Maurildi

Maurildi

Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.
Frábær vefur Sigurðar Hauks

Maurildi

Frábær vefur Sigurðar Hauks

Sigurður Haukur, kennsluráðgjafi í Kópavogi, hefur opnað hreint frábæran vef fyrir sveitarfélög og skóla sem hyggja á spjaldtölvuvæðingu. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Kópavogsbæjar í þessum málaflokki síðustu misseri – og splæsti saman meistaraverkefni sitt og starfið.Þetta þurfa allir þeir sem koma að stefnumörkun í upplýsingatækni að skoða vel.

Félagsmálaráðherra getur ekki verið alvara

Maurildi

Félagsmálaráðherra getur ekki verið alvara

Að sumu leyti er Bretland það land í okkar heimshluta sem á verstri leið er í menntamálum. Það kann enda að vera erfitt að tryggja framgang kröfu um jafn almennt réttlætismál og menntun í svo gersamlega stéttskiptu þjóðfélagi – þar sem ein og sama stéttin fer með flesta þræði valdsins. Nú hafa stjórnvöld í Bretlandi stigið skref sem margir hafa...

Sannleikurinn, réttlætið og listin.

Maurildi

Sannleikurinn, réttlætið og listin.

Þegar grunnskólakennarar stóðu í sinni kjarabaráttu síðasta vetur vakti það töluverð viðbrögð í samfélaginu. Stuðningsyfirlýsingum rigndi yfir kennara og smám saman byggðist upp nægur þrýstingur til að afstýra ósköpum (eða slá þeim á frest). Mín eftirlætisstund í ferlinu öllu var frekar lágstemmd. Þann 28. nóvember mættu nokkuð innan við hundrað manns í Iðnó. Þar hafði verið boðaður fundur til stuðnings...

Takk fyrir stuðninginn en...

Maurildi

Takk fyrir stuðninginn en...

Ég er hrærður yfir þeim stuðningi sem framboð mitt til formennsku í KÍ hefur hlotið. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er nánast við ofurefli að etja. Ég er einn af um tíu þúsund óbreyttum kennurum á landinu og ég er að keppa við tvo þrautreynda frambjóðendur sem hafa þéttriðið net á bak við sig. Ég hef...

Syndasælan og Viðskiptablaðið

Maurildi

Syndasælan og Viðskiptablaðið

Ég verð að viðurkenna að ég er sérstakur áhugamaður um Viðskiptablaðið. Það vekur hjá mér syndasælu (guilty pleasure) að lesa það. Það tók við af Varðturninum að þessu leyti. Sérstaklega er ég hrifinn af leiðurunum og netfréttunum. Þar fær maður alltaf línuna nokkurnveginn ódulbúna. Þetta hér er einstaklega gott: Skoðið fyrirsögnina og svo undirfyrirsögnina. Ríkisstarfsmenn eru í sérflokki því helmingur...

Ofsóttur Sjálfstæðisflokkur

Maurildi

Ofsóttur Sjálfstæðisflokkur

Þá er komið að Sjálfstæðisflokki í þessari kosningayfirferð. Hann ryðst áfram eins og ísbrjótur og virðist aldrei fara langt niður fyrir 20%.  Það held ég að stafi ekki af kosningaáherslum. Mig grunar að verulegur hluti af fylgi Sjálfstæðisflokks sé í raun ópólitískur. Hægri sinnað fólk sem nennir ekki stjórnmálum kýs Sjálfstæðisflokkinn á meðan slíkt fólk sem fellur annarsstaðar á litrófið...

Uppgjör í KÍ: „Það er horft til okkar í húsinu.“

Maurildi

Uppgjör í KÍ: „Það er horft til okkar í húsinu.“

„Það er horft til okkar í Kennarahúsinu.“ Eitthvað á þessa leið hljómuðu fyrstu fréttir um möguleg framboð til formanns Kennarasambands Íslands. Sá sem talaði var formaður Félags grunnskólakennara.  Síðan gerðist ekkert frekar lengi. Ég sjálfur sat spenntur og beið eftir framboði sem sprottið væri utan Kennarahússins. Það kom ekki. Loks lýsti formaður Félags framhaldsskólakennara yfir framboði. Til að langa sögu...

Ris og fall Viðreisnar

Maurildi

Ris og fall Viðreisnar

Það er farið að líta út fyrir að Viðreisn falli af þingi í kosningunum seinna í mánuðinum. Fari svo verður við ramman reip að draga í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Það er að mörgu leyti synd. Ég held að innan Viðreisnar sé upp til hópa mjög heiðarlegt og umbótasinnað fólk. Og það er virðingarvert að reyna að stofna framboð hægra megin...

Við hvern á síminn að tala íslensku?

Maurildi

Við hvern á síminn að tala íslensku?

Google hefur sent frá sér heyrnartól sem eru sérhönnuð til að nota með þýðingarforriti þeirra og talgervli. Í grófum dráttum hefur fyrirtækið nú hannað Babelfiskinn úr skáldsögu  Douglas Adams um puttaferðalög um Alheiminn. Nú getur síminn þinn hlustað á erlend mál og þýtt þau fyrir þig jafnóðum á móðurmál þitt.  Nú er freistandi að gera grín að vélþýðingum mála – en...

Ertu hinsegin?

Maurildi

Ertu hinsegin?

Eitt það ánægjulegasta sem ég upplifi í starfi mínu sem kennari er þegar nemendur og fyrrum nemendur koma út úr skápnum. Því miður eru það miklu oftar fyrrum nemendur. Ég held það sé ennþá mjög erfitt að koma út úr skápnum í grunnskóla. Þá grunar mig að það geti verið erfiðara fyrir stráka að stíga skrefið en stelpur. Heimur hinseginfólks...

Um formannskjörið í KÍ

Maurildi

Um formannskjörið í KÍ

Síðustu vikur hef ég fengið margítrekaðar óskir um að bjóða mig fram til formanns Kennarasambands Íslands. Ég hef séð á því ýmsa meinbugi. Í fyrsta lagi teldi ég ekki óeðlilegt að formaður KÍ hefði reynslu af störfum innan Kennarahúss. Í öðru lagi væri að mörgu leyti eðlilegt að formaðurinn nú kæmi úr röðum leik-, tónlistar- eða framhaldsskólakennara. Í þriðja...

Ræða á fundi Radda fólksins á Austurvelli 30. september 2017

Maurildi

Ræða á fundi Radda fólksins á Austurvelli 30. september 2017

Seint í vetur, í myrkasta skammdeginu, fengum við, kennararnir í skólanum mínum, heimsókn frá útlöndum. Þetta var lítill hópur kennara sem stendur framalega í skólaþróun í heiminum. Þeir kenna flestir í Bandaríkjunum en ferðast líka um heiminn, m.a. til að kynna margt af því nýjasta og ferskasta í kennslufræði 21. aldarinnar. Skömmu eftir heimsóknina fékk ég tölvupóst frá leiðtoga hópsins....

Skáldið bregst skrælingjunum

Maurildi

Skáldið bregst skrælingjunum

Hún var undarleg greinin hér á Stundinni um laxeldismálið fyrir vestan. Þar er skáldinu Eiríki Erni Norðdahl fundið það til foráttu að vera hvorki Andri Snær né Tómas Stokkmann (uppdiktuð persóna í leikriti eftir Ibsen). Maður fær næstum því á tilfinninguna að Eiríkur hafi, sökum leti og meðvirkni, ráfað úr réttu liði til móts við óvinininn. Ég vil taka...

Smalamenn Sjálfstæðisflokksins

Maurildi

Smalamenn Sjálfstæðisflokksins

Þegar lesnar eru erlendar fréttir um ástandið á Íslandi rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds. Þær eru flestar á þessa leið: „Ríkisstjórn Íslands fellur vegna barnaníðinga.“  Hér heima ríkir algjör glundroði. Að hluta til vegna þess hve grautarleg viðbrögð nærri allra stjórnmálamanna eru. Vegna þessa glundroða virka hrokafull og einstrengingsleg viðbrögð Bjarna Ben, þar sem hann byrstir sig...

Horft úr gálganum

Maurildi

Horft úr gálganum

Við lifum á undarlegum tímum. Ríkisstjórn landsins er nýbúin að skjalfesta svik sín við skólakerfið í landinu með fjárlögum. Ekki stóð til að styrkja tekjustofna sveitarfélaga og því síður að standa við loforð um stuðning við framhaldsskólana. Spila átti harðan bolta í kjarasamningum og meitla Salek í stein. Fyrir örfáum dögum síðan var staðan sú að BHM og kennarar áttu...

Siðblindrahundurinn Sjalli

Maurildi

Siðblindrahundurinn Sjalli

Það er með hreinum ólíkindum hve Sjálfstæðisflokkurinn er „óheppinn“ þessi misserin. Það virðist nánast sem flokkurinn hafi sérhæft sig í því að leiða til áhrifa og valda allt það versta sem finna má í samfélaginu. Hann er nánast bíómyndalegur þessi óþokki sem ekur eins og brjálæðingur eftir Reykjanesbrautinni með vasa fulla af mögulega stolnu fé eftir að hafa spúið reyk...