Mest lesið

Þegar lögreglan er upptekin
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
2

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
3

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
4

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
5

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
6

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“
7

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Erfiðast að halda þessu leyndu
8

Erfiðast að halda þessu leyndu

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Jón Trausti Reynisson

Brenglaður bransi

Hvers vegna er hópur nokkurra helstu auðmanna Íslands, óþekktra og alþekktra, að niðurgreiða íslenska fjölmiðla í gegndarlausu tapi í samkeppni við aðra?

Jón Trausti Reynisson

Hvers vegna er hópur nokkurra helstu auðmanna Íslands, óþekktra og alþekktra, að niðurgreiða íslenska fjölmiðla í gegndarlausu tapi í samkeppni við aðra?

Brenglaður bransi
Sjálfstæðismaður í niðurgreiddri samkeppni Ritstjóri Morgunblaðsins er fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, en segir að Ríkisútvarpið sé dótturfélag Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Rekstur Morgunblaðsins hefur verið niðurgreiddur af útgerðarfélögum um 2,2 milljarða frá því Davíð var ráðinn ritstjóri.  Mynd: Pressphotos

Það er eitthvað skrítið í gangi í íslenska fjölmiðlageiranum sem getur haft víðtæk samfélagsleg áhrif.

Ef fjölmiðlamarkaður væri flatbökumarkaður myndi hópur auðmanna niðurgreiða verðið á pitsum til almennings ár eftir ár. Það er auðvitað ekki þannig.

En hvers vegna að niðurgreiða frekar fréttaflutning heldur en pitsur? Hvaða verðmæti fá þeir út úr því að niðurgreiða upplýsingamiðlun til almennings?

Taprekstur með skuggafé

Þetta er ekki bara þannig að tapið sé afmarkað eða takmarkað, heldur er það heilt yfir og viðvarandi.

Útgáfufélag DV tapaði um 240 milljónum króna í fyrra og fékk 120 milljónir í hlutafé á dögunum. Almenningur fær ekki að vita hver er að niðurgreiða reksturinn, en ljóst er að viðkomandi hefur djúpa vasa. Tapið er 6,8 milljónir króna á hvert stöðugildi fyrirtækisins á einu ári. Vegið með þessum hætti er þetta eins og flatbökufyrirtækið Domino’s hefði tapað þremur milljörðum króna í fyrra og haldið fulla ferð áfram.

Útgáfufélagið sem gefur út fríblaðið Mannlíf tapaði tæpum 170 milljónum króna í fyrra og 150 milljónum árið áður. Þetta jafngildir því að Landsbankinn hefði tapað 5 milljörðum króna, miðað við fjölda stöðugilda. 

Upphaflegur bakhjarl útgáfunnar, Róbert Wessmann, á hins vegar meira en nóg. Hann átti til dæmis íbúð á 3,3 milljarða króna.

Sjónvarpsstöðin og vefmiðillinn Hringbraut tapaði 77 milljónum króna, eða sem jafngildir 15 milljónum króna á hvert fast stöðugildi á einu ári.

Kjarninn.is tapaði eingöngu rúmum tveimur milljónum króna, en vefmiðillinn fékk nýverið inn nýja fjárfesta, meðal annars Árna Hauks­son og Hall­björn Karls­son,­ sem kenndir eru við Húsasmiðjuna og Haga.

Móðurfélag útgáfufélags Fréttablaðsins tapaði milljarði króna í fyrra, tengt viðskiptum með hlut í félaginu. Fréttablaðið tilkynnti hins vegar um 39 milljóna króna hagnað, en fékk 150 milljónir króna í nýtt hlutafé.

Þá er það Morgunblaðið, sem tapaði 415 milljónum króna í fyrra og hefur tapað 2,2 milljörðum króna frá árinu 2009, þegar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var ráðinn ritstjóri.

Á sama tíma eru undantekningarnar þau útgáfufélög sem töpuðu ekki: Stundin, sem var með jákvæðan rekstur upp á 10 milljónir, og Viðskiptablaðið, sem hagnaðist um tvær milljónir. 

Fórnuðu nýsköpun en ekki niðurgreiðslu í Morgunblaðið

Í engum öðrum bransa myndi slíkur taprekstur líðast, ef frá er skilin annaðhvort nýsköpun og þróun, eða annar væntur framtíðarávinningur.

Kaupfélag Skagfirðinga hefur lagt 318 milljónir króna í að niðurgreiða tap Morgunblaðsins, en ákvað að hætta með nýsköpunar- og þróunarstarf, sem hafði vakið mikla athygli fyrir árangur, á þeim forsendum að ekki hafi verið nægileg arðsemi af því. Fyrrverandi stjórnandi neitar því reyndar og segir afkomu þróunar- og nýsköpunarstarfs kaupfélagsins hafa verið jákvæða. En þannig var doktor í næringarfræði sagt upp störfum í heimahéraði, innan sama árs og ekki þótti úr vegi að leggja 99 milljónir króna í viðbót til útgáfu Morgunblaðsins.

Eltu notagildið

Gömlu, einföldu hagfræðikenningarnar segja að enginn geri neitt nema það þjóni persónulegum hagsmunum þeirra, að kostnaðurinn þurfi að hámarka notagildið. Hvert er notagildið fyrir þá sem niðurgreiða fjölmiðla til langs tíma í stöðugt versnandi rekstri?

Ástæðurnar fyrir því að auðugir aðilar niðurgreiða fjölmiðla geta verið margvíslegar. Auðvitað má í fyrsta lagi ímynda sér að þeir sjái fyrir sér að hagurinn vænkist með ákvörðun stjórnvalda um að veita einkareknum fjölmiðlum ríkisstuðning upp á 50 milljónir króna hverjum á ári að hámarki, í formi endurgreiðslu á fjórðungi ritstjórnarkostnaðar, fyrir utan aukastuðning við stærstu miðlana.

Annar hvati fyrir auðmennina getur verið ákveðinn hégómi, hugmynd um að vera nærri uppsprettu upplýsinga eða tilfinning um dagskrárvald.

En ein samtengd ástæða getur síðan verið markaðsleg. Það að ná að breyta skoðunum almennings, þó það sé ekki nema að smávægilegu leyti, getur verið afar verðmætt fyrir hagsmunaaðila. Ef dæmi er tekið af kvótaeigendum, sem eiga hundruð milljarða í aflaheimildum, getur auðveldlega verið hálfs milljarðs virði á ári að leggja „markaðsfé“ í að vinna gegn framgangi stjórnmálaflokka sem vilja breyta kerfinu þannig að ríkið bjóði upp fiskveiðiheimildir, frekar en að óveiddur fiskur sé órjúfanleg eign útgerðarmannanna, eins og verið hefur frá 10. áratugnum.

Og hvað á maður svo sem að gera ef maður fær meira en fjóra milljarða í arð á tveimur árum, eins og einn helsti eigandi Morgunblaðsins, útgerðarkonan Guðbjörg Matthíasdóttir?

Auðvitað hegðar fólk sér ekki bara eftir hagfræðimódelum. Fólk getur viljað gera öðrum gott. Eins og segir í ársreikningi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins: „Tilgangur félagsins er að styðja frjálst viðskiptalíf og efla heilbrigðan hugsunarhátt í öllum þjóðfélagsmálum.“ 

Hugmyndin um heilbrigðan hugsunarhátt er hins vegar túlkuð misjafnlega. Fram hefur komið hjá fyrrverandi útgefanda Morgunblaðsins að eigendahópurinn hefði viljað „fá öðruvísi tök á umræðunni“ um ákveðin mál, þar á meðal Evrópusambandið og sjávarútveg. Þetta gefur því til kynna að kostnaðurinn við tap Morgunblaðsins geti flokkast sem markaðskostnaður.

Ríkisútvarpinu kennt um

Einkareknu fjölmiðlarnir eru hins vegar sammála um eitt: Að jafnvel þótt Ríkisútvarpið nái aðeins 14% auglýsingamarkaðar á Íslandi, beri það eina helstu ábyrgð á slæmum rekstri íslenskra fjölmiðla.

Á sama tíma og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins ritstýrir stærstu fjölmiðlaritstjórn landsins, lýsir hann því ítrekað yfir í skrifum sínum að Ríkisútvarpið sé hliðhollt vinstri flokkunum, pólitískum andstæðingum hans. Hann kallar Ríkisútvarpið meðal annars „dótturfélag Samfylkingarinnar og Vinstri grænna“.

Óli Björn Kárason, þingmaður og fyrrverandi ritstjóri DV, hefur endurtekið að Ríkisútvarpið sé „fíllinn í stofunni“. Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, kennir Ríkisútvarpinu að hluta til um 240 milljóna króna tap.

Upplýsingagjöf á forsendum sykurpabba

Jafnvel þótt við myndum fallast á að víðtækar niðurgreiðslur auðmanna á fjölmiðlarekstri séu bara framlag þeirra til menningar, og að þau séu lögð fram af góðmennsku, fylgir þessu hætta fyrir almenning. 

Niðurgreiðslurnar gera nánast ómögulegt að reka fjölmiðil án þess að viðkomandi miðill hafi sjálfur bakhjarl úr hópi þeirra auðugustu, sem hefur sínar ástæður til að tapa fé með fjölmiðlarekstri. 

Ef brenglun fjölmiðlabransans leiðir til þess að nánast allir fjölmiðlar þurfi sykurpabba til að lifa af, er sjálfstæði ritstjórna ógnað. Ritstjórnir sem ekki eru sjálfbærar og standandi með eigin styrk, lifa upp á náð eigenda sinna. Þetta leiðir af sér vítahring þar sem hættan er að upplýsingamiðlun til almennings verði á forsendum þess sem getur borgað mest.

Fólk sem ákveður að gerast blaðamenn er afar ólíklegt, í okkar menningu, til þess að láta eigendur eða fulltrúa þeirra handstýra sér í fréttaflutningi. Þetta snýst ekki um viðskipti eða fjölmiðlabransann, eða siðferði einstakra blaðamanna, heldur eru íslenskir auðmenn og hagsmunaaðilar að grafa formlega undan sjálfbærri miðlun upplýsinga. Þetta er því lykilspurning fyrir þróun íslensks samfélags.

Núverandi aðstæður í fjölmiðlum sýna að það er mikilvægara fyrir hagsmuni almennings en nokkru sinni að viðhalda sterku Ríkisútvarpi, að því gefnu að sjálfstæði þess sé tryggt og flokkar endurtaki ekki leik Sjálfstæðisflokksins að skipa flokksmenn og aðra félaga í æðstu stjórnunarstöður. Endatakmarkið er að almenningur hafi nægt aðgengi að vönduðum og óháðum upplýsingum um samfélag sitt, en ekki að sama fréttin af Facebook sé birt á 8 mismunandi miðlum sem allir hafa jafnlítinn tíma til að skoða málið, í örvæntingarfullri tilraun til að fá fram auglýsingaflettingar.

„Fíllinn í stofunni“ er nefnilega ekki Ríkisútvarpið, eins og niðurgreiddir, einkareknir fjölmiðlar gefa til kynna. Ef það er hægt að tala um fíl er það fílahjörð auðfólks í postulínsbúðinni, sumra í felulitunum, sem þarf að hemja sig.

Fyrirvari um hagsmuni: Höfundur er framkvæmdastjóri og ritstjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar, sem starfar í samkeppnisumhverfi á fjölmiðlamarkaði.

Tengdar greinar

Leiðari

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þrjár konur, þrjár sögur. Allar áttu þær það sameiginlegt að vera undir áhrifum áfengis- eða vímuefna þegar neyðarkalli þeirra var ekki svarað. Afleiðingarnar voru skelfilegar.

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Tákn um aukna efnishyggju birtast í menningunni. Afleiðingarnar eru að hluta til fyrirsjáanlegar.

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Nú þegar árið er að líða er ágætt að rifja upp hvað gerðist, hvað við lærðum og hvað við getum gert betur.

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Inngróið sakleysi íslenskra áhrifamanna er undirbyggt af vinasamfélaginu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þegar lögreglan er upptekin
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
2

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
3

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
4

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
5

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
6

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“
7

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Erfiðast að halda þessu leyndu
8

Erfiðast að halda þessu leyndu

Mest lesið í vikunni

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
1

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
3

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna
6

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Mest lesið í vikunni

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
1

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
3

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna
6

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Nýtt á Stundinni

Reykjavík suðursins

Reykjavík suðursins

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Erfiðast að halda þessu leyndu

Erfiðast að halda þessu leyndu

Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð

Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð

Fjölskyldan sameinast í matarást

Fjölskyldan sameinast í matarást

Vesen í Venesúela

Vesen í Venesúela

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Hlaðvarp: Stytting vinnuvikunnar

Guðmundur Hörður

Hlaðvarp: Stytting vinnuvikunnar

Sólin í storminum

Melkorka Ólafsdóttir

Sólin í storminum

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“

Guðmundur Gunnarsson

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“