Mest lesið

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
4

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur
5

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·
Stundin #100
September 2019
#100 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. september.

Brynjar Níelsson um mál Jóns Baldvins: „Ég get alveg stofnað síðu“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir konurnar 23 sem greina frá meintri áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á vefsíðu taka réttlætið í eigin hendur og reyna að meiða hann.

Brynjar Níelsson um mál Jóns Baldvins: „Ég get alveg stofnað síðu“
Segir Jón Baldvin verða fyrir opinberri smánun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að konur sem lýst hafa áreitni og ofbeldi af hendi Jóns Baldvins Hannibalssonar séu að ráðast á mann sem ekki geti varið sig.  Mynd: xd.is
steindor@stundin.is

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir konurnar 23 sem birt hafa sögur sínar af meintri kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á vefsíðu ráðast á hann og reyna að meiða hann. Segir hann að allir geti lent í slíkri opinberri smánun.

Brynjar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Var umræðuefnið opinber smánun, í samhengi við mál Jóns Baldvins og Klaustursþingmannanna.

„Ég get alveg sagt sögur af ósæmilegri hegðun fólks sem ég hef orðið vitni að eða beinst hefur gegn mér og búið til síðu um það,“ sagði Brynjar. „Það bara hvarflar ekki að mér því ég hef engan áhuga á að meiða fólk með þessum hætti.“

Sagði Brynjar þetta vera hegðun sem ætti ekki heima í íslensku samfélagi. „Það er svo mikilvægt að menn bara líti í eigin barm og velti fyrir sér „ég get líka lent í þessu“,“ sagði hann.

Brynjar sagði að konurnar hefðu beðið í áratugi og ætlað svo að ráðast gegn manni sem eigi engan séns á að verja sig. „Fólk er náttúrulega að taka réttlætið í eigin hendur. Og þá á að ráðast á og meiða einhvern mann af því að hann var ósæmilegur við mig einhvern tímann,“ sagði Brynjar.

Aldrei verið vonlaust að sækja réttar síns

Brynjar sagði að konurnar væru engu bættari með því að greina frá þessu opinberlega. Aðspurður hvort hann teldi réttarríkið hafi verið í stakk búið til að taka á svona málum þegar þau komu upp, sum fyrir yfir 50 árum, sagði Brynjar að það hafi aldrei verið vonlaust að sækja réttar síns innan kerfisins. „Þeir sem einhverja þekkingu hafa á þessu vita að það hefur aldrei verið vonlaust,“ sagði hann. „Ef þú telur á þér brotið, þá ferðu til viðkomandi yfirvalda.“

Helga Vala sagði konurnar vera að skila skömminni. „Það er allt í lagi að segja frá því sem gerðist. Er það bannað? Það er ekki bannað. Þú mátt segja frá því sem gerðist. Þetta er lífið þitt. Af hverju máttu bara segja frá góðum hlutum?“

Brynjar svaraði því þannig að fólk mætti greina frá því sem hefur hent það. „Fólk segir frá því endalaust. Þú ert að gera það til að refsa viðkomandi. Þú getur sagt þínum sálfræðingi, þínum vinum, þínum félögum frá. En það er allt annað en að stofna síðu á netinu til að safna saman til að refsa einhverjum manni sem þér fannst sýna ósæmilega hegðun eða hafa brotið gegn þér,“ sagði hann.

„Ég get alveg stofnað síðu sko,“ sagði Brynjar að lokum. „Ég er ekki bættur með því að þeim sem voru með ósæmilega hegðun gegn mér líði verr.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
4

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur
5

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð
4

Guðmundur Hörður

Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
6

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð
4

Guðmundur Hörður

Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
6

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Nýtt á Stundinni

Ekki treysta Alþingi

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Ástin í franskri lauksúpu

Ástin í franskri lauksúpu

·
Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

·
Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

·
Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

·