Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
2

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði
7

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans

Utanríkismálanefnd Alþingis leitaði álits fyrrverandi utanríkisráðherra sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ósæmilega háttsemi gagnvart konum og stúlkum. Aðeins einn annar einstaklingur fékk umsagnarbeiðni.

Utanríkismálanefnd bað Jón Baldvin um umsögn vegna þriðja orkupakkans
johannpall@stundin.is

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var beðinn um að veita utanríkismálanefnd Alþingis umsögn um innleiðingu þriðja orkupakkans.

Nefndin sendi 127 aðilum umsagnarbeiðnir þann 11. apríl síðastliðinn vegna umfjöllunar um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkismálaráðherra þess efnis að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn verði staðfest.

Var einkum leitað til samtaka, stofnana og sveitarfélaga, en auk þess voru tveir einstaklingar beðnir um að veita umsögn. Þetta eru þau Jón Baldvin, sem lék lykilhlutverk við undirritun og lögfestingu EES-samningsins á Íslandi, og Maria Elvira Mendez Pinedo, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands. 

Jón Baldvin hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni en fjórar konur stigu fram í Stundinni í janúar síðastliðnum og lýstu framgöngu hans.

Nýjasta atvikið mun hafa átt sér stað á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, á Spáni síðasta sumar en það elsta varðar meinta áreitni hans gagnvart tveimur 13 og 14 ára nemendum sínum þegar hann var kennari í Hagaskóla.

Þá steig mágkona hans fram í viðtali við Stundina og sagði frá meintri áreitni hans, auk þess sem nemendur við Menntaskólann á Ísafirði lýstu atvikum frá því hann var skólameistari þar.

Jón Baldvin hefur sagt frásagnirnar uppspuna sem runninn sé undan rifjum dóttur hans. Að því er fram kom í viðtali við Jón Baldvin í Silfri Egils í febrúar vinnur hann nú að bók um ásakanirnar á hendur sér sem ber titilinn Vörn fyrir æru: Hvernig fámennur hópur öfgafemínista hefur sagt réttarríkinu stríð á hendur. Hefur hann skrifað fjölda greina þar sem hann varar við því að mannorð fólks sé eyðilagt, án dóms og laga, í nafni kynjajafnréttis.  

Jón Baldvin, sem nú er einn af talsmönnum samtakanna Orkan okkarsendi Alþingi umsögn um innleiðingu þriðja orkupakkans þann 17. apríl síðastliðinn. Í umsögninni segist Jón Baldvin andvígur einkavæðingu orkufyrirtækja og því að fjárfestar, innlendir jafnt sem erlendir, geti keypt virkjanarétt og forræði yfir nýtingu auðlindarinnar.

„Þetta er og hefur verið grundvallarafstaða okkar jafnaðarmanna varðandi eignarhald á og nýtingu þjóðarauðlinda. Þessi afstaða er studd reynslu annarra þjóða, þar sem vanhugsaðar tilraunir með einkavæðingu grunnþjónustu af þessu tagi hafa skaðað almannahagsmuni. Þess vegna vara ég eindregið við að innleiða löggjöf, sem til skamms tíma virðist vera meinlaus, en getur haft ófyrirséðar og skaðlegar afleiðingar síðar,“ skrifar hann. 

Óttast fyrrverandi utanríkisráðherra að þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin hefur kynnt vegna orkupakkans reynist haldlitlir. Þá telur hann ljóst að sameiginleg yfirlýsing núverandi orkumálastjóra ESB og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra muni reynast marklaus. Hann bendir á að EES-samningurinn veiti aðildarríkjum rétt til að hafna innleiðingu löggjafar á tilteknu málefnasviði ef hún er ekki talin eiga við. „Fyrir þessu eru mörg fordæmi. Höfnun innleiðingar hefur ekki í för með sér nein viðurlög. Afleiðingin er sú, að málinu er vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyrirvarar, sem öruggt hald er í.“

Loks segir hann að ef Evrópusambandið hætti að virða vilja kjósenda í aðildarríkjum EES-samningsins sé hætt við að stuðningur við EES- samninginn fari þverrandi. „Þar með getur EES-samningurinn, með öllum þeim ávinningi sem hann hefur tryggt Íslandi á undanförnum aldarfjórðungi, verið í uppnámi. Á því bera þá þeir einir ábyrgð, sem vilja þröngva þriðja orkupakkanum upp á þjóðina – með ófyrirséðum afleiðingum og í trássi við þjóðarviljann.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
2

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði
7

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·

Mest deilt

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
1

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
3

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
4

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
5

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest deilt

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
1

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
3

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
4

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
5

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
4

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
4

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Nýtt á Stundinni

Japansdvöl breytti mínu lífi

Japansdvöl breytti mínu lífi

·
Kona fer í stríð

Illugi Jökulsson

Kona fer í stríð

·
Enn önnur fasistaheimsókn?

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·