Ásgeir Berg

Af orðastað við prófessor

Fyrir um það bil fjórum árum var ég eitthvað að þrasa á Facebook, eins og ég á vanda til að gera ef ég finn hjá mér þörf til að leggja orð í belg í einhverjum umræðum. Líklega ætti ég oftar að láta það vera, því það dró heldur betur langan dilk á eftir sér í þetta skiptið.

Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, hafði þá nefnilega birt grein í Tímariti Máls og menningar um Siðanefndamálið svokallaða, en það vísar til málareksturs félagsins Vantrúar á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni, sem þá var stundakennari í guðfræði—og var málið nokkuð umdeilt meðal fólks á þessum tíma. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði heldur lágt álit á grein Guðna og lét þá skoðun mína í ljós í umræðuþræði um greinina og það endaði með því að ég átti í dálitlum orðaskiptum við Guðna sjálfan um málið—og lauk því þannig, að ég hélt, að flestu í gagnrýni minni var ósvarað.

Um það bil einu og hálfu ári síðar gerðist það svo að Guðni birti tvær ritrýndar greinar í jafnmörgum tímaritum sem efnislega voru svar við þessari gagnrýni minni—þó að ég hafi einungis verið nefndur á nafn í annarri þeirra. Þetta kom mér allverulega á óvart, svo ég taki ekki dýpra í árinni. Ég hef aldrei áður heyrt þess getið að prófessor sjái ástæðu til þess að svara Facebook-athugsemdum meistaranema—en ég stundaði þá meistaranám í rökfræði—í ritrýndri grein, hvað þá tveimur.

Þetta er furðulegt af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er ekki venja að vitna í óútgefið efni án leyfis—en það er vegna þess að ekki er hægt að gera sömu kröfur til þess sem skrifað er á fræðilegum vettvangi og þess sem telja má óformlegri tjáningarmáta—ég hefði að sjálfsögðu valið orð mín af meiri alúð ef mig hefði órað fyrir því að Guðni myndi svara athugasemdum mínum í tveim­ur ritrýndum greinum, annarri upp á hvorki meira né minna en 55 blað­síður, og hinni með beinum tilvitnunum í mig, undir nafni, ef ég hefði þá stungið niður penna yfirleitt.

Í öðru lagi er óvenjulegt að efni eða röksemdir af samfélagsmiðlum þyki nógu merkilegar til þess að brugðist sé við þeim efnislega í ritrýndum tímaritum, sem eiga að heita framlag í fræðilega umræðu, allra síst ef þær eru í lokuðum umræðum eins og hér var tilfellið. Ég tel alls ekki—og raunar held ég að enginn geti talið—að mínar athugasemdir, skrifaðar í hálfgerðu bríaríi, séu svo merkilegar að ástæða hafi verið til að gera undantekningu í þessu tilfelli. Það er raunar furðulegt að ritstjórar tímaritanna hafi látið þetta fara í ritrýni til að byrja með.

Ástæða þess að ég festi þetta á blað núna er sú að ég skrifaði svargrein til Guðna sem nú er komin út í Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar (en þess má geta að tæp tvö ár eru liðin síðan ég sendi grein mína inn til birtingar) en ég mátti til með að svara þeim greinum Guðna sem áður var getið, fyrst ég var dreginn inn í þetta mál með þessum óvenjulega hætti og vegna þess að þessar tvær greinar voru hálfu verri en sú fyrsta og fannst mér ég varla geta látið það kyrrt liggja.

Mér er það svo sem að meinalausu að einhverjir haldi orðaskipti okkar Guðna hafi verið með öðrum hætti en þau voru—en greinar hans gefa engan veginn rétta mynd af því sem ég sagði við hann—en hitt þykir mér verra að vinnubrögð þau sem Guðni gerir sig sekan um (og voru samþykkt af að minnsta kosti tveimur ritrýnum og jafnmörgum ritstjórum ) ættu að vekja með manni miklar efasemdir um gæði akademíunnar á Íslandi, eins og Ragnar Þór Pétursson komst að orði í pistli sem hann skrifaði um þessar greinar—en niðurstöður hans eru efnislega þær sömu og mínar.

Greinar Guðna hefðu kannski verið ágætt framlag í venjulega ritdeilu en sem ritrýndar fræðigreinar standast þær enga skoðun — en hann leyfir sér hluti sem grunnnemar, að minnsta kosti í heimspeki, þar sem ég þekki til, myndu ekki fá að komast upp með: ályktanir hans eru hæpnar, hann gerir þeim sem hann fjallar um upp skoðanir og viðhorf sem ekki er hægt að sjá af tilvitnuðum ummælum að þau hafi, gerir mér upp skoðanir og ástæður fyrir skoðunum sem ég hef ekki og gerir sig sekan um heldur ómerkileg mælskubrögð sem ekki eiga heima í fræðilegri umræðu. Loks er meðferð heimilda hreint ekki nógu góð—en þá tekur steininn úr!

Með öðrum orðum, fræðileg vinnubrögð Guðna í þessum greinum eru fyrir neðan allar hellur, svo ég tali enga tæpitungu. Það er ekki tóm til að fara ítarlega yfir þessar ávirðingar hér, því það er til lítils að nefna einstök dæmi þegar gagnrýnin beinist ekki að þeim sérstaklega, heldur vinnubrögðunum í heild. Hægt er að lesa svargrein mína í Ritinu alla hér en þar er þetta rökstutt eins vel og mér er unnt.

Guðni gæti þó sagt að greinar hans séu háfræðileg bókmenntagreining sem ekki er á hvers manns færi að skilja, allra síst vesælum heimspekingum eins og undirrituðum. Ef svo er, þá kalla ég það áfellisdóm yfir bókmenntafræði frekar en málsvörn: vondar ályktanir og óheiðarleg vinnubrögð eru alltaf til vansa, hvað svo sem fræðigreinin heitir.

Hvað sem því líður, þá er hlýtur það að teljast ákaflega furðulegt að greinar af þessu tagi—andsvör við lokuðum Facebook-athugasemdum, nauðaómerkilegum—hafi sloppið í gegnum ritrýni til að byrja með. Ekki er örgrannt um að þetta sé í fyrsta sinn í mannkynssögunni sem það gerist—og er það ekki íslenska háskólasamfélaginu til hróss.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
3

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis
4

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
5

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum
6

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Nýtt á Stundinni

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·
Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Símon Vestarr

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

·
MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Félögin íhuga að slíta viðræðum

Félögin íhuga að slíta viðræðum

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
Sussararnir

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

·
Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·