Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar
Blaðamannafélag Íslands segir að hugmyndir Íslandsbanka séu „fráleitar“ og þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttu. Kvenréttindafélagið er hins vegar á öndverðum meiði og fagnar framtaki bankans.
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
FréttirHeimavígi Samherja
43337
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
3
Myndband
1
„Fólk óttast að tjá sig“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
17129
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
5
Fréttir
1531
Teatime í þrot og segir upp 16 manns
Tekjur af tölvuleik tæknifyrirtækisins dugðu ekki til. Viðræður um sölu á fyrirtækinu eða aukið fjármagn báru ekki árangur.
6
Aðsent
18231
Margrét Sölvadóttir
„Yngri eldri borgarar“
Hvers vegna er manneskja sem verður 67 ára skyndilega sett í flokk með öryrkjum og fólki á hjúkrunarheimilum og svo rænd tækifærum í lífinu? Margrét Sölvadóttir skrifar á móti fordómum gegn yngri eldri borgurum.
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
126
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Á öndverðum meiðiÞau Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannarélags Íslands, og Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands eru alls ekki á sama máli þegar kemur að ákvörðun Íslandsbanka um að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum þar sem afgerandi kynjahalla er að finna. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans, hefur greint frá því að bankinn sé aðeins að vinna eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Blaðamannafélag Íslands segir hugmyndir Íslandsbanka um að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla þar sem afgerandi kynjahalli ríkir séu „fráleit aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla“ og þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar. Á sama tíma fagnar Kvenréttindafélag Íslands áformum Íslandsbanka og segja að með því að stíga markviss skref í átt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé bankinn að leggja sitt af mörkum til að auka jarnfrétti kynjanna.
„Er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna“
Mikill styr hefur staðið um þá ákvörðun Íslandsbanka, sem Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri bankans greindi frá í skoðanapistli 21. október síðastliðinn, að kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Raunar skrifaði Edda einnig að bankinn forðaðist að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylli herbergin einungis af karlmönnum. Þessi stefnumörkun er hluti af innleiðingu fjögurra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur tekið upp og er að vinna eftir.
Sigmundur og Bjarni áhyggjufullir
Segja má að umræða um þessa ákvörðun bankans hafi sprungið út í gær, meðal annars með því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins átti orðastað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu og hefur markað bankanum eigendastefnu. Sagði Bjarni að honum kæmu áætlanir bankans spánskt fyrir sjónir, að það væri að sjá ákveðinn tvískinnungshátt í því að bankinn hyggðist aðeins koma stefnu af þessu tagi í framkvæmd á útgjaldahliðinni en ekki á tekjuhliðinni og velti fyrir sér hvar bankinn hyggðist draga mörk. Sigmundur sagði áformin „óhugnaleg“ og að þetta virtist vera einhvers konar markaðsbrella.
Áður beitt sér varðandi umhverfismál
Edda Hermannsdóttir svaraði fyrir þessar aðgerðir í gær og sagði í samtali við RÚV að ekki væri ætlunina að skipta sér af ritstjórnarstefnu fjölmiðla. Hins vegar hafi Íslandsbanki samþykkt markaðsstefnu þar sem unnið er eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það sé þekkt víða um heim að fyrirtæki nýti innkaup til góðs. Um sé að ræða hvatningu til fjölmiðla til að setja fleiri konur á dagskrá, sem starfsmenn eða viðmælendur. Áður hafi innkaup bankans verið notuð til að ná ákveðnum markmiðum í umhverfismálum, með því að velja umhverfisvænni valkosti, þá sem eru með minna kolefnisspor eða menga minna en aðrir valkostir. „Við ítrekum að við höfum engin afskipti af ritstjórnarstefnunni sjálfri eða efnistökum fjölmiðla,“ sagði Edda í samtali við RÚV.
Segja að um aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði sé að ræða
Stjórn Blaðamannafélagsins sendi í dag frá sér ályktun þar sem segir að gera verði þá kröfu „til banka í eigu almennings“ að þar væri vandað betur til verka. Áformunum er lýst sem svo að þau séu „fráleit aðför Íslandsbanka að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla þjónar ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar“ og spurt hvort að bankinn muni ekki auglýsa í Vikunni vegna viðvarandi kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda eða hvort bankinn muni ekki auglýsa í Fiskifréttum vegna viðvarandi kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda.
„Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar“
„Það var raunar Vikan sem setti á dagskrá mögulegt mansal í íslensku samfélagi og viðkomandi blaðamaður mátti skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins til að fá réttingu mála sinna og tímaritið Ísafold mátti þola það að önnur af tveimur stærstu smásölukeðjum landsins neitað að dreifa blaðinu vegna umfjöllunar um nektardansstaði og þá starfsemi sem þar færi fram!“ segir í ályktuninni.
Ekki sé nýtt að fjársterkir og valdamiklir aðilar reyni að hafa áhrif á umfjöllunarefni fjölmiðla. Ömurlegt sé hins vegar að upplifa að fyrirtæki í eigu almennings hagi sér með þeim hætti. „Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar og hljóta að verða lagðar til hliðar.Bankinn getur lagt jafnrétti lið með mörgum öðrum hætti.“
Skref í átt að auknu jafnrétti
Kvenréttindafélag Íslands sendi einnig frá sér ályktun í dag og kveður þar við nokkuð annan tón. Þar er áformum Íslandsbanka um að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki, fagnað. „Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla. Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.“
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalHeimavígi Samherja
75374
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
2
FréttirHeimavígi Samherja
43337
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
3
Myndband
1
„Fólk óttast að tjá sig“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
17129
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
5
Fréttir
1531
Teatime í þrot og segir upp 16 manns
Tekjur af tölvuleik tæknifyrirtækisins dugðu ekki til. Viðræður um sölu á fyrirtækinu eða aukið fjármagn báru ekki árangur.
6
Aðsent
18231
Margrét Sölvadóttir
„Yngri eldri borgarar“
Hvers vegna er manneskja sem verður 67 ára skyndilega sett í flokk með öryrkjum og fólki á hjúkrunarheimilum og svo rænd tækifærum í lífinu? Margrét Sölvadóttir skrifar á móti fordómum gegn yngri eldri borgurum.
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
126
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
Mest deilt
1
Fréttir
46406
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
„Stórslys“, sem er í uppsiglingu varðandi heilsu íslenskra kvenna, er hvatinn að undirskriftasöfnuninni „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“. Aðdragandinn er að greining leghálssýna á að fara fram í Danmörku í stað Íslands. Erna Bjarnadóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir vanta upp á virðingu við notendur krabbameinsskimana.
2
ViðtalHeimavígi Samherja
75374
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
3
FréttirHeimavígi Samherja
43337
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
4
FréttirSamherjaskjölin
50298
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
5
Fréttir
59290
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón og enn bætist við
Ólögleg skipan dómara í landsrétt reynist kosrnaðarsöm. Kostnaður vegna settra dómara við Landsrétt vegur þyngst eða 73 milljónir króna. Kostnaður vegna málareksturs og dóms Mannréttindadómstóls Evrópu nam 45,5 milljónum króna
6
Aðsent
9231
Gabríela B. Ernudóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir
Er réttarkerfið í stakk búið til að gæta hagsmuna barna í forsjármálum?
Notkun matstækja sem skortir próffræðilegan áreiðanleika í forsjármálum hefur alvarlegar afleiðingar. Ekki er gerð nægileg krafa um sérþekkingu dómkvaddra matsmanna á ofbeldi og það slegið útaf borðinu svo niðurstaða dóms reynist barninu skaðleg.
7
Aðsent
18231
Margrét Sölvadóttir
„Yngri eldri borgarar“
Hvers vegna er manneskja sem verður 67 ára skyndilega sett í flokk með öryrkjum og fólki á hjúkrunarheimilum og svo rænd tækifærum í lífinu? Margrét Sölvadóttir skrifar á móti fordómum gegn yngri eldri borgurum.
Mest lesið í vikunni
1
Leiðari
71634
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
2
Pistill
102816
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Verðirnir og varðmenn þeirra
Það er undarlegt að athygli stjórnmálamanna eftir morðið í Rauðagerði skuli beinast að því hvort lögreglan þurfi ekki fleiri byssur. Margt bendir til að samstarf lögreglu við þekktan fíkniefnasala og trúnaðarleki af lögreglustöðinni sé undirrót morðsins. Af hverju vekur það ekki frekar spurningar?
3
Afhjúpun
56180
Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
Sigurður Þórðarson, öðru nafni Siggi hakkari, kemur nú að sex félögum og segir lögmaður undirskrift sína hafa verið falsaða til að sýna fram á 100 milljóna hlutafé í tveimur fasteignafélögum. Siggi hakkari hefur verið eitt af lykilvitnum í rannsókn FBI á WikiLeaks. Viðskiptafélagar segjast hafa verið blekktir, en að enginn hafi hlotið skaða af.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
75373
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
5
RannsóknHeimavígi Samherja
95374
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
Hvaða áhrif hefur það á 20 þúsund manna samfélag á Íslandi þegar stærsta fyrirtækið í bænum, útgerð sem veitir rúmlega 500 manns vinnu og styrkir góð málefni um allt að 100 milljónir á ári, er miðpunktur í alþjóðlegri spillingar- og sakamálarannsókn sem teygir sig víða um heim? Stundin spurði íbúa Akureyrar að þessari spurningu og kannaði viðhorf íbúa í Eyjafirði og á Íslandi öllu til Samherjamálsins í Namibíu. Rúmt ár er liðið frá því málið kom upp og nú liggja fyrir ákærur í Namibíu gegn meðal annars Samherjamönnum og embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri eru með málið til meðferðar á Íslandi.
6
MyndbandHeimavígi Samherja
59100
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
Stundin spurði Akureyringa út í mikilvægi og áhrif stórfyrirtækisins Samherja á lífið í Eyjafirði.
7
Fréttir
50240
Hæstiréttur dæmir Þórhall miðil í 18 mánaða fangelsi
Þórhallur Guðmundssonar þarf að greiða 1,2 milljónir króna í miskabætur og sæta fangelsisvist fyrir nauðgun.
Mest lesið í mánuðinum
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
94276
Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
Ingjaldur Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumaður Varpholts og Laugalands, segist orðlaus yfir lýsingum hóps kvenna á ofbeldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann segist aldrei hafa beitt ofbeldi eða ofríki í störfum sínum. Augljóst sé að einhver sem sé verulega illa við sig standi að baki lýsingunum.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
103520
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
Dagný Rut Magnúsdóttir segir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi liðið á meðferðarheimilinu Laugalandi. Þetta hafi verið hræðilegur tími. Hún var þar um nokkurra mánaða skeið þegar hún var fimmtán ára. Pabbi hennar, Magnús Viðar Kristjánsson, óttast að hún jafni sig aldrei að fullu eftir reynsluna sem hún hafi orðið fyrir á meðferðarheimilinu. Hann segir að kerfið hafi ekki aðeins brugðist Dagnýju heldur allri fjölskyldunni.
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
93836
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
„Ég er búin að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upplifði á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi þegar ég var unglingur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerðist,“ segir Kolbrún Þorsteinsdóttir, sem var fyrst vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti, sem árið 2000 var flutt í Laugaland í Eyjafirði. Ingjaldur Arnþórsson stýrði báðum heimilunum.
4
Leiðari
193614
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
6
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
1981.560
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
Sex konur stíga fram í Stundinni og lýsa alvarlegu ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir á meðan þær dvöldu á meðferðarheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu aðilum. Forstöðumaður heimilanna hafnar ásökunum. Ábendingar um ofbeldið bárust þegar árið 2000 en Barnaverndarstofa taldi ekkert hafa átt sér stað. Konurnar upplifa að málum þeirra hafi verið sópað undir teppið. „Við vorum bara börn.“
7
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
Nýtt á Stundinni
Þrautir10 af öllu tagi
3555
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...
Mynd dagsins
1
Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...
ViðtalHeimavígi Samherja
17129
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
Myndband
1
„Fólk óttast að tjá sig“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
Fréttir
5
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
126
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
1059
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.
FréttirSamherjaskjölin
50298
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
Fréttir
455
Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verður ekki lengur heimilt að veita undanþágu til barna undir 18 ára aldri til að ganga í hjúskap.
Þrautir10 af öllu tagi
3961
304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“
Þraut númer 303 frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne? 2. En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi? 3. Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur...
Blogg
441
Halldór Auðar Svansson
Týndar tengingar
Lost Connections heitir bók eftir Johann Hari sem kom út árið 2018. Ég kynntist þessum breska/svissneska blaðamanni þegar hann kom hingað til lands í nóvember 2019 í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á annarri bók hans, Chasing the Scream eða Að hundelta ópið, sem fjallar um fáránleika og skaðsemi stríðsins gegn fíkniefnum. Í Lost Connections leggur hann í það metnaðarfulla verkefni að skoða áhrifaþætti...
Fréttir
46406
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
„Stórslys“, sem er í uppsiglingu varðandi heilsu íslenskra kvenna, er hvatinn að undirskriftasöfnuninni „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“. Aðdragandinn er að greining leghálssýna á að fara fram í Danmörku í stað Íslands. Erna Bjarnadóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir vanta upp á virðingu við notendur krabbameinsskimana.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir