Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
7

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
8

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Loksins vitum við

Nú er komið í ljós að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fékk verðmætar upplýsingar sem kjörinn fulltrúi og forðaði síðan miklum fjármunum frá bankahruninu.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Jón Trausti Reynisson

Nú er komið í ljós að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fékk verðmætar upplýsingar sem kjörinn fulltrúi og forðaði síðan miklum fjármunum frá bankahruninu.

Forsætisráðherra Hann hefur brugðist harkalega við umfjöllunum fjölmiðla um viðskipti hans samhliða starfi sem kjörinn fulltrúi. Þó hefur aðeins brot af myndinni birst.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Íslenskt samfélag hefur undanfarið staðið frammi fyrir tilraunum auðmanna í pólitískum valdastöðum til að aðlaga samfélagið að þörfum sínum fyrir leynd og skert aðhald. 

Átökin hafa verið viðvarandi og snúast um að innleiða þá niðurstöðu að eðlilegt sé að þeir leyni hagsmunum sínum, og að þeir sem afhjúpi hagsmunina séu vandamálið. 

Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hótar nú að draga fjölmiðlamenn fyrir dóm vegna umfjöllunar um leynilega viðskiptahagsmuni hans. Meðal þeirra sem Sigmundur virðist vilja draga fyrir dóm eru blaðamenn Stundarinnar. Á sama tíma vill hann fá endurnýjaða valdastöðu, á þeim grundvelli að hann hafi ekkert gert rangt þegar hann leyndi verulegum hagsmunum sínum, í andstöðu við siðareglur ráðherra.

Tveir forsætisráðherrar
Tveir forsætisráðherrar Báðir hafa leynt alvarlegum hagsmunaárekstrum sínum fyrir almenningi.

Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, brást sjálfur ókvæða við þegar fjallað var um viðskipti hans eftir bankahrunið. Hann líkti fjölmiðli við „svín“, talar um „sorp“ og „ógeðslega“ umræðu, kallar fjölmiðla „lítið annað en skel“ og uppnefnir þá „vinstri öflin“ þegar þeir segja frá aðkomu hans að viðskiptum þegar hann var þingmaður. Fyrst reyndi hann þó að fá eiganda miðilsins sem fjallaði um hann á sínum tíma til, í lið með sér gegn ritstjórninni, með því að hringja í hann. Þessar umfjallanir, sem hann brást svona illa við, sýndu þó ekki nema brot af því sem raunverulega fór fram þegar viðskiptahagsmunir Bjarna og fjölskyldu hans rákust á við hlutverk hans sem kjörins fulltrúa.

Gögnin sýna aðkomu og aðgengi Bjarna

Stundin, The Guardian og Reykjavik Media greina í dag frá gögnum sem sýna fram á að Bjarni átti í verulegum viðskiptum með verðbréf tengd Glitni og samskiptum við stjórnendur og starfsfólk bankans, sem kjörinn fulltrúi almennings, á sama tíma og hann og fjölskylda hans forðuðu stórfé úr bankanum. 

Í skjölunum kemur fram að Bjarni fór fram á fund með bankastjóra Glitnis sem þingmaður tveimur dögum áður en hann byrjaði að selja hlutabréf í sama banka fyrir tæplega 120 milljónir króna.  

Það er líka komið í ljós að Bjarni seldi sjálfur fyrir tugi milljóna króna í Sjóði 9 sama dag og neyðarlög voru sett á bankana. Á sama tíma var hann í sambandi við starfsfólk Glitnis um vinnu Fjármálaeftirlitsins. Í tölvupósti til aðstoðarmanns Lárusar Welding, sem Stundin hefur undir höndum, vitnar yfirmaður hjá Glitni, í þingmanninn um upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu á degi neyðarlaganna. „Bjarni ben segir að FME séu á skrilljón að vinna í þessu núna.“ 

Fékk upplýsingar sem þingmaður og seldi svo

Dagana eftir að hafa setið neyðarfund í Stoðum sem þingmaður, þar sem kom fram að staða bankans væri „gríðarlega alvarleg“, byrjaði Bjarni að selja tugmilljóna eignir sínar í Sjóði 9. Það sem fólk vissi almennt ekki var að eignir Sjóðs 9 væru eitraðar vegna krosstengsla. Stór hluti eignanna reyndist nefnilega vera skuldabréf gefin út á Stoðir og önnur félög tengd Glitni. Áhættan var mun meiri en í hefðbundnum skuldabréfasjóðum. 

Föðurbróðir Bjarna fékk sömu hugmynd og hann á ögurstundu. Hann seldi fyrir 1,2 milljarða króna í Sjóði 9 tveimur klukkustundum fyrir lokun viðskipta vegna neyðarlaganna.

Faðir Bjarna hafði selt fyrir 500 milljónir króna og sendi til Flórída dagana áður. Þar sem íslenska krónan og innlendar eignir íslensks almennings hrundu í verðmæti við fall krónunnar, gildnuðu þvert á móti eignirnar sem faðir hans forðaði úr landi þremur dögum fyrir yfirtöku ríkisins á Glitni. 

Við hin höfðum ekki aðgengi að rauntímaupplýsingum um stöðu Glitnis og aðgerðir ríkisins, seldum ekki endilega í tæka tíð og sendum ekki peninga til Flórída fyrir setningu neyðarlaga og gjaldeyrishafta. 

Í stöðu fyrir almannahag

Nauðsynleg forsenda trausts á markaði er jafnt aðgengi að upplýsingum. Þegar púslin koma saman sjáum við mynd af samtengdum hópi fólks sem býr við séraðstöðu til að gæta sérhagsmuna sinna. Fólk hafði ekki almennt aðgengi að Lárusi Welding, bankastjóra Glitnis, eða fundum efnahags- og skattanefndar Alþingis, eða að umræðum innan stjórn- og valdakerfisins, eða sat á leynifundi um nótt fyrir yfirtöku ríkisins á Glitni, áður en það tók ákvörðun um sparnaðinn sinn eða fjárfestingar.

En Bjarni Benediktsson hafði aðgengi að þessum upplýsingum vegna þess að hann var kjörinn fulltrúi. Hann var hins vegar ekki settur í þær aðstæður til þess að gæta hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar. Hann var þar til að gæta að almannahag.

Eftir að Bjarni og ættingjar hans björguðu milljörðum hafa þeir náð að styrkja aftur umsvif sín í íslensku efnahagslífi. Ljóst er að umsvif viðskiptaveldis Engeyjarættarinnar væru töluvert minni í dag ef ekki væri fyrir heppilegar ákvarðanir sem Bjarni og hans nánustu ættingjar tóku í kringum bankahrunið, á sama tíma og almennir Íslendingar voru í myrkrinu með raunverulega atburðarás og þá áhættu sem þeir stóðu frammi fyrir með eigur sínar. 

Upplýsingar sem verðmæti

Á stundum sem þessum, þegar bankar hrynja, eru upplýsingar gull. Bjarni beitti sér sérstaklega til að komast að gullinu sem fulltrúi almennings. Við vitum ekki allt, en við vitum þó þetta:

Það er staðfest að Bjarni Benediktsson kom sér í þá aðstöðu að geta hagnast verulega á upplýsingum sem hann öðlaðist sem kjörinn fulltrúi almennings, og líka staðfest að niðurstaðan á endanum var að hann og fjölskylda hans björguðu verulegum persónulegum verðmætum á sama tíma. Við vitum að upplýsingar sem fengust í þeim aðstæðum sem Bjarni kom sér í, voru verulega verðmætar.

Við vitum líka hvernig Bjarni hefur brugðist við tilraunum fjölmiðla til að veita almenningi upplýsingar um hvernig hann beitti sér á bakvið tjöldin sem kjörinn fulltrúi.

„Þetta er bara ógeðslegt, ég get ekki annað sagt“

Í fyrra brást Bjarni illa við umræðu sem spratt upp úr því að starfsmaður Seðlabankans játaði dreifingu innherjaupplýsinga til fjölskyldumeðlims. Hann sagði hana „ógeðslega“. „Að vera síðan núna, átta árum síðar, að dylgja um það í aðdraganda kosninga, til þess að koma vinstri stjórn aftur á í landinu, að það eigi nú margt eftir að skoða og hér sé ýmislegt óhreint mjölið í pokahorninu … þetta er bara ógeðslegt, ég get ekki annað sagt.“ 

Fjölmiðlar hafa það hlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og almenningi upplýsingar. Í þessum upplýsingum felast verðmæti því við tökum ákvarðanir byggðar á þeim upplýsingum sem við höfum. Upplýsingar eru forsenda lýðræðislegra ákvarðana og með því að færa fólki upplýsingar er verið að færa því vald. Með því að halda þeim aftur er verið að taka sér vald. 

Uppgjörinu lokað

Stundin hefur kappkostað að stunda gagnrýnar umfjallanir um athafnir stjórnmálaflokka og birta upplýsingar um hagsmunatengsl, opinber sem leynd.

Fyrir síðustu alþingiskosningar neitaði einn formaður stjórnmálaflokks að svara spurningum Stundarinnar, Bjarni Benediktsson. Sömuleiðis höfnuðu flestir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að taka þátt í kosningaprófi Stundarinnar, sem var útskýrt með því að sú sameiginlega ákvörðun hefði verið tekin að þeir ættu ekki að svara því.  

Við þekkjum víða um heim að það er ekki í hag ráðandi afla að viðhalda sterkri fjölmiðlun ef þau þola illa gagnsæi.

Íslenska ríkið hefur ítrekað verið dæmt fyrir brot á tjáningarfrelsi blaðamanna, sem sitja undir reglulegum hótunum um lögsóknir fyrir að veita almenningi upplýsingar. Meiðyrðalöggjöfinni er haldið strangri af stjórnmálamönnum og þannig er möguleikanum á refsingum á hendur blaðamönnum fyrir dómi viðhaldið. 

Aðeins einu sinni hefur stjórnmálamaður farið fyrir dóm vegna starfa sinna, sem tengdist því að halda eftir upplýsingum og fara gegn stjórnarskrárbundnum ferlum. Viðbrögð Bjarna voru þau að honum „blöskraði“. 

Eftir bankahrunið gerðu flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum heiðarlega tilraun til að hefja endurreisn flokksins og gera upp mistök fortíðarinnar. Þessi vinna hlaut hins vegar slæmar viðtökur hjá fyrrverandi formanni flokksins, sem hæddist að henni úr ræðustóli á landsfundi 2009, þar sem Bjarni Benediktsson var kjörinn nýr formaður og leiðtogi endurreisnarinnar. Svo fór að Bjarni snerist til varnar fyrri formönnum og taldi að annar þeirra hefði verið „hrakinn“ úr Seðlabankanum. Um leið varði hann pólitískar ráðningar flokksins og snerist gegn heiðarlegu uppgjöri á alvarlegum mistökum.

Nú vitum við betur en áður að heiðarlegt og opið uppgjör á starfi flokksins hefði ekki farið saman við hagsmuni nýja formannsins.

Dómgreind og traust

Bjarni gegnir valdamestu stöðu Íslands og hann gerir afdráttarlaust tilkall til þess að gegna henni áfram. Hann hefur brugðist harkalega við gagnvart þeim sem hafa lýst því að þau treysti honum ekki lengur vegna leyndar og hagsmunaáreksturs í öðru máli, og lýst þeim með smánandi hætti.

Fyrir síðustu kosningar ákvað Bjarni að nota aðstöðu sína til að geyma að birta óþægilega skýrslu um aflandsviðskipti Íslendinga, skýrslu sem var áfellisdómur yfir stefnu flokksins hans. Hann brást við gagnrýni á ákvarðanir sínar með því að ásaka gagnrýnendur um „þvætting og fyrirslátt“ í viðtali við RÚV. Um leið sagði hann ósatt um tímasetningar.

Benedikt Jóhannesson, frændi hans og formaður Viðreisnar, viðurkenndi síðan að þetta væri dómgreindarbrestur, áður en hann myndaði með honum ríkisstjórn.

Bjarni sjálfur ræddi um dómgreind þegar hann var spurður út í viðskipti sín í hruninu af Kastljósinu rúmlega þremur árum síðar. 

„Á engum tímapunkti stóð ég frammi fyrir einhverri siðferðilegri spurningu þar sem dómgreind mín í þessu máli brást.“

Að fram komnum nýjum upplýsingum þurfum við að endurmeta dómgreind og traust til forsætisráðherra.

Það er hlutverk kjósenda að ákveða hvar rétt dómgreind liggur, hvaða gildismat þeir vilja innleiða og hvert þeir vilja setja sitt traust. Eins og staðan er núna, samkvæmt skoðanakönnunum, liggur traust um þriðjungs kjósenda hjá flokkum sem leiddir eru af tveimur forsætisráðherrum sem staðnir hafa verið að því að leyna kjósendur alvarlegum hagsmunaárekstrum sínum.

Nýjasta tölublað Stundarinnar má lesa hér.

Hér má styrkja Stundina.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·
Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

·