Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Metoo-konur senda yfirlýsingu: Þolendur beri ekki ábyrgð á mannorði gerenda

„Fátt myndi ávinn­ast ef sak­fell­ing­ar­dóm­ur væri eina for­senda þess að segja upp starfs­manni sem brýt­ur gegn sam­starfs­fólki sínu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu 30 met­oo-kvenna vegna um­ræðu um dóms­mál leik­ara gegn Borg­ar­leik­hús­inu vegna upp­sagn­ar í kjöl­far ásak­ana.

Metoo-konur senda yfirlýsingu: Þolendur beri ekki ábyrgð á mannorði gerenda
Mótmæli vegna afdrifa nauðgunarmála Hópur ungra kvenna mótmælti því fyrr í mánuðinum að tvö af hverjum þremur nauðgunarmálum fari aldrei fyrir dóm. Í dag sendir hópur metoo-kvenna yfirlýsingu vegna umræðu um ábyrgð þeirra sem kvarta undan kynferðislegri áreitni. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Með þátttöku sinni í #metoo gengust þolendur ekki í ábyrgð fyrir mannorð gerenda sinna,“ segir í yfirlýsingu hóps kvenna sem kennir sig við metoo-byltinguna, í andsvari við umræðu um ábyrgð þolenda sem farið hefur fram undanfarna daga. 

Mál leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikhússtýru þess var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í tengslum við málið sagði þekktur leikstjóri að ung leikkona, sem kvartaði undan leikaranum og aðstæðum á tökustað, hefði dreift lygasögu og ætti að „skammast sín“.

Ástæða dómsmálsins er að leikaranum, Atla Rafni Sigurðarsyni, var sagt upp störfum vegna sex kvartana kvenna um kynferðislega áreitni. Hann segist í kjölfarið hafa orðið fyrir tekjumissi og smánun. Atli Rafn kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um hvaða ásakanir hefðu verið færðar á hann, þegar hann var leystur undan árs lánssamningi hjá Borgarleikhúsinu vegna kvartananna. 

Hópur metoo-kvenna lýsir yfir stuðningi við brotaþola í yfirlýsingu sinni í dag: „Við lýsum yfir stuðningi við þá hugrökku brotaþola sem rofið hafa þögnina og þá atvinnurekendur sem standa við bakið á þeim.“

Þá segja metoo-konur í yfirlýsingunni að hvorki skömmin né skyldan liggi hjá þeim sem telja á sér brotið. „Þær bera ekki ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem kusu að áreita þær eða beita þær ofbeldi, né tilfinningum þeirra eða starfsframa. Brotaþolum ber engin skylda til að fara fyrir fjölmiðla eða dómstóla, kjósi þeir fremur að leita einslega til trúnaðarmanns eða yfirmanns, séu þær áreittar af samstarfsmanni. Þær eiga rétt á öruggu starfsumhverfi, þar sem mannréttindi þeirra eru virt og þær metnar að verðleikum. Að sama skapi þurfa atvinnurekendur að hafa svigrúm til að bregðast við ásökunum um ofbeldi eða áreitni án þess að fyrir liggi dómur. Fátt myndi ávinnast ef sakfellingardómur væri eina forsenda þess að segja upp starfsmanni sem brýtur gegn samstarfsfólki sínu, enda er réttarkerfið önnur brotalöm þegar ofbeldi gegn konum er annars vegar. Auk þess gefur auga leið að sakfelling getur einungis átt sér stað í kjölfar brots og gagnast því ekkert við að fyrirbyggja ofbeldi.“

Í umfjöllun um málið var faðir eins þolendanna nafngreindur og segja metoo-konur að fjölmiðlar ættu ekki að birta fréttir „sem gera aðför að einstökum þolendum, þar sem þeir eru vændir um lygar“.

„Brotaþolar sem stigið hafa fram og sagt frá hafa í mörgum tilvikum þurft að gjalda fyrir það dýru verði,“ minnir hópurinn á.

Yfirlýsing metoo-kvenna

„Að gefnu tilefni viljum við minna á hver tilgangur #metoo-byltingarinnar er. Tilgangurinn er að konur finni kraftinn í fjöldanum og geti sameinast um að afhjúpa aldagamalt misrétti sem blasir alltof víða við, misrétti sem er viðhaldið með úreltum viðhorfum, meðvirkni með þeim sem misnota vald sitt, þolendasmánun og þöggun. Öldum saman hafa konur þurft að bera harm sinn í hljóði ef þeim er mismunað, þær beittar ofbeldi eða áreittar á vinnustað, almannafæri eða jafnvel á heimili sínu. Þær hafa verið látnar axla ábyrgðina og bera skömmina, með þeim skilaboðum að hefðu þær nú bara hegðað sér öðruvísi/klætt sig á annan hátt/dregið skýrari mörk/gætt sín betur, þá hefðu þær afstýrt gjörðum gerandans. Þessi hugsunarháttur leysir gerendur undan ábyrgð og þaggar niður í þolendum, en hvort tveggja auðveldar ofbeldismönnum að komast óáreittir upp með iðju sína.

Þeir brotaþolar sem stigið hafa fram og sagt frá hafa í mörgum tilvikum þurft að gjalda fyrir það dýru verði, með atvinnumissi, ærumissi og hafa jafnvel hrakist úr heimabyggð sinni. Með tilkomu #metoo byltingarinnar gátu konur myndað breiðfylkingu og vakið athygli á þessu óásættanlega ástandi í krafti fjöldans. Þær þurftu ekki lengur að standa einar og berskjaldaðar með frásagnir sínar og mæta fordæmingu og skömm, heldur gátu þær valið um að segja frá reynslu sinni nafnlaust eða láta nægja að nota fimm stafa myllumerki, sem sagði allt sem segja þurfti.

Með þátttöku sinni í #metoo gengust þolendur ekki í ábyrgð fyrir mannorð gerenda sinna. Þær bera ekki ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem kusu að áreita þær eða beita þær ofbeldi, né tilfinningum þeirra eða starfsframa. Brotaþolum ber engin skylda til að fara fyrir fjölmiðla eða dómstóla, kjósi þeir fremur að leita einslega til trúnaðarmanns eða yfirmanns, séu þær áreittar af samstarfsmanni. Þær eiga rétt á öruggu starfsumhverfi, þar sem mannréttindi þeirra eru virt og þær metnar að verðleikum. Að sama skapi þurfa atvinnurekendur að hafa svigrúm til að bregðast við ásökunum um ofbeldi eða áreitni án þess að fyrir liggi dómur. Fátt myndi ávinnast ef sakfellingardómur væri eina forsenda þess að segja upp starfsmanni sem brýtur gegn samstarfsfólki sínu, enda er réttarkerfið önnur brotalöm þegar ofbeldi gegn konum er annars vegar. Auk þess gefur auga leið að sakfelling getur einungis átt sér stað í kjölfar brots og gagnast því ekkert við að fyrirbyggja ofbeldi.

Þá skorum við á fjölmiðlafólk að vanda umfjöllun um þessi mál og birta ekki fréttir sem gera aðför að einstökum þolendum, þar sem þeir eru vændir um lygar. Fjölmiðlar eiga ekki að vera gjallarhorn fyrir þá sem hafa beina hagsmuni af því að rýra trúverðugleika þolenda. Við lýsum yfir stuðningi við þá hugrökku brotaþola sem rofið hafa þögnina og þá atvinnurekendur sem standa við bakið á þeim. Líf, geðheilsa og starfsframi kvenna er ekki lengur ásættanlegur fórnarkostnaður á atvinnumarkaði sem hefur hylmt yfir með gerendum frá örófi alda. Þeirri skömm var skilað í #metoo byltingunni.

Virðingarfyllst,

Anna Lind Vignisdóttir

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

Drífa Snædal

Edda Ýr Garðarsdóttir

Elísabet Ýr Atladóttir

Elva Hrönn Hjartardóttir

Erla Hlynsdóttir

Fríða Rós Valdimarsdóttir

Guðrún Helga Sigurðardóttir

Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir

Halldóra Jónasdóttir

Halla B. Þorkelsson

Heiða Björg Hilmisdóttir

Hlíf Steinsdóttir

Kolbrún Dögg Arnardóttir

Kolbrún Garðarsdóttir

Kristín I. Pálsdóttir

Marta Jónsdóttir

Myrra Leifsdottir

Nichole Leigh Mosty

Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir

Ósk Gunnlaugsdóttir

Sigrún Jónsdóttir

Silja Bára Ómarsdóttir

Stefanía Svavarsdóttir

Steinunn Ýr Einarsdóttir

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
1
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár