Viðskipti Bjarna Benediktssonar
Fréttamál
Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Gögnin úr Glitni sýna það aðgengi sem Bjarni Benediktsson og fjölskylda hans hafði að lánsfé hjá Glitni. Yfirtaka þeirra á Olíufélaginu var nær alfarið fjármögnuð af Glitni. Bjarni sjálfur fékk 50 milljóna kúlulán.

Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn

Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn

Bjarni Benediktsson tók virkan þátt í fjárfestingum félags föður síns Hafsilfurs ehf. sem var stór hluthafi í Glitni á árunum fyrir hrun. Í gögnunum sem Stundin fékk í gegnum breska blaðið The Guardian eru mörg skjöl sem sýna að bankinn leit á Bjarna sem eiganda félagsins. Þetta félag var einn af þáttakendunum í Vafningsmálinu sem Bjarni hefur sagt að hann hafi eingöngu komið að sem umboðsaðili föður síns og föðurbróður.

Gerði ráð fyrir 50 til 60 milljóna hagnaði af „krúnudjásnum“ Falson

Gerði ráð fyrir 50 til 60 milljóna hagnaði af „krúnudjásnum“ Falson

Bjarni Benediktsson var virkur þátttakandi í viðskiptaævintýri Falson í Dúbaí. „Gerum þetta líklega í Seychelles félagi.­ Við verðum þrír sem munum eiga það til jafns,“ segir í tölvupóstsamskiptum viðskiptafélaga hans.

Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins

Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins

Bjarni Benediktsson bað um regluleg samskipti við Lárus Welding, bankastjóra Glitnis, í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi. Meðal annars voru þeir saman fyrir „austan“ í ágúst 2008. Bjarni er ósáttur við fullyrðingar Stundarinnar um veru hans á fundum um stöðu Glitnis í aðdraganda bankahrunsins.

Segir stöðu Sjóðs 9 og Glitnis hafa verið ótengda

Segir stöðu Sjóðs 9 og Glitnis hafa verið ótengda

Ummæli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra eru á skjön við þær ályktanir um Sjóð 9 og Glitni sem dregnar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Seldi tveimur dögum eftir fund um „með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“

Seldi tveimur dögum eftir fund um „með hvaða hætti ríkisstjórnin getur komið að lausn vanda bankanna“

Bjarni Benediktsson fundaði með Lárusi Welding þann 19. febrúar 2008 og seldi hlutabréf í Glitni upp á 119 milljónir dagana á eftir. Efni fundarins er lýst í tölvupósti milli Glitnismanna, en Bjarni hafnar því að þar hafi verið fjallað um stöðu Glitnis.

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun

Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, seldi eignir í Sjóði sama dag og neyðarlögin voru sett þann 6. október 2008. Einar hellti sér yfir starfsmann Glitnis eftir að hann fékk veðkall frá bankanum í aðdraganda hrunsins. Eignarhaldsfélag Einars og hann sjálfur vörðu sig gegn 176 milljóna tapi með viðskiptunum. Félag Einars fékk niðurfelldar skuldir eftir hrun.

Loksins vitum við

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Loksins vitum við

Nú er komið í ljós að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fékk verðmætar upplýsingar sem kjörinn fulltrúi og forðaði síðan miklum fjármunum frá bankahruninu.

Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis

Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis

Slitastjórn Glitnis tók tvö mál tengd Benedikt Sveinssyni til skoðunar eftir hrun. Hann seldi hlutabréf sín í Glitni fyrir um 850 milljónir króna rétt eftir aðkomu að Vafningsfléttunni sem talin var auka áhættu bankans. Hann innleysti svo 500 milljónir úr Sjóði 9 þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis og millifærði til Flórída.

„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna“

„Bjarni ben segir að fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna“

Gögn úr Glitni banka benda til þess að Bjarni Benediktsson hafi, þann 6. október 2008, miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins til framkvæmdastjóra hjá Glitni.

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett

Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi forsætisráðherra, seldi allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008. Þann 6. október miðlaði hann upplýsingum um störf FME til framkvæmdastjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hlutabréfasölu Bjarna í Glitni í febrúar 2008 en hann fundaði með bankastjóra Glitnis tveimur dögum áður en hann byrjaði að selja bréfin.