il­is­leg­ur, skrif­ar Þór­unn Hrefna Sig­ur­jóns­dótt­ir.
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Greining

Sam­starf VG og Sjálf­stæð­is­flokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“

Bæði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segja rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið hafa geng­ið vel en að bæði VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi þurft að gera nauð­syn­leg­ar „mála­miðl­an­ir“ í póli­tísku sam­starfi. Þau telja líka bæði að flokk­arn­ir hafi náð sínu fram í sam­starf­inu. Mun­ur­inn á flokk­un­um tveim­ur er hins veg­ar með­al ann­ars sá að VG hef­ur misst mik­ið fylgi í kosn­ing­um og stuðn­ing í skoð­ana­könn­un­um á með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur ekki gert það.
Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík
FréttirPlastið fundið

Enn­þá plast um allt á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.
Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða
Fréttir

Vanda­samt að leysa Init-klúð­ur líf­eyr­is­sjóða

Yf­ir­töku tíu líf­eyr­is­sjóða á mik­il­vægu kerfi sem held­ur ut­an um líf­eyr­is­rétt­indi og fjár­fest­ing­ar er nú lok­ið. Marga mán­uði tók að losa sig frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki sem sjóð­irn­ir segja hafa brot­ið samn­inga, með um­fangs­mikl­um þjón­ustu­kaup­um af fyr­ir­tækj­um starfs­manna þess.
Unglingarússíbani ... dauðans!
GagnrýniDrengurinn með ljáinn

Ung­linga­rúss­íbani ... dauð­ans!

Dreng­ur­inn með ljá­inn er skemmti­leg ung­menna­bók um missi, bæld­ar til­finn­ing­ar og hvaða vand­kvæði geta fylgt því að fara í sleik ef þú ert með bráða­of­næmi fyr­ir eggj­um. Hún er skrif­uð af hlýju, al­úð og virð­ingu fyr­ir les­enda­hópn­um, skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir.
Kerling í aðalhlutverki
MenningDrag plóg þinn yfir bein hinna dauðu

Kerl­ing í að­al­hlut­verki

Í bók­inni Drag plóg þinn yf­ir bein hinna dauðu eft­ir nó­bels­verð­launa­skáld­ið Olgu Tok­arczuk er spurn­ing­um eins og: hvaða lík­am­ar eru rétt­dræp­ir? og: hverj­ir hafa völd til að ákveða það? velt upp. Bók­in olli mikl­um usla þeg­ar hún kom út í heimalandi höf­und­ar Póllandi, í landi þar sem stjórn­völd hafa tek­ið til dæm­is ákvarð­ana­rétt yf­ir líköm­um kvenna í sín­ar hend­ur.
Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
FréttirLaxeldi

Eig­andi lax­eld­is­ins á Aust­fjörð­um einn af 27 auð­mönn­um sem flýr til Sviss vegna skatta

Norsk­ir auð­menn flýja aukna skatt­heimtu í Nor­egi í hrönn­um og setj­ast að í Sviss. Með­al þess­ara auð­manna er And­ers Måsøval sem er einn stærsti eig­andi ís­lensks lax­eld­is í gegn­um fyr­ir­tæk­ið Laxa. Á sama tíma leið­ir auk­in skatt­heimta á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi til þess að þau hætta við fjár­fest­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir­tæk­in sem eiga obb­ann í lax­eld­inu á Ís­landi.