Ásgeir Berg

Ásgeir Berg

Ásgeir Berg Matthíasson er rökfræðingur og stundar doktorsnám í heimspeki við háskólana í Stirling og St Andrews. Hann skrifar um stjórnmál frá sjónarhóli heimspekinnar.
Furðuleg svör forsætisráðherra

Ásgeir Berg

Furðuleg svör forsætisráðherra

·

Það er líklega enginn sem fylgist með opinberri umræðu og stjórnmálum á Íslandi sem hefur farið varhluta af lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun Stundarinnar um fjármál Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á árunum fyrir hrun. Ég held að nú þegar Bjarni sjálfur hefur tekið undir sjónarmið þeirra sem gagnrýnt hafa lögbannið séu fáir sem ekki eru sammála um hversu óviðeigandi það...

Af orðastað við prófessor

Ásgeir Berg

Af orðastað við prófessor

·

Fyrir um það bil fjórum árum var ég eitthvað að þrasa á Facebook, eins og ég á vanda til að gera ef ég finn hjá mér þörf til að leggja orð í belg í einhverjum umræðum. Líklega ætti ég oftar að láta það vera, því það dró heldur betur langan dilk á eftir sér í þetta skiptið. Guðni Elísson, prófessor...

Eru skattar ofbeldi?

Ásgeir Berg

Eru skattar ofbeldi?

·

Ég held að Pawel Bartoszek, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, hafi ekki hugsað sér að orð hans um skatta sem ofbeldi myndu hljóta slíka athygli sem raun ber vitni, enda skoðun sem hugsanlega er algengari meðal frjálshyggjumanna en í samfélaginu almennt—en ég held að ég fari ekki rangt með að í þeirra hópi hafi Pawel fyrst haft afskipti af stjórnmálum, hvaða...

Lærum af ástandinu í öðrum löndum og tökum umræðuna

Ásgeir Berg

Lærum af ástandinu í öðrum löndum og tökum umræðuna

·

Þær fullyrðingar heyrast mjög gjarnan í umræðum um innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk að „það megi ekki ræða þessi mál“ og að um þau ríki þöggun. Það verður að teljast örlítið mótsagnakennt, því þau eru—eins og alþjóð veit—nánast á hvers manns vörum og fátt sem hefur verið meira í umræðunni undanfarin ár. Það eru ýmsar aðrar fullyrðingar sem ganga ljósum logum...

Lagahyggja Skúla Magnússonar

Ásgeir Berg

Lagahyggja Skúla Magnússonar

·

Í fyrradag skrifaði ég pistil sem fjallaði um lagahyggju og siðferði. Í lok pistilsins reyndi ég að tengja þessa siðferðilegu lagahyggju við það hvernig best sé að hugsa um lýðræði og lýðræðislegt stjórnarfar. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, var á svipuðum slóðum í Vikulokunum á Rás 1 í gær en hann lýsir siðferðilegri lagahyggju meðal annars með eftirfarandi...

Siðferði, lagahyggja og lýðræði

Ásgeir Berg

Siðferði, lagahyggja og lýðræði

·

Það dylst líklega engum sem fylgst hefur með málsvörn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar undanfarnar vikur—og stuðningsmanna þeirra—að það sem kalla mætti „siðferðilega lagahyggju“ er mjög áberandi í þeirra málflutningi. Siðferðileg lagahyggja—sem væri raunar ofmælt að kalla fullburða siðfræðikenningu—er sú hugmynd að lög og reglur séu uppspretta siðferðis í mannlegu samfélagi. Sigmundur Davíð hefur til að mynda sagt að hann...

Borgaralaun og útskýringar Jóhannesar

Ásgeir Berg

Borgaralaun og útskýringar Jóhannesar

·

Í ræðu sinni á Viðskiptaþingi á dögunum gagnrýndi Sigmundur Davíð Pírata fyrir meinta stefnu þeirra um borgaralaun (sem reyndist þó raunar alls ekkert stefna þeirra). Í stuttu máli sagði forsætisráðherra að stefna þeirra væri óábyrg og vanhugsuð—að hún myndi kosta meira en tvöfaldar tekjur ríkisins og að þá væri allt annað eftir ótalið. Það kom svo fljótlega í ljós—þegar betur...

Brynjar og Kári

Ásgeir Berg

Brynjar og Kári

·

Undirskriftarsöfnun Kára Stefánssonar fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins hefur ekki farið framhjá neinum á samfélagsmiðlunum og fjölmiðlum í dag. Einn af þeim sem bregst við átaki Kára er Brynjar Níelsson alþingismaður en af pistli hans um málið á Pressunni má skilja að hann telji hugmyndir Kára ekki beinlínis raunhæfar. Hann segir réttilega að til þess að Kári fái sínu framgengt...

Siðferðileg eigingirni og flóttamenn

Ásgeir Berg

Siðferðileg eigingirni og flóttamenn

·

Í umræðunni um flóttamannavandann í Mið-Austurlöndum og síaukinn fjölda þeirra sem leita hælis í Evrópu hafa nokkrar forsendur verið ráðandi í umræðunni sem sjaldan eða aldrei er efast um—og ef ég væri verr innrættur myndi ég kannski tala um pólitískan réttrúnað í því sambandi. Þær eru meðal annars: Flóttamenn eru efnahagsleg byrði á samfélaginu sem þeir koma til. Flóttamenn...

Pólitískur rétttrúnaður og rasismi

Ásgeir Berg

Pólitískur rétttrúnaður og rasismi

·

Á Facebook í morgun birti Gunnar Smári Egilsson athyglisverðan samanburð á tölfræði um stöðu blökkumanna í Bandaríkjunum annars vegar og stöðu innflytjenda í Frakklandi hins vegar. Að hans eigin sögn er þetta áhugavert vegna þess að „við erum vön að meta veika stöðu svartra í Bandaríkjunum út frá aldalangri kerfisbundinni mismunun en erum síðan hvött til þess af umræðunni...

Hugleiðingar um frjálshyggju og eignarrétt

Ásgeir Berg

Hugleiðingar um frjálshyggju og eignarrétt

·

Frjálshyggja er stjórnmálaheimspeki sem hefur haft mikil áhrif á Vesturlöndum undanfarna áratugi. Frjálshyggjumönnum, að minnsta kosti þeim sem ég kemst reglulega í tæri við, er tamt að segja að skattlagning ríkisins sé „skerðing á frelsi og sjálfsákvörðunarrétti fólks” og að hún sé, ef ekki beinlínis þjófnaður, þá ígildi hans. Þessar fullyrðingar eru oft í almennri umræðu settar fram án sérstaks...