Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sagði sig ekki frá málinu en bað ráðuneytisstjóra um að gæta hlutleysis

Ráð­herra hélt upp­lýs­ing­um um af­skipti Braga Guð­brands­son­ar leynd­um fyr­ir Al­þingi, samdi við hann um full for­stjóra­laun frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og læk­aði Face­book-færslu um árás­ir eig­in­gjarnra barna­vernd­ar­starfs­manna á for­stjór­ann. Samt taldi hann sig hæf­an til að end­ur­skoða fyrri ákvörð­un ráðu­neyt­is síns.

Sagði sig ekki frá málinu en bað ráðuneytisstjóra um að gæta hlutleysis

Velferðarráðuneytið hefur endurskoðað fyrri ákvörðun um að Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu hafi farið út fyrir verksvið sitt í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða. Samkvæmt nýrri niðurstöðu Ásmundar Einars Daðasonar, félags og jafnréttismálaráðherra, sem ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri undirrita fyrir hans hönd, voru starfshættir Braga í samræmi við stjórnsýslulög. 

Í apríl síðastliðnum var Ásmundur Einar staðinn að því að hafa haldið því leyndu fyrir velferðarnefnd Alþingis að Bragi hefði verið snupraður af ráðuneytinu fyrir að hafa farið út fyrir verksvið sitt í Hafnarfjarðarmálinu. Þá kom í ljós að Ásmundur hafði ekki upplýst ríkisstjórnina um málið þegar Bragi Guðbrandsson var boðinn fram til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Ásmundur studdi framboðið eindregið, fór lofsamlegum orðum um Braga og lagði áherslu á það í umræðu um Hafnarfjarðarmálið að öll mál ættu sér tvær hliðar.

Fréttablaðið greindi svo frá því að ráðherra hefði samið við Braga um að hann yrði áfram á fullum forstjóralaunum, fyrst hjá Barnaverndarstofu og svo hjá velferðarráðuneytinu, meðan hann sinnir störfunum fyrir barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna (hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð þótt greiddur sé ferðakostnaður og dagpeningar þegar nefndin kemur saman), en um leið starfar Bragi við ráðgjöf og afmörkuð verkefni fyrir ráðherra.

Loks vakti athygli í sumar þegar Ásmundur Einar lækaði færslu á Facebook um öfundsjúka og eigingjarna barnaverndarstarfsmenn þar sem ýjað var að því að annarlegar hvatir lægju að baki kvörtunum undan störfum Braga. 

Þrátt fyrir allt þetta taldi ráðherra ekki ástæðu til að segja sig frá málinu þegar vinnubrögð Braga í Hafnarfjarðarmálinu voru tekin upp á ný. 

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, beindi spurningum til Ásmundar í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun. „Almenna reglan í stjórnsýslu samkvæmt umboðsmanni Alþingis er að embættismenn skuli ekki koma að endurskoðun eigin verka í eftirliti innan stjórnsýslunnar enda sé slík aðstaða almennt til þess fallin að valda hættu á því að endurskoðunin og eftirlitið fari ekki fram á hlutlægum forsendum og rýra tiltrú aðila máls sem og almennings á því að svo sé,“ sagði Halldóra. „Hvers vegna sagði ráðherra sig ekki frá málinu, jafn viðkvæmu máli og raun ber vitni? Var ráðherra hæfur til þess að taka það fyrir og komast að niðurstöðu? Er þetta til þess fallið að efla traust?“

Í ræðu sinni viðurkenndi Ásmundur að hann hefði sjálfur rætt við ráðuneytisstjóra um málið og beint því til hans að „tryggja að hlutleysis væri gætt“. Þá sagði Ásmundur að Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og dósent við HÍ – sem Ásmundur kallaði „þennan ágæta lögmann“ – hefði „séð um málið fyrir hönd ráðuneytisins“.

Samkvæmt niðurstöðuskjalinu sem Bragi Guðbrandsson sendi fjölmiðlum í gærkvöldi voru það Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri og Vilborg Hauksdóttir skrifstofustjóri sem komust að niðurstöðu í endurupptökumálinu fyrir hönd ráðherra. Kemur nafn Kristínar Benediktsdóttur hvergi fyrir. Engu að síður hvatti Ásmundur til þess í ræðustól að Kristín yrði kölluð fyrir velferðarnefnd til að svara fyrir málið.

Halldóra Mogensen gagnrýndi Ásmund Einar og Katrínu Jakobsdóttur harðlega í ræðu sinni í morgun. „Ráðherra barnaverndarmála leyndi velferðarnefnd grundvallarupplýsingum þegar hann var spurður út í þessi mál á sínum tíma. Velferðarráðuneytið klúðraði einföldustu stjórnsýsluatriðum í athugun sinni á þessum alvarlegu árekstrum innan stjórnkerfisins í einum viðkvæmasta málaflokki sem til er,“ sagði hún.

„Við þetta bætist að hæstvirtur forsætisráðherra notaði villandi málflutning þegar hún kynnti fyrirætlun sína um að óháð nefnd myndi fara yfir þessi mál öll á breiðum grunni á sínum tíma. Í ljós kom að velferðarráðuneytið fékk að hafa puttana í rannsókninni og leggja hópnum línurnar um hvað skyldi skoðað. Ekki sérlega óháð, er það?“ Þá sagðist hún vona að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skoðaði framgöngu ráðherranna gagnvart þinginu í þessu máli sem allra fyrst. „Fyrr er ekki hægt að treysta ráðherra, nú eða ríkisstjórninni yfir höfuð, fyrir heildarendurskoðun þessa málaflokks.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár