Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Málsvörn Braga á skjön við gögn málsins – skráði ekkert sjálfur

Gögn og skráð sam­skipti benda til þess að af­inn og amm­an hafi mátt hitta stúlk­urn­ar en Bragi Guð­brands­son hafi beitt sér fyr­ir því, í sam­ráði við af­ann, að móð­ir­in hætti að „tálma um­gengni“ föð­ur við börn­in sín. Stund­in birt­ir minn­is­blað Braga Guð­brands­son­ar til vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Málsvörn Braga á skjön við gögn málsins – skráði ekkert sjálfur

Málflutningur Braga Guðbrandssonar þess efnis að afskipti hans af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði hafi ekki tengst umgengni föður við dætur sínar stangast á við gögn málsins, tölvupóstsamskipti, símtalslýsingu Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar og minnisblað sem forstjóri Barnaverndarstofu skilaði velferðarráðuneytinu vegna rannsóknar þess á kvörtunarefnum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. 

Allar þær upplýsingar sem Stundin hefur undir höndum sýna að Bragi Guðbrandsson hafði afskipti af umræddu máli vegna áhyggna af því að móðirin væri að beita ólögmætri tálmun með stuðningi barnaverndarnefndar. Slík tálmun lýtur eðli málsins samkvæmt að aðila sem á sjálfstæðan lögvarinn rétt til umgengni við börn, en réttur afa og ömmu til slíkrar umgengni er í gegnum foreldri, í þessu tilviki föðurinn sem hafði verið tilkynntur til lögreglu og Barnahúss vegna gruns um kynferðisbrot. 

„Snerist ekkert um föðurinn“

Stundin birti í gær staðfestan útdrátt úr símtali Braga Guðbrandssonar við barnaverndarstarfsmann í Hafnarfirði sem átti sér stað þann 4. janúar 2017.

Í gögnum sem Barnaverndarstofa sendi velferðarráðuneytinu þegar rannsókn þess á kvörtunum barnaverndarnefnda stóð yfir er ekki að finna neina samtímaskráningu Braga eða Barnaverndarstofu á umræddu símtali. Bragi viðurkenndi í Kastljósi í kvöld að hafa sjálfur ekkert skráð um samskiptin. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að „dokúmentera“ þau svaraði Bragi: „Nei, það er engin ákvörðun sem ég er að taka í þessu máli. Ég er ekkert að stíga inn í málið. Ég er að afla upplýsinga.“

Í viðtali við Spegilinn fyrr í dag sagðist Bragi hins vegar hafa látið „mjög sterk sjónarmið í ljós“ í samtali sínu við barnaverndarstarfsmanninn í Hafnarfirði þegar umgengni við dauðvona ömmu stúlknanna bar á góma.

„Ég játa að ég lét mjög sterk sjónarmið í ljósi um að þetta væri og ætti að komast í kring. Ég þekki rétt barnanna og börnin eiga rétt á umgengni við báðar fjölskyldur sínar. Í því samhengi og í þeim samskiptum sem ég átti þá snerist þetta ekkert um föðurinn heldur um lögvarinn rétt barnanna til að kveðja dauðvona ömmu sína og þess vegna lét ég þessi sjónarmið í ljós.“

Raunin er sú að þegar Bragi skipti sér af málinu í desember 2016 bauðst ömmu og afa stúlknanna að hitta þær. Móðirin vildi hins vegar ekki að afinn og amman hittu stúlkurnar ásamt föður þeirra meðan meint kynferðisbrot væru til skoðunar.

Föðurfjölskyldan leit á hátterni móðurinnar sem ólögmæta tálmun og kvartaði til forstjóra Barnaverndarstofu vegna gruns um að barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hefði „stutt móður barnanna í að tálma umgengni þeirra“ eins og Bragi orðar það í minnisblaði sem hann sendi velferðarráðuneytinu síðar.

Fullyrðir að grunnforsendan sé röng

Bragi Guðbrandsson neitaði því í viðtali við Mbl.is í gær að hafa beitt sér fyrir því að faðir stúlkna fengi að umgangast þær þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar og meðferðaraðila um kynferðislega misnotkun. Orðrétt segir í frétt Mbl.is um málið

„Sú grunn­for­senda í frétt Stund­ar­inn­ar að Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, hafi haft af­skipti af máli með það að mark­miði að faðir barns­ins fái aðgang að því er bein­lín­is röng. Þetta seg­ir Bragi í sam­tali við mbl.is. „Þetta er ekk­ert flókn­ara. Það er verið að ætla mér gjörð sem ég er sak­laus af,“ seg­ir hann. Með því sé hann þó ekki að gera því skóna að það hefði verið glæp­ur, ef þetta hefði verið ástæðan. „Þessi grunn­for­senda er hins veg­ar ein­fald­lega röng og það ættu menn að hafa séð í gögn­un­um, ef að þeir hefðu lesið þau.“

Að sama skapi sagði Bragi í samtali við Stundina í síðustu viku að kjarni Hafnarfjarðarmálsins væri sá að kvartað hefði verið undan meintum afskiptum barnaverndarnefndar af umgengnisdeilum. Hann hefði brugðist við þeirri kvörtun með því að hringja í barnaverndarstarfsmann og spyrja spurninga. „Kjarninn í þessu máli er sá að það er verið að kvarta yfir því að barnaverndarnefndin hafi haft afskipti af umgengnismáli. Mín aðkoma að þessu hefur ekkert að gera með umgengnisdeilu foreldranna, ekki neitt, og hafði ekkert með það að gera að pabbinn hitti barnið, hafði ekkert með það að gera,“ sagði Bragi. 

Tölvupóstssamskipti Braga og föður málsaðila og samtímalýsing Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar á símtali Braga og barnaverndarstarfsmanns sýna hins vegar að samskipti Braga við barnaverndarnefndina snerust meðal annars um umgengni föður við dætur sínar. 

Minnisblað Braga

Eftir að kvörtun barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar barst velferðarráðuneytinu löngu síðar ritaði Bragi minnisblað þar sem framsetningu Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar á afskiptum Braga er mótmælt.

Framsetningin af hálfu barnaverndarnefndarinnar birtist með eftirfarandi hætti í tölvupósti Þórdísar Bjarnadóttur, lögmanns og formanns Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar, um miðjan nóvember 2017:

Í minnisblaði Braga Guðbrandssonar til velferðarráðuneytisins vegna kvörtunar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar segir um umrætt barnaverndarmál:

Útstrikanir eru Stundarinnar.

Þetta minnisblað er að mestu í samræmi við málflutning Braga í fjölmiðlum undanfarna daga en þarna kemur þó skýrt fram að Bragi hafði samband við barnaverndarnefndina vegna gruns um að nefndin styddi „tálmun“ móður. 

Þegar Bragi ræddi við barnaverndarstarfsmanninn á sínum tíma hafði tilvísunarbréf vegna málsins – þar sem vísbendingum um meint kynferðisbrot var lýst – verið sent í Barnahús en legið óhreyft í pósthólfi þess um nokkurra vikna skeið auk þess sem tölvupóstkerfið bilaði á sama tíma. Lögreglu hafði jafnframt borist tilkynning frá barnaverndarnefndinni en ákveðið að bíða eftir könnunarviðtali Barnahúss. Hafði barnaverndarnefndin þá ráðlagt móðurinni að halda stúlkunum í „öruggu skjóli“.

Símtalslýsing barnaverndarnefndarinnar frá 4. janúar 2017 gengur í berhögg við þá málsvörn Braga að í samtalinu hafi hann einvörðungu verið að afla sér upplýsinga og með engum hætti skipt sér af því hvort faðirinn fengi að hitta dætur sínar. 

Fram kemur í símtalslýsingunni að barnaverndarstarfsmaðurinn hafi „ben[t] á að föðurforeldrum standi alltaf til boða að hitta stúlkurnar á heimili stúlknanna og segist Bragi vita það en að þá finnist þeim þau vera að svíkja son sinn sem þau trúa staðfastlega að sé saklaus“. 

Jafnframt segir í símtalslýsingunni:

„Föðuramma og afi voru ekki tilbúin til að hitta stúlkurnar án föður og móðir ekki tilbúin að leyfa umgengni þegar faðir væri viðstaddur. Afstaða móður hafi legið fyrir skv. tölvupóstum á milli lögfræðinga aðila.“

Stundin hefur umrædd tölvupóstssamskipti undir höndum og þau styðja þetta. 

Fram kemur að Bragi hafi lýst áhyggjum af því að móðirin væri að „tálma umgengni“, en tálmun lýtur samkvæmt skilgreiningu að aðila sem er talinn eiga lögvarinn rétt til umgengni við börn.

Að sama skapi kemur fram í minnisblaði Braga Guðbrandssonar um málið, sem skrifað var síðar, að umkvörtun til Barnaverndarstofu hefði lotið að því að starfsmenn Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar hefðu „stutt móður barnanna í að tálma umgengni þeirra“ og Bragi brugðist við þeirri kvörtun. 

Bragi sagði í Kastljósi í kvöld að símtalslýsingin frá Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar fangaði ekki efni samtals eins og hann minntist þess. Í símtalslýsingunni eru meðal annars eftirfarandi ummæli höfð eftir honum: „Bragi segir að honum finnist ótrúlegt að ef maðurinn sé raunverulega með pedófílu að hann brjóti á dætrum sínum strax og hann fái að hitta þær.“ Þegar Stundin bar setninguna undir hann í síðustu viku sagði hann: „Þetta sem þú ert að lesa upp kannast ég ekkert sérstaklega við. Ég er ekkert að segja að ég hafi ekki sagt neitt svona, ég veit það ekki. En þegar svona samtal er þá eru samstarfsaðilar að velta upp flötum og í þessu tilviki þá kom í ljós að barnaverndarnefndin hafði gert ýmsar ráðstafanir til að greiða fyrir umgengni.“ 

„Ég er ekkert að segja að ég hafi ekki
sagt neitt svona, ég veit það ekki“

Aðspurður hvort hann teldi ummælin tekin úr samhengi játti hann því en bætti svo við að honum þætti ólíklegt að hann hefði sagt þetta. Ef hann hefði sagt eitthvað í þessa veru hefði tilgangurinn verið sá að leggja „beittar spurningar fyrir barnaverndarstarfsmanninn til að kalla eftir hans viðbrögðum“. Bragi útskýrði málið með sams konar hætti í Kastljósi í kvöld og sagðist hafa viljað „laða fram“ sjónarmið barnaverndarstarfsmannsins.

Dagsektarúrskurður sýslumanns var felldur úr gildi

Líkt og áður hefur komið fram taldi móðirin sig beita föður lögmætri tálmun í ljósi vísbendinga sem fram höfðu komið um kynferðisbrot og skömmu áður verið tilkynnt.

Föðurfjölskyldan og Bragi kröfðust þess hins vegar að umgengnissamningur frá 2015 yrði virtur og afinn og amman fengju að hitta stúlkurnar ásamt föður þeirra.

Um þetta var deilt í desember 2016 samkvæmt gögnum málsins. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði hins vegar ráðlagt móðurinni að halda stúlkunum í „öruggu skjóli“ líkt og kemur fram í tölvupósti sem föðurnum barst 5. desember 2016, sama dag og málið var tilkynnt til lögreglu og tilvísun send í Barnahús. 

Eftir símtalið sendi Bragi afanum tövupóst og sagðist hafa skilið barnaverndarstarfsmanninn svo að „barnaverndin hafi ekkert við það að athuga að faðir systranna umgangist þær“. 

Þetta er ekki í samræmi við símtalslýsingu barnaverndarnefndarinnar og vekur einnig spurningar í ljósi fyrri ráðgjafar barnaverndarnefndar til móðurinnar um að tryggja stúlkunum „öruggt skjól“. 

Úr tölvupósti Braga til föður málsaðila.

Síðar átti Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu eftir að úrskurða um dagsektir á móðurina og nota ummæli úr tölvupósti Braga því til réttlætingar.

Dómsmálaráðuneytið felldi hins vegar úrskurðinn úr gildi, meðal annars á þeim grundvelli að meint kynferðisbrot gegn stúlkunum væru enn til skoðunar. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki tekin bein afstaða til þess hvort tálmun móður hafi verið lögmæt en hins vegar er niðurstaðan sú að ekki sé réttmætt að beita móðurina dagssektum vegna tálmunarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
3
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
7
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
„Það er enginn dómari í eigin sök“
8
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
9
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
10
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu