Mest lesið

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
2

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
5

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
6

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Jón Trausti Reynisson

Kúgun fjölmiðlakarla

Karlmenn verða „þvingaðir“ ef eitt fyrirtæki kaupir síður auglýsingar af fjölmiðlum þar sem er mikill kynjahalli, samkvæmt formanni Miðflokksins. 89% þingflokks hans eru karlmenn.

Jón Trausti Reynisson

Karlmenn verða „þvingaðir“ ef eitt fyrirtæki kaupir síður auglýsingar af fjölmiðlum þar sem er mikill kynjahalli, samkvæmt formanni Miðflokksins. 89% þingflokks hans eru karlmenn.

Kúgun fjölmiðlakarla
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins hefur áhyggjur af frelsi fjölmiðla vegna þess að Íslandsbanki hyggst líta á það sem samfélagslega ábyrgð að skipta síður við fjölmiðla sem „fylla herbergið aðeins af karlmönnum“.  Mynd: Geirix / Pressphotos

Margt misjafnt hefur verið aðhafst í skjóli hugmyndarinnar um að fyrirtæki eigi að vera frjáls til að taka eigin ákvarðanir á markaði. En þegar Íslandsbanki tók nýlega ákvörðun um að kaupa síður auglýsingar hjá fjölmiðlum sem „fylla herbergið aðeins af karlmönnum“ spruttu upp áhyggjur og háværar umræður um aðför að fjölmiðlafrelsinu.

„Menningarstríðið“

Sérstaklega hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson miklar og háværar áhyggjur. Hann hóf umræður um „óhugnanlega“ stefnu Íslandsbanka í þingsal, stóra herberginu sem hann hefur reynt að fylla af karlmönnum, en 89% þingmanna Miðflokksins hans eru karlar. Að því leyti eru konur kannski ekki mjög miðlægar, frekar svolítið jaðar.

Þegar Sigmundur ákvað að stofna Miðflokkinn fundust nefnilega eiginlega engar konur til að sitja í fyrsta sæti í kjördæmunum. Ekki nema ein. En það er útskýrt síðar í þessum texta.

Enda eigum við að hætta að horfa á fólk eftir kyni, sagði Sigmundur á Bylgjunni í morgun, útvarpsstöðinni þar sem aðeins ein kona er hluti af dagskrárgerðarteyminu. Þótt hann vilji ekki horfa til kyns fólks, stimplar hann það eftir vinstri og hægri, en sjálfur er hann í miðið með sérstakar áhyggjur af „vinstri mönnum“ sem hann tengir við „nýmarxisma“.  

Og hvað með það þótt engin kona sé forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni, eða að einungis fjórðungi fyrirtækja sé stýrt af konum? Þetta er hluti af „menningarstríði“, að mati Sigmundar, þar sem vinstri menn fá stórfyrirtæki til að vinna eftir pólitískum rétttrúnaði og vinna þannig gegn tjáningarfrelsi.

Samfélagsleg ábyrgð vs. frelsið

Sigmundur og gamli félagi hans í ríkisstjórn, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virtust sammála um að ákvörðun Íslandsbanka græfi undan frelsi í landinu, en ýjuðu svo að því að grípa þyrfti inn í ákvörðun bankans, því hann væri eign ríkisins og ákvörðunin samræmdist hugsanlega ekki eigendastefnu.

Frelsi stjórnenda Íslandsbanka til að vinna eftir samfélagslegri ábyrgð á þannig að takmarka á grundvelli sjónarmiða um frelsi fyrirtækja og svo eigendastefnu ríkisins, þar sem bankinn er reyndar skyldaður til að vinna eftir samfélagslegri ábyrgð. „Félagið skal marka sér ítarlega stefnu í umhverfismálum, um sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð og birta opinberlega,“ segir þar, og í því samhengi skal „huga sérstaklega að verklagi við innkaup félagsins á vörum og þjónustu og gæta jafnframt hagkvæmni, jafnræðis og gagnsæis“.

„Ímyndarstjórnmál“ Sigmundar

Sigmundur hefur núna þungar áhyggjur af sjálfstæði fjölmiðla. Hann hafði þær ekki þegar upptökur birtust af samsæti hans á Klaustri, þar sem skeggræddar voru „húrrandi klikkaðar kuntur“, „tíkur“ og  „skrokkar sem hæfa tittlingi“ sessunauta hans, karlanna í herberginu. Sigmundur vildi þá siga lögreglu á fjölmiðla en lét vera að kalla eftir fjölmiðlafrelsi. Rétt eins og þegar hann hótaði þremur fjölmiðlum að draga þá fyrir dóm fyrir síðustu kosningar vegna umfjöllunar um hann í Panamaskjölunum.

Sigmundur hefur undanfarið haldið á lofti hugtakinu „ímyndarstjórnmálum“, sem hann segir „tröllríða samfélaginu“. Undirliggjandi er að aðrir séu að stunda ímyndarstjórnmál, en hann sé sannur og röklegur. Sannkallaður.

Fjölmiðlar hafa hins vegar torveldað honum að halda uppi ásýnd jafnréttisbaráttunnar fyrir Miðflokkinn. Fjölmiðlar geta torveldað fleiri ímyndarstjórnmál hans, til dæmis þegar hann stillti sér upp sem varðmanni þjóðarinnar vegna erlendra áhrifa í gegnum þriðja orkupakkann, þegar í ljós kom á seinni stigum málsins að ríkisstjórn hans, með samflokksmann hans í fararbroddi, Gunnar Braga Sveinsson, hafði fyrir nokkrum árum samþykkt þvingandi samning sem skapa Íslendingum skaðabótaskyldu ef staðið verður í vegi fyrir erlendri fjárfestingu, nokkuð sem félögum þeirra í Orkunni okkar var brugðið yfir.

Karllægir miðlar

Eftir að hafa tekið upp málstaðinn á Alþingi hefur Sigmundur verið fyrirferðamikill í umræðunni og fengið tilvitnanir í fréttum og boð í þætti. Sigmundur stillir sér fram sem varðmanni landsins og jafnvel fjölmiðlafrelsis. En eins konar varðmaður er hann sannarlega. Sannkallaður varðmaður sjálfs og karla. 

Fyrirferð eins manns í umræðunni á ekki að stýra henni, þótt hún nái að hluta að skýra hana.

Allar þessar áhyggjur vegna viðmiða um kynjajöfnuð vekja hins vegar spurningar út af fyrir sig. Er kynjajöfnuður ekki hluti af samfélagslegri ábyrgð? Bara eitthvað sem má ræða í umræðuþáttum eða á Alþingi, fyrir salnum sem Sigmundur fyllir af körlum? Eða hæða á barnum? Má ekki ræða jafnrétti út frá því hvernig þingmenn kallast á í Klaustrum (claustrum = latína fyrir aflokun), á barnum, off-venue atriði frá Alþingi?

Kynjahalli getur verið skiljanlegur og skýranlegur. Hann er það hins vegar ekki í fjölmiðlum. Það er ekkert sem skýrir hvers vegna staðan er svona: Tveir ritstjórar Fréttablaðsins eru karlar, tveir ritstjórar Morgunblaðsins eru karlar, ritstjóri Mannlífs er karl, ritstjóri Viðskiptablaðsins er karl, en ritstjóri DV kona og annar ritstjóri Stundarinnar kona.

Það er því uppi augljós kynjahalli í stjórnun einkarekinna fjölmiðla. Tilefni er því til staðar, en það er líka tilefni til að hafa áhyggjur af frelsi fjölmiðla á Íslandi.

Áhrifavaldar fjölmiðla

Auðvitað eiga bankar ekki að stýra dagskrá fjölmiðla. Hins vegar ætlar banki ekki að stýra dagskrá fjölmiðils. Þvert á móti segist bankinn ætla að sýna samfélagslega ábyrgð, og í skilningi flestra er samfélagsleg ábyrgð ekki bara kynjajöfnuður og umhverfisvernd, heldur líka að viðhalda lýðræðislegri umræðu, án þess að valdamiklir aðilar taki hana yfir.

Hingað til hafa hins vegar fjölmiðlar átt skýra áhrifavalda. Það eru ekki bara fyrirtæki sem ákveða út frá ófaglegum geðþótta að auglýsa hjá þessum eða hinum, til dæmis af hægri hugsjónaástæðum, heldur hafa áhrifavaldarnir keypt upp fjölmiðla. 

Helstu fjölmiðlar landsins eru starfræktir í viðvarandi tapi og niðurgreiddir af þekktum eða óþekktum auðmönnum.

DV skuldar til dæmis skuggaaðila 759 milljónir króna. Í samfélagi þar sem sumir telja ekki mega ákveða að auglýsa samkvæmt hlutlægum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð vegna þess að slíkt rjúfi sjálfstæði fjölmiðla.

Fréttablaðið var nýlega keypt af fjársterkum fjárfesti sem réði tvo miðaldra bissnesskarla í ritstjórastöður, með litla sem enga reynslu af fjölmiðlastörfum. Fáir létu í sér heyra vegna þeirrar ákvörðunar, enda líta margir á það sem rétt fyrirtækisins að gera hvað sem hann vill. Frelsi fyrirtækja. Og ef hann vill nota peningana sína til að breyta stærsta fríblaði Íslands í helsta áhrifavald þjóðarinnar, sem „eflir atvinnulífið“ og heldur á lofti „borgaralegum viðhorfum“, þá er það frelsi í viðskiptum. 

Hann á þetta og hann má þetta. 

Þegar banki setur sér hlutlæg viðmið um að forðast að kaupa þjónustu af fyrirtækjum með mikinn óútskýrðan kynbundinn halla, þá er það andstæðan við frelsi: Þvingun og kúgun.

Snúið út úr stefnu

Í raun hefur farið af stað ófrægingarherferð, þar sem snúið er út úr stefnu Íslandsbanka um samfélagsábyrgð. Endurtekið er því haldið fram að bankinn ætli sér að hafa áhrif á ritstjórnarefni, þrátt fyrir að bankinn þræti fyrir það og vísi í hlutlæg viðmið um kynjajöfnuð.

Edda Hermannsdóttir Komið hefur fram í máli samksiptastjóra Íslandsbanka að bankinn skipti sér ekki af efnistökum fjölmiðla.

Vandamálið fyrir málflutning fjölmiðlafrelsissinna er að Íslandsbanki er ekki í neinum hagsmunaárekstri í málinu. Ef bankinn væri að refsa fjölmiðlum fyrir að fjalla gagnrýnið um bankann eða tengda aðila væri um að ræða ákveðna aðför að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi.

Tilfellið er hins vegar að stór hluti þessara frelsissinna hefur þagað á meðan fjölmiðlum er mismunað af geðþótta. 

Þannig eru dæmi um að ríkinu sé beitt til þess að svipta ákveðna fjölmiðla tekjum en beina tekjum til annarra. Önnur mismunun getur snúist um skort á viðmiðum eða geðþótta.

Við fengum skýra mynd af þessu þegar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði út í áskriftakaup ríkisins á fjölmiðlum á Alþingi. Þannig kom til dæmis í ljós að Alþingi hafði keypt eina áskrift að Stundinni til að deila með öllum þingmönnum. Alþingi borgaði tæplega 70 sinnum meira til Morgunblaðsins en Stundarinnar fyrir áskrift. En Stundin lifir á áskriftum.

Hagsmunaárekstrar

Lykilatriðið í tilfelli Íslandsbanka er að hann er ekki í hagsmunaárekstri og ekki að beita sér gegn gagnrýninni umræðu, með nýrri stefnu.

Tökum kennsludæmi um hagsmunaárekstur: Fyrrverandi formaður stjórnmálaflokks er fenginn til að ritstýra fjölmiðli sem er niðurgreiddur af hagsmunablokk sem styður flokkinn. Ríkisstofnanir og ráðuneyti undir valdi sama stjórnmálaflokks kaupa miklu meira af auglýsingum og áskriftum af sama fjölmiðli. Þannig getur almannafé, sem flokksmönnum er treyst fyrir, verið misbeitt af misgáningi, spillingu eða geðþótta til þess að styrkja stöðu stjórnmálaflokksins.

Fjármálaráðuneytið, hvers ráðherra hefur áhyggjur af því að Íslandsbanki horfi til kynjajöfnuðar í innkaupum hjá fjölmiðlum, borgar 28 sinnum hærri upphæð í áskriftir að Morgunblaðinu en áskrift að Stundinni. Mismunurinn tengist varla gæðum, enda hefur enginn einkarekinn fjölmiðill fengið fleiri tilnefningar til blaðamanna- og ljósmyndaverðlauna en Stundin frá því hún var stofnuð. Til viðbótar hefur Morgunblaðið verið niðurgreitt um 2,2 milljarða króna af útgerðarfélögum í taprekstri síðustu níu ára.

Mismunurinn tengist varla kynjahlutfalli, en gæti tengst því að ráðuneytið hafi mismikla velþóknun á efnistökum ritstjórnanna. Er fjármálaráðuneytið þá að ráðast á ritstjórnarlegt frelsi Stundarinnar? Ef svo er, er um hagsmuni að ræða, en svo er ekki í tilfelli Íslandsbanka. Ef þessi áhrif eru síðan margfölduð er niðurstaðan veruleg ívilnun eins fjölmiðils, sem stýrt er af stjórnmálamanni, og þvingun gegn öðrum.

Hagsmunaárekstur getur verið dulinn eða opinber. Dæmi um dulinn hagsmunaárekstur var þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og eiginkona hans áttu hálfs milljarðs króna kröfu á þrotabú íslensku bankanna, í gegnum félag í skattaskjóli sem enginn vissi af, á sama tíma og Sigmundur var sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar að móta stefnu sem hafði lykiláhrif á kröfuhafana. Siðareglur þingmanna banna þetta og svo eru lög mótuð í því skyni að fyrirbyggja hagsmunaárekstur, jafnvel í einkafyrirtækjum, til dæmis með því að tengdir aðilar og aðilar í hagsmunaárekstri yfirgefa fundi, þar sem þeir eru í umboði annarra, þegar ákvarðanir eru teknar sem þeir geta hagnast á persónulega.

Markaðsfé notað til áhrifa

Þeir sem hafa starfað á gagnrýnum fjölmiðlum vita hins vegar að einkafyrirtæki og tengdir aðilar hafa oft beitt markaðsliðnum í bókhaldinu til þess að hygla og refsa.

Þannig getur umfjöllun um kúlulán eins athafnamanns leitt til þess að vinir hans stöðvi auglýsingakaup hjá miðlinum. 

Eins og sýnt hefur verið fram á í rannsókn er frekar afmarkað mengi Íslendinga sem tekur flestar ákvarðanir, hópur sem að stórum hluta er búsettur á sama svæði, til dæmis í Garðabæ og Seltjarnarnesi.

Og hvernig er hægt að horfa á viðvarandi hallarekstur fjölmiðla, milljarða framlög hagsmunaaðila og skuggaaðila til fjölmiðla, út frá hagfræðilegum og viðskiptalegum forsendum? Er þá ekki verið að þvinga samkeppnisaðila niðurgreiddu miðlanna?

Áhrifin af stefnu Íslandbanka virðast helst vera aukinn hvati fyrirtækja til að stuðla að kynjajöfnuði, eða forðast mikinn kynjahalla. Þó svo að karllægustu miðlarnir gætu orðið af broti tekna sinna skiptir það litlu máli, því margir þeirra fá niðurgreiðslur og fjárhagslega velþóknun frá öðrum.

Ísland tekur skref til baka í jafnrétti

Fyrir nokkrum dögum kom fram að Ísland hefði fallið úr fyrsta sæti í það fimmta á alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna. Svo merkilega vill til að fallið má að stórum hluta rekja til eins manns, sem einmitt er helsti varðmaður karla á Íslandi. Helsta bakslagði er að hlutfall kvenna á Alþingi lækkaði úr 48% í 38% í síðustu þingkosningum, og munaði þar langmest um Miðflokkinn og Flokk fólksins, en sá síðarnefndi gekk síðan hálfur í þann fyrrnefnda eftir kynlegar umræður á Klaustri.

„Konur eru ekki hrifnar af því hvernig stjórnmálin líta út“

Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var spurður hvers vegna Miðflokkurinn hans væri bara með eina konu í oddvitasæti fyrir síðustu Alþingiskosningar sagði hann að ástæðan væri að konur forðuðust stjórnmál vegna umræðunnar. „Maður hefur tekið eftir því að fólk almennt, en kannski sérstaklega konur, hlutfallslega meira konur, eru ekki hrifnar af því hvernig stjórnmálin líta út,“ sagði hann. 

Hvers kyns ástæða væri fyrir því að kynjajöfnuður í öðrum flokkum væri nokkuð jafn, útskýrði hann ekki. Enda er hann samkvæmt eigin lýsingum kynblindur. Það eru þá bara samflokksmenn hans, og þeir nýkomnu sem voru innlimaðir á Klaustri, sem tala í „tíkum“ og „kuntum“.

Það má sýna ábyrgð

Það væri uppskrift að martraðarsamfélagi ef fyrirtæki væru alfarið bundin af því að hagnast sem mest og takmörkuðust eingöngu af því sem lög banna. Fyrirtæki mega líka að bregðast við óformlegum reglum og viðmiðum og reyna að bæta samfélagið, jafnvel þótt það gæti verið tilraun til þess að auka vinsældir eða fá athygli. Við erum ekki neydd til þess að stunda bara sjálfselska neyslu, sem hámarkar nytsemi okkar sjálfra, eins og gamla hagfræðimódelið gerir ráð fyrir. Við megum ástunda ábyrga neyslu og erum ekki „nýmarxistar“ þótt við lifum eftir því að huga að keðjuábyrgð og áhrifum okkar á heiminn þegar við gerum innkaup.

Jafnvel þótt tilraunir til þess að ástunda samfélagslega ábyrgð verði ekki fullkomnar, leiðréttist það væntanlega með umræðu og aukinni þekkingu eftir því sem á líður.

Jöfnuður kynjanna er eitt af því sem bætir samfélagið. Ísland getur verið leiðandi í heiminum á þessu sviði, okkur öllum til ófyrirsjáanlega mikilla heilla. Þannig getum við um leið lifað fyrir æðri gildi en bara peninga og eiginhagsmuni. Og verið í heildina frjálsari.

--

Fyrirvari um hagsmuni: Höfundur er stjórnandi og eigandi 12% hlutafjár í fjölmiðli sem er ekki niðurgreiddur af auðmönnum og er ekki með afgerandi kynjahalla. Um tveir þriðju hluta tekna Stundarinnar koma frá áskriftum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
2

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
5

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
6

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
4

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
5

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
6

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
4

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
5

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
6

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
2

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
5

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
6

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
2

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
5

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
6

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Nýtt á Stundinni

Ríkisbankinn átti 3.8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Ríkisbankinn átti 3.8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Kaldir ofnar á Dalvík

Hallgrímur Helgason

Kaldir ofnar á Dalvík

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Ef þetta væri allt saman hóx

Símon Vestarr

Ef þetta væri allt saman hóx

Ógnar netofbeldi gegn konum og stúlkum framtíð okkar allra?

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Ógnar netofbeldi gegn konum og stúlkum framtíð okkar allra?

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“