Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
Sænska blaðakonan Åsa Linderborg hefur skrifað bók þar sem hún gerir upp Metoo-umræðuna í Svíþjóð með gagnrýnum hætti. Linderborg var í mótsagnakenndri stöðu í Metoo-umræðunni þar sem hún hefur bæði gagnrýnt hana og líka verið gagnrýnd fyrir að hafa valdið sjálfsmorði leikhússtjórans Benny Fredrikson með skrifum sínum um hann.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
55365
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
4
Fréttir
88161
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
5
Þrautir10 af öllu tagi
3453
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þraut frá í gær, hlekkur. * Fyrri aukaspurning. Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar...
6
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
7
FréttirMorð í Rauðagerði
4
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Sögð bera ábyrgð á sjálfsmorðiÅsa Linderborg, blaðakona á Aftonbladet, var vænd um að bera ábyrgð á sjálfsmorði leikhússtjórans Benny Fredricksen vegna greinar sem hún skrifaði um hann í tengslum við Metoo-umræðuna.
„Það sem ég geri í bókinni er að viðurkenna að ég gerði mistök, og ég held að það séu margir sem kunna að meta það og sem telja að fleiri blaðamenn ættu kannski að gera slíkt hið sama,“ segir Åsa Linderborg, blaðakona sænska blaðsins Aftonbladet, í viðtali við Stundina um nýlega bók sína um Metoo-umræðuna, Året med 13 månader. Bókin er ein af nokkrum sambærilegum sem komið hafa út í Svíþjóð þar sem Metoo-umræðan svokallaða er gerð upp með gagnrýnum hætti. Hér á Íslandi eru sambærilegar bækur einnig byrjaðar að koma út, þar sem gert er upp við Metoo-umræðuna og má nefna nýja bók Bryndísar Schram Brosað gegnum tárin sem dæmi.
Året med 13 månader
Bókin er tæplega 500 blaðsíður af dagbókarfærslum Linderborg á árunum 2017 til 2018 þar sem hún blandar saman umræðu um Metoo og sögunni af eigin lífi þar sem kærasti hennar og sambýlismaður hættir til dæmis með henni og líf hennar sjálfrar umturnast. Úr verður lagskipt umfjöllun þar sem umfjölllun um starf Linderborg blandast saman við sögur af henni sjálfri, efasemdum hennar um sjálfa sig og hræðslu hennar við að eldast.
Umfjöllunin um Arnault vel heppnuðLinderborg segir að umfjöllun fjölmiðla um Jean-Claude Arnault, sem endaði með því að hann var sakfellldur fyrir tvær nauðganir, hafi verið betur heppnuð en margar aðrar.
Sér eftir orðum sínum en ekki umfjölluninni sem slíkri
Rammi bókarinnar er Metoo-umræðan í Svíþjóð og skrif Linderborg um stjórnunarstíl leikhússtjóra Borgarleikhússins í Stokkhólmi, Benny Fredrikson. Leikhússtjórinn framdi sjálfsvíg í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar um sig árið 2018. Linderborg var andlit þeirrar umræðu má segja, vegna þess að hún var þá menningarritstjóri Aftonbladet og landsþekkt.
Fréttaflutningurinn um Benny Fredrikson var birtur um sama leyti og til dæmis greinar sænska dagblaðsins Dagens Nyheter um Jean Claude Arnault, mann sem var sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn 18 konum sem á endanum var sakfelldur fyrir tvær nauðganir.
Mál Fredrikson snerist samt ekki um að hann hefði áreitt einhvern kynferðislega. Það snerist um að hann hefði verið harður yfirmaður sem haldið hefði verndarhendi yfir leikurum sem áreittu konur, auk þess sem Aftonbladet staðhæfði að hann hefði þvingað konu til að fara í fóstureyðingu. Þegar Fredrikson framdi sjálfsvíg var Linderborg kennt um það víða á opinberum vettvangi.
Linderborg var hins vegar ekki fréttamaðurinn sem rannsakaði mál Fredrikson og birti um það frétt í Aftonbladet, heldur menningarritstjóri sem vitnaði í rannsókn eigin blaðs um málið og tók henni sem gefinni staðreynd.
Linderborg segir til dæmis aðspurð að hún viti ekki nákvæmlega hvað blaðamaðurinn sem rannsakaði mál Fredrikson hafi haft fyrir sér í því að hann hefði þvingað konu til að fara í fóstureyðingu til að fá hlutverk í leikverki. Hún vitnaði samt í þetta atriði í grein á menningarsíðu Aftonbladet. Eftir á að hyggja segist hún skilja hvernig hún gat skrifað þetta þar sem Svíþjóð sé ekki miðaldasamfélag heldur frjálslynt og opið lýðræðissamfélag og eitt af þeim löndum heimsins þar sem jafnrétti kynjanna er hvað mest. Í slíku samfélagi þvingar enginn leikhússtjóri leikkonu að fara í fóstureyðingu segir hún.
Bók Linderborg er gagnrýnin, bæði á hana sjálfa og eins á marga aðra blaðamenn og fjölmiðla í Svíþjóð sem fjölluðu um Metoo-tilfelli á árunum 2017 til 2018.
„Auðvitað er það ekki ég sem drap hann“
Linderborg sér til dæmis efitir því hvernig hún skrifaði um Benny Fredrikson en hún segist ekki sjá eftir því að Aftonbladet hafi fjallað um mál hans, umfjöllunin hefði hins vegar átt að vera öðruvísi skrifuð og framsett. „Það sem ég held að sé áhugavert við bókina er að lesandinn sér það yfir margra vikna tímabil hvernig líf mitt smám saman hrynur. […] Ég vil einnig koma því á framfæri í bókinni að blaðamenn eru líka manneskjur og að blaðamennska er engin raunvísindi heldur eru það alls konar þættir sem hafa áhrif á það að textinn verður eins og hann er. Maður getur jafnvel skrifað eitthvað, eins og ég, sem maður skilur ekki hvernig maður getur skrifað. Ég hefði getað sleppt því að skrifa þessa bók og vonast til að fólk myndi gleyma mér en ég gerði það sem uppgjör mitt við örlög mín og þennan tíma og til að spyrja stærri spurninga um hlutverk blaðamanna almennt,“ segir Linderborg. „Eitt af því sem ég er ósátt við er að fleiri blaðamenn hafi ekki viðurkennt mistök sín. En aðrir verða að eiga sína samvisku við sig, ég hef reynt að sýna ábyrgð og gangast við mínum mistökum,“ segir hún.
Mótsagnakennd staða Linderborg
Linderborg er í dálítið sérstakri stöðu sem blaðamaður af því hún var einn af þeim blaðamönnum í Svíþjóð sem var hvað gagnrýnust á Metoo-umræðuna fyrst um sinn þar sem hún gagnrýndi sænska fjölmiðla fyrir að vinna ekki eftir vinnu- og siðareglum blaðamanna þegar fjallað var um menn sem voru vændir um kynferðislega áreitni. Hún var ósátt við að sögur um meinta áreitni sem byggðu kannski bara á einni heimild væru birtar gagnrýnislaust og án athugunar.
En svo þegar hún skrifaði sjálf um Metoo-mál, í tilfelli Fredrikson, þá varð hún sjálf að miðpunkti þeirrar gagnrýni á vægðarleysi og siðleysi Metoo-umræðunnar sem hún meðal annars sjálf hafði haldið uppi gagnvart öðrum blaðamönnum og fjölmiðlum. Hún var gagnrýnd fyrir í raun það versta sem einhver var gagnrýndur fyrir í Svíþjóð: Að vera valdur að sjálfsmorði.
„Það er þetta sem er áhugavert og flókið við mína stöðu. Ég var lengi vel gagnrýnd fyrir að vera krítísk á Metoo-blaðamennskuna en svo skrifa ég grein sem er sögð vera ástæða fyrir sjálfsmorði. Auðvitað er það ekki ég sem drap hann en ég ber samt ábyrgð á því að hafa birt lélega blaðamennsku og þeirri ábyrgð gengst ég við. Mitt tilfelli er mjög mótsagnakennt, mjög mótsagnakennt. Og það er kannski það sem ég er að segja: Að blaðamennska getur verið mjög mótsagnakennd. Allt gerist svo hratt, það eru svo miklar tilfinningar í spilinu, maður er kannski stressaður eða þreyttur, leiður heima hjá sér og svo kannski skrifar maður grein. Stóra vandamálið í því sem ég skrifaði er ekki það að ég hafi sagt að stjórnunarstíll Benny Fredrikson hafi einkennst af ógnarstjórn heldur það að ég sagði að hann hefði þröngvað leikkonu til að fara í fóstureyðingu,“ segir Linderborg um þetta.
Linderborg segir að bókin endurspegli þær mótsagnir sem bærðust innra með henni á þessum tíma í tengslum við Metoo. „Þegar maður skrifar dagbók og svo les hana yfir sér maður hvað manneskjan er ósamkvæm sjálfri sér, hún er mótsagnakennd, órökrétt, og mér fannst mikilvægt að birta þá mynd og leyfa lesandanum að sjá hana. Þetta er dagbókin mín eins og ég skrifaði hana en þessi bók er bara 1.500 blaðsíðum styttri. Svona lítur hugsandi líf og lifandi líf út, það er reikult og fullt af mótsögnum.“
Sjálfsmorð leikhússtjóransBenny Fredrikson framdi sjálfsmorð eftir umfjöllun Aftonbladet um stjórnunarstíl hans.
Hvað var gott og hvað var slæmt við Metoo?
Þegar Linderborg er spurð þeirrar spurningar hvað var jákvætt eða gott við umræðuna um Metoo og hvað var slæmt við þessa umræðu segir hún, í stuttu máli, að það sem hafi verið gott séu breytt viðmið til framtíðar um kynferðislega áreitni gegn konum: „Ég held að Metoo hafi hjálpað til með að opna augu fólks fyrir því hversu útbreidd kynferðisleg áreitni gegn konum er, meðal annars á vinnustöðum. Þetta var jákvætt. Í dag eru langflestir vinnuveitendur orðnir meðvitaðir um þetta og þeir eru komnir með aðgerðaáætlanir um hvernig eigi að reyna að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Þetta er gott.“
Við þeirri spurningu um hvað hafi verið slæmt við Metoo-umræðuna segir Linderborg að það séu einkum tvö atriði.
Fyrra atriðið er hugmyndafræðilegt þar sem konum hafi verið stillt upp á mjög passívan hátt segir Linderborg. „Í mínum huga var Metoo-hreyfingin íhaldssöm í þeim skilningi að konum var stillt upp sem veikgeðja einstaklingum: Konur bera enga ábyrgð, konur skilja ekki, konur eru alltaf fórnarlömb og konur geta ekki sagt nei og svo framvegis. Ég vil ekki að mér sé stillt svona upp, við konur erum ekki svona. Stundum er það svo að það er erfitt að segja einhverjum að hætta og segja nei og einhver getur lent í kynferðislegri áreitni. Konum var stillt þannig upp að þær gætu ekki logið, að þær gætu ekki misnotað aðstöðu sína, að þær gætu ekki unnið í vondri trú, að konur hefðu engin völd. Og þetta er bara ekki satt, konur er líka manneskjur, alveg eins og karlmenn. Þannig að mér fannst þetta vera vandamál,“ segir Linderborg.
Í bók sinni tekur Linderborg dæmi um það þegar hún upplifði atburð í kynlífi sem myndi flokkast sem tilraun til nauðgunar samkvæmt nýlegum ákvæðum í sænskum lögum þar sem veita þarf samþykki fyrir kynferðisathöfnum til þess að þær flokkist ekki sem nauðgun. Linderborg segir frá því þegar hún stundaði kynlíf með manni, með gagnkvæmum vilja beggja, um borð í ferju frá Stokkhólmi þegar hún var ung. Meðan á kynlífi þeirra stóð gerði maðurinn tilraun til að setja getnaðarlim sinn í endaþarm hennar án þess að hafa spurt hana að því áður. Linderborg sagði ekki neitt þegar maðurinn reyndi þetta en hún hvorki gaf samþykki sitt né kunni að meta tilraun hans. Hún veltir því fyrir sér í bókinni hvort rétt hefði verið að þessi maður hefði verið ákærður og dæmdur fyrir nauðgun ef svo hefði borið undir þar sem tilraun hans til endaþarmsmaka hefði ekki verið með hennar samþykki.
Linderborg spyr því stöðugt spurninga í bókinni og ræðir krítískt um efnið sem hún tekst á við. Í þessu tilfelli sagði Linderborg ekki nei og hún lýsir reynslunni sem erfiðri en er samt ekki endilega á því að maðurinn hefði átt að vera dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar.
Sér eftir umfjölluninni um FredriksonÅsa Linderborg sér eftir umfjölluninni um Benny Fredrikson, sérstaklega þeirri staðhæfingu að hann hafi neytt konu til að fara í fóstureyðingu.
Alls 27 brot á siðareglum vegna Metoo
Seinna atriðið sem Linderborg nefnir snýst um vinnu- og siðareglur blaðamanna. „Í sumum fréttum var einhver vændur um eitthvað gróft á grundvelli nafnlausra heimilda. Í sumum tilfellum var bara ein nafnlaus heimild. Það birtust fréttir þar sem nafngreindur aðili var vændur um grófan hlut, eins og til dæmis nauðgun, á grundvelli nafnlausrar heimildar án þess að viðkomandi hafi verið dæmdur fyrir það,“ segir Linderborg og bætir því við að eitt af lykilatriðunum sem skilji að vel unnar og slælega unnar fréttir um Metoo sé fjöldi þeirra vitnisburða sem hafi legið á bak við einstaka fréttir.
Linderborg segir til dæmis að umfjölllun Dagens Nyheter um Jean Claude Arnault hafi verið betur unnin en margar aðrar. „Átján konur eru ekki ein kona,“ segir Linderborg um greinina um Jean Claude Arnault þar sem 18 konur stigu fram og vændu hann um kynferðislega áreitni og leiddi sú grein síðar til þess að mál Arnaults var rannsakað og hann var dæmdur fyrir tvær nauðganir. „Tveimur vikum áður hafði sama dagblað birt frétt sem var byggð á einni heimild um mann þar sem hann var „tekinn af lífi“. Heimildin var fyrrverandi eiginkona mannsins og hún vændi hann ekki um neitt ólöglegt heldur var maðurinn bara sagður vondur og leiðinlegur,“ segir Lindeborg.
Fréttirnar um Metoo voru því alls konar, samkvæmt Linderborg. Sumar voru vel unnar að hennar mati, eins og fréttirnar um Jean Claude Arnault sem hún þó er líka gagnrýnin á, en aðrar ekki, eins og fréttirnar um blaðamanninn Fredrick Virtanen og sjónvarpsmanninn Martin Timmell. Mat á fréttunum þarf að byggja á því hversu þéttar heimildirnar voru á bak við þær.
Fjölmiðlasiðanefnd Svíþjóðar endaði á því að komast að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlar í Svíþjóð hefðu í 27 skipti brotið gegn siðareglum blaðamanna í fréttum um Metoo-tengd mál segir Linderborg. Þar af var dagblaðið Expressen efst á blaði með fimm einstök brot á siðareglum en alvarlegasta brotið framdi Aftonbladet í fréttum sínum um Benny Fredrikson. Fjölmiðlar voru einnig sagðir hafa brotið siðareglur í umfjöllunum um þá Virtanen og Timmel, sem báðir voru sakaðir um nauðganir í fjölmiðlum á grundvelli einnar heimildar – lögregla vísaði svo frá málum þeirra beggja. Fjölmiðlasiðanefndin taldi því að margir fjölmiðlar í Svíþjóð hefðu gengið of langt í umfjöllun sinni um Metoo.
Sýknaður af ákæru um nauðgunEinn af þeim sem fór illa út úr Metoo-umræðunni í Svíþjóð var sjónvarpsmaðurinn Martin Timmell. Hann var ákærður en svo sýknaður fyrir að hafa snert kynfæri konu í heitum potti. Siðanefnd Svíþjóðar sagði nokkur blöð sem fjölluðu um hann hafa brotið siðareglur með umfjöllun sinni.
Dæmd í fangelsi fyrir rógburðBlaðamaðurinn Fredrik Virtanen var vændur um nauðgun og var fjallað um það í blöðum á grundvelli vitnisburðar konunnar sem um ræddi, Cissi Wallin. Mál Virtanens var rannsakað af lögreglu en fellt niður. Cissi Wallin var svo ákærð fyrir grófan rógburð gegn Virtanen og hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm og gert að greiða Virtanen á aðra milljón í skaðabætur.
Mynd: b'Carl-Fredrik Hammersland '
Hvaða lærdóm er hægt að draga af Metoo?
Linderborg segir að þau mistök sem hafi verið gerð í Metoo-umfjöllunum í Svíþjóð séu harmleikur vegna þess að það er svo mikilvægt að raunveruleg kynferðisbrot séu afhjúpuð og að það séu sannarlega einnig dæmi um slíkt í fréttunum um Metoo. „Þetta er harmleikur, finnst mér, og ég vil að við tölum um þetta. Hvaða lærdóm er hægt að draga af þessu? Að blaðamenn eigi ekki að flýta sér svona mikið, að maður verði að vera með eins margar heimildir og vitnisburði og mögulegt er og að maður eigi að vera með eins lítið af nafnlausum heimildum og maður getur,“ segir Linderborg og má skilja hana sem svo að umfjöllun hennar um Metoo snúist á endanum um það hvað sé góð og vel unnin blaðamennska og hvað sé lélegt og illa unnið efni.
Linderborg segir að einn af lykilþráðunum og lærdómunum í bókinni sé sú skoðun hennar að blaðamenn séu ekki og eigi ekki að vera aktívistar fyrir eða gegn tilteknum málaflokkum. Hún telur að það sé þetta, að blaðamenn í Svíþjóð hafi tekið afstöðu í Metoo og orðið að aktívistum, sem hafi gert það að verkum að svo mörg mistök voru gerð í umfjöllunum um Metoo. „Þetta er einn af lærdómunum í bókinni. Blaðamenn eiga ekki að vera aktívistar, við eigum ekki að taka afstöðu, við eigum að vera leiðandi kraftur í einhverri svona fjöldahreyfingu,“ segir Linderborg.
Varð sín eigin dæmisaga
Þegar Linderborg er spurð að því hvort hún telji að umfjöllunin um Metoo muni breyta einhverju í vinnubrögðum blaðamanna til lengri tíma litið þá segir hún að kannski breytist eitthvað tímabundið en varla til frambúðar. „Við höfum til dæmis nú þegar séð heimildamyndir sem hafa verið sýndar eftir Metoo þar sem menn hafa verið vændir um hluti en þar sem fjölmiðlarnir ákváðu að birta ekki nöfn viðkomandi. Ég er nokkuð viss um að þetta hefði ekki gerst fyrir Metoo og þá hefðu mennirnir líklega verið nafngreindir. En til lengri tíma litið þá held ég að fjölmiðlar muni gera nákvæmlega sömu mistök ef sambærilegt ástand skapast aftur.“
Myndin sem Linderborg dregur upp af Metoo er því hvorki svört né hvít heldur grá.
Hún telur að umfjöllunin sem kennd er við Metoo hafi haft jákvæðar afleiðingar af því að meiri meðvitund sé nú um kynferðislega áreitni í samfélaginu en áður. Á sama tíma telur hún að sænskir fjölmiðlamenn hafi gengið of langt í skrifum sínum um einstök Metoo-mál og kastað vinnureglum sínum fyrir róða í skrifum sínum.
Á einum stað í bók sinni segir Linderborg að hún sjálf hafi orðið að dæmisögu um það sem hún sjálf var að gagnrýna: „Ég er frábært dæmi um það sem ég reyndi að gagnrýna í öðrum greinum þetta haust. Ritstjóri og blaðamaður sem missir sig.“
Skilja má Linderborg þannig í bókinni að uppgjörið við Metoo-umræðuna snúist því um það á endanum hvað var góð og vel unnin og gagnrýnin blaðamennska og hvað var verr unnið á grundvelli færri vitnisburða og heimilda um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
55365
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
4
Fréttir
88161
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
5
Þrautir10 af öllu tagi
3453
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þraut frá í gær, hlekkur. * Fyrri aukaspurning. Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar...
6
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
7
FréttirMorð í Rauðagerði
4
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
Mest deilt
1
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
55365
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
3
Fréttir
88160
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
4
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
5
MenningMetoo
885
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
6
Þrautir10 af öllu tagi
3061
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
7
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
3
ViðtalHeimavígi Samherja
20171
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
4
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
142
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
5
FréttirHeimavígi Samherja
1568
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
6
Fréttir
8
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
7
FréttirSamherjaskjölin
66377
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
3
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
4
Viðtal
16460
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
5
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
6
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
120
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Þrautir10 af öllu tagi
3061
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
Mynd dagsins
114
Skjálfandi jörð
Síðan skjálftahrinan byrjaði síðastliðinn miðvikudag hafa rúmlega 11.500 skjálftar mælst á Reykjanesinu. Og heldur er að bæta í því á fyrstu tólf tímum dagsins í dag (1. mars) hafa mælst yfir 1500 skjálftar, þar af 18 af stærðinni 3.0 eða stærri. Virknin í dag er staðbundin en flestir skjálftana eiga upptök sín við Keili og Trölladyngju, sem er skammt frá Sandfellsklofa þar sem er mynd dagsins er tekin.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
57367
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
Blogg
16
Halldór Auðar Svansson
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, ritaði í síðasta mánuði grein um Reykjavíkurborg þar sem kunnugleg Valhallarstef um rekstur borgarinnar koma fyrir. Söngurinn er gamall og þreyttur, hann gengur út á að reynt er að sýna fram á að í samanburði við þær einingar sem Sjálfstæðismenn eru að reka – ríkissjóð og önnur sveitarfélög – sé allt...
MenningMetoo
885
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
Fréttir
315
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Færri einstaklingar voru lýstir gjaldþrota á síðasta ári en árin tvö á undan. Hið sama má segja um nauðungarsölur á eignum. Þá fækkaði fjárnámum einnig.
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir