Á síðustu vikum í aðdraganda alþingiskosninga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar veitt verulega fjármuni til aðgreindra verkefna, komið umdeildum málum í ferli og lofað aðgerðum sem leggjast misvel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störfum og þingmenn hafa lítil færi á að sýna framkvæmdarvaldinu virkt aðhald.
FréttirKosningastundin
Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að reka ríkissjóð með halla um fyrirsjáanlega framtíð
Ráðast þarf í kerfisbreytingu í öllum velferðarmálum þar sem fjárfest verður í fólki segir Ásmundur Einar Daðason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Hefðbundin hugmyndafræði sem byggir á að það séu málaflokkar kalli bara á útgjöld er gjaldþrota að hans mati. Hann sjálfur og Framsóknarflokkurinn séu í sókn í átt að aukinni félagshyggju.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Boða fjárfrek verkefni en því sem næst engar tillögur til tekjuöflunar
Aðeins tvö af áttatíu áherslumálum Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningar myndu afla ríkissjóði beinna tekna. Fátt er um skýr áhersluatriði. Áfengiskaupaaldur og kjörgengi til forseta myndi færast niður í 18 ár ef áherslur flokksins ná fram að ganga.
FréttirLaugaland/Varpholt
Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
Félagsmálaráðuneytið svarar ekki bréfum kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi né heldur erindi lögmanns kvennanna. Lögbundinn frestur til að svara erindunum er útrunninn. Þrátt fyrir loforð þar um hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ekki boðið konunum til fundar að nýju.
FréttirLaugaland/Varpholt
Konurnar af Laugalandi óska eftir fundi með forsætisráðherra
Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla óska konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi eftir því að ríkisstjórnin framfylgi eigin samþykkt um að rannsakað verði af fullri alvöru hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi og illri meðferð þar.
FréttirLaugaland/Varpholt
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
Konur sem lýst hafa því að hafa verið beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi hafa ekki fengið svar við tölvupósti sem var sendur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra fyrir átján dögum síðan „Það átti greinilega aldrei að fara fram nein alvöru rannsókn,“ segir Gígja Skúladóttir.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ásmundur Einar mun hvetja til að rannsókn á Laugalandsmáli verði hraðað
Tryggt verður að fjárskortur standi því ekki fyrir þrifum að hægt verði að rannsaka hvort stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og ofbeldi, segir félagsmálaráðherra.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu
Rannsókn á því hvort stúlkur hafi verið beittar illri meðferð og ofbeldi á meðferðarheimilinu er enn á undirbúningsstigi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Vinna á rannsóknina meðfram daglegum verkefnum „og því ljóst að niðurstaðna er ekki að vænta á næstunni,“ segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin
Mánuður er liðinn síðan Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar var falið að rannsaka hvort stúlkur á Laugalandi hefðu verið beittar harðræði eða ofbeldi. Settur forstjóri hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar og forstjóri Barnaverndarstofu vill ekki veita viðtal.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ríkisstjórnin samþykkir að rannsaka Laugaland
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að kannað verði hvort börn sem vistuð voru í Varpholti og Laugalandi hafi orðið fyrir illri meðferð eða ofbeldi.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á Laugalandi líklega ákveðin á miðvikudag
Fulltrúar kvenna sem lýst hafa ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra fyrir helgi. Annar fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.