Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
3

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
4

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir framsalskröfu bandarískra stjórnvalda hluta af mun viðameiri málaferlum sem standi til gegn Julian Assange stofnanda samtakanna. Hætt sé við því að Assange eigi yfir höfði sér áratugalanga fangelsisrefsingu verði hann framseldur.

Framsalskrafan einungis toppurinn á ísjakanum
jonbjarki@stundin.is

Þær ásakanir sem fram koma á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar eru einungis toppurinn á ísjakanum, settar fram í pólitískum tilgangi og til að auðvelda framsal hans til Bandaríkjanna. Ljóst er að fleiri og enn alvarlegri ásakanir bíða handan við hornið.

Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, í samtali við Stundina.

„Þarna er ætlunin að reyna að búa til lágan þröskuld til að auðvelda það að hann sé framseldur, það er alveg klárt mál og nú þegar búnar að leka um það upplýsingar að í Bandaríkjunum bíði hans fleiri ákærur.“

Assange er í ákæru bandarískra yfirvalda sakaður um samsæri, að hafa hjálpað Chelsea Manning að hakka sig inn á leynilegan gagnagrunn með ríkisleyndarmálum, sem og að hafa hvatt Manning til að nálgast frekari gögn þegar hann svaraði með þeim orðum að forvitin augu þornuðu aldrei. „Ef þú segir þetta við heimildarmann þinn þá ert þú semsagt orðinn sekur um samsæri og ert að hvetja til lögbrota. Hvers lags djöfulsins þvæla er þetta?“

„Bandarísk stjórnvöld hafa mjög lævíslega bundið þessa ákæru við einhverskonar meint samsæri á milli Julian Assange og Chelsea Manning“

Allt að fimm ára fangelsi liggur við umræddum brotum en núverandi ritstjóri Wikileaks er sannfærður um að umrædd ákæra sé einugnis toppurinn á ísjakanum.

„Bandarísk stjórnvöld hafa mjög lævíslega bundið þessa ákæru við einhverskonar meint samsæri Julian Assange og Chelsea Manning. Það er auðvitað auðveldara fyrir Breta að fleygja honum út í fangavél á grundvelli þess að hann eigi yfir höfði sér maximum fimm ára fangelsi, en ef hann á yfir höfði sér áratugafangelsi eða dauðarefsingu.“

„Stórkostleg árás á fjölmiðlun“

Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum í gær en þar hafði hann haldið til síðan þáverandi stjórnvöld í Ekvador ákváðu að veita honum diplómatíska vernd fyrir um sjö árum síðan.

Undanfarið ár hefur svo verið þrengt verulega að Assange í sendiráðinu, svo mikið að á stundum var lokað á öll hans samskipti við umheiminn. Loks afturkölluðu stjórnvöld þá vernd sem þau höfðu veitt honum. Hann var handtekinn fyrir að hafa rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli á sínum tíma auk þess sem bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal hans.

Kristinn segir ánægjulegt að sjá vaxandi pólitískan skilning á því hvað handtaka Julian Assange sé alvarlegt mál. Þannig hafi Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sem og aðrir meðlimir hans lýst því yfir að Bretar eigi alls ekki að framselja hann til Bandaríkjanna, auk þess sem ýmis mannréttindasamtök hafi þegar tekið við sér.

„Þannig að þrátt fyrir allan hávaðann sem er að grautast í kring um málið þá glittir nú í kjarnann. Ég vona að það verði ofan á, að menn sikti út aukaatriðin og einbeiti sér að aðalatriðunum í þessu máli, sem er auðvitað að þetta er stórkostleg árás á frjálsa fjölmiðlun, hvorki meira né minna en það.“

Assange ataður auri

Lenín Moreno, forseti Ekvador, og meðlimir úr ríkisstjórn hans hafa síðastliðinn sólarhring staðið í ströngu við að svara fyrir málið heimafyrir en stjórnin er meðal annars sökuð fyrir að ganga erinda Bandaríkjanna. Málsvörn yfirvalda hefur byggt á því að Assange hafi brotið ýmsa skilmála sem hann átti að undirgangast og að hann hafi hreinlega ekki verið húsum hæfur. „Maður er að taka eftir því að það er verið að dreifa ótrúlega miklum áburði til þess að sverta Julian,“ segir Kristinn sem bætir við að örvæntingarfull stjórnvöld í Ekvador séu með þessu að reyna að búa til réttlætingu fyrir sínu smánarlega athæfi gagnvart Assange.

Þannig hafi utanríkisráðherra Ekvador farið með heila möppu af meintum brotum Assange á hælisskilmálum fyrir þingið þar í landi í gær. „Það innihélt hluti eins og að hann hefði farið með útvarpstæki inn í herbergi og hækkað í því til þess að tryggja að fundur hans og annars manns yrði ekki tekinn upp,“ segir Kristinn sem bætir við að þetta sé hárrétt, Assange hafi skiljanlega gert þetta þegar þeir hittust síðast.

„Annað brot sem liggur fyrir skjalfest hjá sendiherranum, er að hann beindi lampa að myndavélunum til þess að hindra að fundir sem hann ætti væru myndaðir. Þá voru þarna dylgjur um að hann hefði farið illa með köttinn sinn og ég veit ekki hvað og hvað. Hvað á maður að segja? Þetta er fáránlegt, þetta er barnalegt og þetta er hreint og beint ekkert annað en tilraun til þess að búa til einhverja réttlætingu um að það hafi verið í fína lagi að bjóða lögreglu inn á gafl til þess að taka hann út.“ Þá hafi jafnvel enn fjarstæðukenndari en ógeðfelldari ásakanir verið bornar fram sem virðist hafa það eina markmið að afmennska Assange, svo sem eins og að hann hafi gengið svo langt að maka saur upp um alla veggi sendiráðsins.

Dómurinn afgreiddi málið á tveimur tímum

Kristinn segir að nú sé verið að ferla Assange inn í refsivörslukerfið í Bretlandi. Hið jákvæða sé að nú muni hann komast í læknisþjónustu og eiga kost á óhindruðum heimsóknum. „Að því gefnu að þeir ákveði ekki að setja hann í einangrunarvist, sem væri náttúrulega fullkomlega svívirðileg framkoma, þá hefur hann náttúrlega greiðari aðgang að fólki og umhverfi og heimsóknum heldur en var orðið undir það síðasta þarna í sendiráði Ekvador, þar sem framkoman var orðin nánast eins og svívirðilegasta framkoma við einangrunarfanga.“

„Það er búið að brjóta þannig á honum í þessu sendiráði að þeir í Ekvador kærðu sig ekki um að fá um það skýrslu frá sérlegum fulltrúum Sameinuðu þjóðanna“

Sérstakur fulltrúi friðhelgis einkalífs hjá Sameinuðu þjóðunum hugðist heimsækja Assange í sendiráð Ekvador í liðinni viku envar meinaður aðgangur. „Þeir féllust á að hleypa honum inn þann 25. þessa mánaðar og þá vissu þeir svo sem alveg að honum yrði ýtt út fyrir þann tíma. Það er búið að brjóta þannig á honum í þessu sendiráði að þeir í Ekvador kærðu sig ekki um að fá um það skýrslu frá sérlegum fulltrúum Sameinuðu þjóðanna.“ Kristinn býst við því að það geti tekið tvö til þrjú ár að útkljá framsalskröfuna fyrir breskum dómsstólum, að því gefnu að hægt verði að halda uppi eðlilegum vörnum.

„Ekki var nú byrjunin góð í gær, þegar maður er dreginn inn í réttarsal rétt fyrir hádegi og tveimur tímum síðar er búið að dæma hann sekann um að hafa hlaupið undan tryggingu án þess að nokkuð tillit sé tekið til málsvarna. Þegar umræddur dómari fitjaði svo upp á nefið og hafði uppi stórkostlega sleggjudóma um manninn sem var fyrir framan hann, kallaði hann narsissista, og hafði uppi komment sem svo að honum væri nú bara fullkomlega heimilt að játast undir framsalskröfuna þá og þegar svo hann gæti nú bara drifið sig yfir hafið og klárað það mál, sá maður að réttarkerfið er engan veginn óhlutdrægt og óvildin getur sprottið fram á ýmsum stigum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
3

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
4

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
7

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
5

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
5

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“