Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
Slitastjórn Glitnis tók tvö mál tengd Benedikt Sveinssyni til skoðunar eftir hrun. Hann seldi hlutabréf sín í Glitni fyrir um 850 milljónir króna rétt eftir aðkomu að Vafningsfléttunni sem talin var auka áhættu bankans. Hann innleysti svo 500 milljónir úr Sjóði 9 þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis og millifærði til Flórída.
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
14
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
3
Fréttir
37235
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirSamherjaskjölin
58306
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6106
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2757
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Mynd: Morgunblaðið/Golli
Benedikt Sveinsson var leystur undan sjálfskuldarábyrgð vegna lána Glitnis til Hafsilfurs, eignarhaldsfélags síns, í aðdraganda bankahrunsins.
Beiðni um niðurfellingu sjálfskuldarábyrgðarinnar barst í ágúst árið 2007 en var afgreidd í tölvukerfi bankans þann 29. september 2008, sama dag og Glitnir var þjóðnýttur. Þremur dögum áður, þann 26. september, hafði Benedikt innleyst 500 milljóna eignir úr Sjóði 9 og sent til Flórída.
Hvort tveggja, niðurfelling sjálfskuldarábyrgðarinnar og 500 milljóna greiðslan til Flórída, var á meðal þess sem slitastjórn Glitnis tók til sérstakrar skoðunar á árunum eftir hrun sem möguleg riftunarmál í ljósi innherjaupplýsinga sem talið var hugsanlegt að Benedikt hefði búið yfir. Á endanum þótti þó ekki ástæða til að láta reyna á málin fyrir dómstólum.
Hlutabréfin seld eftir Vafningsfléttu
Í lok september 2008 hafði Benedikt þegar selt megnið af hlutabréfum sínum í Glitni. Gögn frá bankanum sem Stundin hefur undir höndum sýna að Benedikt og Hafsilfur seldu hlutabréf í Glitni fyrir um 850 milljónir króna vikurnar eftir Vafningsfléttuna svokölluðu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að umrædd viðskiptaflétta gekk í meginatriðum út á að flytja áhættuna á bak við stóran hluthafa Glitnis, Þátt International, yfir á Glitni en um leið að gefa bankanum gálgafrest og koma í veg fyrir verðfall hlutabréfa.
Eins og frægt er orðið fólu Einar og Benedikt Sveinssynir Bjarna Benediktssyni umboð til að veðsetja hlutabréf í félaginu Vafningi fyrir hönd eignarhaldsfélaganna BNT, Hafsilfurs og Hrómundar í febrúar 2008. Þetta var forsenda þess að Glitnir gæti veitt 100 milljóna evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar. Sérstakur saksóknari ákærði síðar þá Lárus Welding og Guðmund Hjaltason og taldi lánveitinguna hafa átt þátt í falli bankans. Þeir voru á endanum sýknaðir í Hæstarétti sem taldi „ósannað að farið hafi verið umfram þá áhættu, sem bankinn hafi talið viðunandi“. Hins vegar kom skýrt fram í dómi Hæstaréttar að enginn vafi væri á því að ásetningurinn á bak við lánveitinguna hefði „staðið til misnotkunar“ og að hinir ákærðu hefðu tekið hagsmuni lántaka fram yfir hagsmuni Glitnis.
Keypti og seldi úr Sjóði 9
Í dóminum yfir Lárusi og Guðmundi er haft eftir Bjarna Benediktssyni, sem bar vitni í málinu, að hann hefði „farið í Glitni banka hf. annaðhvort mánudaginn 11. febrúar eða þriðjudag 12. febrúar 2008 og undirritað veðsamninginn“. Það var einmitt um þetta leyti sem Benedikt fór að losa sig við hlutabréf sín í Glitni.
Benedikt seldi hlutabréf Hafsilfurs í Glitni fyrir tæpar 50 milljónir þann 12. febrúar og fyrir 216 milljónir þremur dögum síðar. Hafsilfur keypti svo í Sjóði 9 fyrir samtals 332 milljónir dagana 19. og 20. febrúar. Vikurnar á eftir innleysti Hafsilfur hátt í milljarð íslenskra króna út úr sjóðnum; 600 milljónir dagana 25. og 26. febrúar og 240 milljónir 18. mars. Undir lok marsmánaðar hafði Benedikt losað megnið af eignum Hafsilfurs út úr Glitni og Sjóði 9.
Benedikt seldi hlutabréf í Glitni sem hann átti á eigin nafni fyrir 590 milljónir þann 18. febrúar 2008 en keypti í Sjóði 9 fyrir 600 milljónir tveimur dögum síðar. Vikurnar þar á eftir innleysti hann tæpar 450 milljónir úr Sjóði 9. Undir lok mars nam söluverðmæti hlutabréfa Benedikts sjálfs í bankanum ekki nema 25,7 milljónum samkvæmt hluthafaskrá Glitnis. Hafði hann þá selt hlutabréf sín og Hafsilfurs fyrir samtals um 850 milljónir á þeim örfáu vikum sem liðið höfðu frá því að hann tók þátt í Vafningsfléttunni.
Ekkert aðhafst vegna færslunnar til Flórída
Eftir því sem leið á septembermánuð varð ljóst að Glitnir átti við verulegan vanda að stríða. Nordea hætti við að kaupa eignir bankans í Noregi þann 23. september auk þess sem Bayerische Landesbank hafnaði framlengingu tveggja lána Glitnis upp á 150 milljónir evra. Þetta þýddi að bankinn þurfti að endurgreiða 600 milljóna lán innan fárra vikna. Þann 24. september óskaði svo Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, eftir fundi með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra til að biðja um lánafyrirgreiðslu. Það var við þessar aðstæður, þann 26. september 2008, sem Benedikt Sveinsson innleysti 500 milljónir úr Sjóði 9 og flutti þær til Flórída.
KvittuninHér má sjá afrit af kvittuninni fyrir 500 milljóna millifærslunni til Flórída.
Mynd: Stundin
Slitastjórn Glitnis tók millifærsluna til skoðunar eftir hrun. Í skjali frá slitastjórninni sem Stundin hefur undir höndum er fjallað um hana með eftirfarandi hætti: „500 mkr. innleystar 26. september 2008, greitt út í USD og inn á reikning í Flórída. Varsla eða eignastýring? Hver bað um innlausnina? […] Beðið eftir gögnum. Þarf að sýna fram á að viðkomandi hafi búið yfir innherjaupplýsingum.“ Ekkert var aðhafst frekar í því máli. Hins vegar var lögmannsstofunni Lex, sem vann umtalsvert fyrir slitastjórnina, falið að kanna hvernig stóð á því að sjálfskuldarábyrgð Benedikts vegna lána Hafsilfurs virtist hafa verið felld niður þann 29. september, daginn sem Glitnir var þjóðnýttur.
Að því er fram kemur í minnisblaði sem lögmannsstofan vann fyrir slitastjórnina og skilaði þann 13. september 2011 var beiðni um niðurfellingu sjálfskuldarábyrgðar Benedikts send milli starfsmanna Glitnis þann 29. september 2008. Þar kom fram að „skv. samþykktum þá var heimilað að fella niður sjálfskuldarábyrgðir á sínum tíma en það átti alltaf eftir að ganga frá því í kerfum hjá okkur“.
Eftir að tölvupósturinn kom í leitirnar við skoðun slitastjórnar var sendandi póstsins kallaður í skýrslutöku til að gera grein fyrir ráðstöfuninni. Hún vísaði þá til þess að hafa fengið beiðnina frá Ara Sigurðssyni, þáverandi lánastjóra, um að ganga frá málinu á grundvelli bókunar sem lánanefnd Glitnis hafði samþykkt ári áður.
„Ákvörðun bankans lá fyrir“
Umrædd bókun fannst síðar í gögnum bankans, en hún var úr fundargerð svokallaðrar SME-lánanefndar, sem tók ákvarðanir um lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, dagsett 9. ágúst 2007. Samkvæmt bókuninni námu skuldir Hafsilfurs við bankann 1,6 milljörðum, en lagt var til að sjálfskuldarábyrgð Benedikts yrði felld niður og 500 milljónir losaðar af handveðsettum reikningi til fjárfestingar utan bankans. Um leið yrði viðbótartrygging tekin í óskráðum hlutabréfum upp á rúman milljarð. Bankinn fengi veð í hlutabréfum BNT hf.
Þrátt fyrir að beiðnin hafi borist áfram innan bankans var sjálfskuldarábyrgðin ekki felld úr gildi fyrr en 29. september. Benedikt hélt því fram í svarbréfi, sem Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður skrifaði fyrir hans hönd, að persónuleg ábyrgð hans á skuldum Hafsilfurs hefði í raun fallið niður 9. ágúst 2007. „Í því sambandi skiptir engu hvort eða hvenær merkingar í tölvukerfum bankans um persónulega ábyrgð voru felldar út. Ákvörðun bankans lá fyrir á þessum tíma og var tilkynnt umbjóðanda mínum samdægurs,“ segir í bréfinu sem barst slitastjórn Glitnis þann 24. ágúst 2011.
„Er það mat okkar að sjálfskuldarábyrgð Benedikts Sveinssonar hafi réttilega verið felld niður“
Mannleg mistök
Með bréfinu fylgdu yfirlýsingar frá Bjarna Markússyni, sem var viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu hjá Glitni þegar viðskiptin áttu sér stað, og Ara Sigurðssyni, sem var þá lánastjóri.
„Ég á ekki neina skýringu á framangreindri skráningu í kerfum bankans, aðra en þá að farist hafi fyrir í bakvinnslu bankans að fella ábyrgðina úr kerfunum. Hitt liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að ákvörðun um niðurfellingu ábyrgðarinnar hafði verið tekin innan bankans löngu fyrir umrætt tímamark,“ segir í bréfi Bjarna Markússonar. Bjarni er frændi Benedikts Sveinssonar og sá um eignastýringu fyrir hann og son hans, Bjarna Benediktsson, um árabil.
Ari tók í sama streng og Bjarni. Báðir staðfestu jafnframt að Benedikt hefði sjálfur óskað eftir því að persónuleg ábyrgð hans á skuldum Hafsilfurs yrði felld niður. Meðfylgjandi bréfi Benedikts voru einnig gögn sem staðfestu að hann hefði lagt fram þessar nýju tryggingar. Í ljósi þessa mælti LEX með því við slitastjórn Glitnis að málið yrði látið niður falla. „Er það mat okkar að sjálfskuldarábyrgð Benedikts Sveinssonar hafi réttilega verið felld niður þann 9. ágúst 2007,“ segir í minnisblaðinu til slitastjórnar. „Ástæður þess að ábyrgðin var enn skráð í tölvukerfum Glitnis má rekja til mannlegra mistaka við bakvinnslu og er það skýring þess að hún var ekki felld brott úr tölvukerfinu fyrr en þann 29. september 2008.“
Minnisblaðið frá Lex var ritað af lögmönnunum Þórunni Guðmundsdóttur og Birgi Má Björnssyni. Þórunn er fyrrverandi samstarfskona Bjarna Benediktssonar á stofunni og var kosin í bankaráð Seðlabankans árið 2015 að tillögu Bjarna og endurkosin í apríl síðastliðnum.
Félag Benedikts, Hafsilfur, átti síðar eftir að skipta um nafn og heita Malvík ehf. Samið var um uppgjör skulda félagsins við Íslandsbanka þann 31. desember 2012 en samkvæmt slitareikningi námu leiðrétting og eftirgjöf skulda Malvíkur um 3,1 milljarði árið 2012.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirSamherjaskjölin
35343
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
14
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
3
Fréttir
37235
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirSamherjaskjölin
58306
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6106
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2757
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
35340
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
FréttirSamherjaskjölin
58305
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
3
Fréttir
35232
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirCovid-19
8140
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
ViðtalDauðans óvissa eykst
6106
„Við syrgjum af því að við elskum“
Ótímabær dauðsföll geta reynst aðstandendum erfið og ýft upp tilfinningar á borð við reiði, að sögn sálfræðings sem sérhæfir sig í aðstoð við syrgjendur. Hún leggur áherslu á mikilvægi samskipta og varar við „ráðagóða róbótnum“. Ótti við dauðann er stundum fylgifiskur kvíðaröskunar og Covid-19 faraldurinn getur gert hana erfiðari.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
7
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
2673
Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik
Í fjórum tilvikum af fimm þar sem tilkynnt var um alvarleg atvik, andlát og veikindi, eftir bólusetningar við Covid-19 var ekki eða mjög ólíklega um orsakasamband að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl en þó talið líklegra að andlát einstaklings hafi átt sér skýringar í undirliggjandi ástandi hans.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
51561
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
7294
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
Fréttir
25131
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
4
Pistill
29361
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
5
Pistill
39350
Þorvaldur Gylfason
Bankasýslan brennir af
Annað er eiginlega ekki hægt eins og ástatt er svo við byrjum á Trump þótt þessi grein fjalli um annað mál sem er að mestu – en þó ekki öllu – leyti óskylt honum.
6
Fréttir
167422
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
7
FréttirDauðans óvissa eykst
634
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.204
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
51562
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
227
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Fréttir
117
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
FréttirCovid-19
128
Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Rögnvaldur Ólafsson lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir skýrt að heimild sé til þess að ferðalangar megi dvelja eina nótt nálægt Keflavíkurflugvelli áður en þeir halda á dvalarstað í sóttkví.
FréttirCovid-19
8140
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
Þrautir10 af öllu tagi
2651
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Mynd dagsins
2
Fuglar, jólatré, gamalt skrifborð, plast og síðan olía
Á Álfsnesi voru urðuð hvorki meira né minna en 103 þúsund tonn af sorpi á síðasta ári, að sögn Arnórs Gunnarssonar hjá Sorpu. Innan um stórvirkar vinnuvélar voru hundruð fugla að finna sér æti í morgun, áður en mokað var yfir úrganginn. Næsta stóra verkefni Sorpu er að hefja þróunarstarf með PVD ehf. og í sameiningu ætla fyrirtækin að vinna olíu úr öllu því plasti sem berst í flokkunarstöð fyrirtækisins í Gufunesi. „Það að nýta plast í olíuframleiðslu gerir Sorpu kleift að endurnýta allt það plast sem áður hefur farið í brennslu erlendis."
FréttirSamherjaskjölin
35343
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
Fréttir
37235
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
2673
Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik
Í fjórum tilvikum af fimm þar sem tilkynnt var um alvarleg atvik, andlát og veikindi, eftir bólusetningar við Covid-19 var ekki eða mjög ólíklega um orsakasamband að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl en þó talið líklegra að andlát einstaklings hafi átt sér skýringar í undirliggjandi ástandi hans.
FréttirSamherjaskjölin
58306
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Bíó Tvíó#188
16
Í skugga hrafnsins
Andrea og Steindór ræða mynd Hrafns Gunnlaugssonar frá 1988, Í skugga hrafnsins.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir