Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Efling sendir frá sér harðorða yfirlýsingu um „áróður ASÍ“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, sak­ar for­seta Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, um að tala eins og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.

Efling sendir frá sér harðorða yfirlýsingu um „áróður ASÍ“
Sólveig Anna Jónsdóttir Var nýverið kjörin formaður Eflingar og bar sigurðorð af lista stjórnar félagsins. Mynd: Pressphotos

 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, sakar Alþýðusamband Íslands um „áróður“ í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla í dag. Í yfirlýsingunni er fullyrt að Alþýðusambandið taki sér stöðu með Samtökum atvinnulífsins og tali gegn kröfum um auknar kjarabætur launafólks, sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna, hafa talað fyrir, en Ragnar boðaði meðal annars verkföll í ræðu sinni á alþjóðadegi verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.

Gylfi ArnbjörnssonForseti Alþýðusambandsins hefur verið gagnrýndur harðlega af formanni VR og formanni Eflingar fyrir linkind í kjarabaráttu.

Sólveig segir í yfirlýsingunni að þar sem „hin ríku verði ríkari og ríkari á meðan þau sem tilheyra lægri stéttum skuli vinna alla ævi án þess þó að geta nokkru sinni um frjálst höfuð strokið þegar kemur að efnahagslegri afkomu“ hafi verkafólk „fengið nóg“ og „látið í sér heyra“, en þá hafi Alþýðusamband Íslands komið af stað auglýsingaherferð, fjármagnaða af launþegum, sem styðji málstað Samtaka atvinnulífsins og atvinnurekenda.

„En þá bregður svo stórkostlega undarlega við að í stað þess að gleðjast og fylkja sér að baki kröfum um að reynt verði að vinna að efnahagslegu réttlæti á hinu stéttskipta Íslandi ákveður forysta ASÍ að taka afstöðu gegn öðrum talsmönnum verka- og láglaunafólks og senda frá sér áróðursefni sem augljóslega er beint gegn þeim háværu kröfum um jöfnuð sem hér hafa hljómað, áróðursefni sem dregur upp þá mynd að best sé fyrir allt þjóðfélagið að raddir þeirra sem tilheyra lægri stéttunum þagni alveg, áróðursefni sem málar þá mynd af samtímanum að krónur skipti ekki lengur neinu máli, aðeins svokallaður kaupmáttur, en skautar alveg fram hjá spurningunni sem augljóslega hlýtur að vakna hjá hinum vinnandi stéttum við áhorfið: Ef krónur skipta engu máli, hvernig stendur þá á því að hin auðugu virðast aldrei nokkurn tímann fá nóg og þurfa ótrúlegar hrúgur af þeim, svo stórar að þeim endist ekki ævin til að eyða þeim?“ segir í yfirlýsingunni.

Eftirfarandi er yfirlýsing Sólveigar Önnu í heild sinni.

„Nú hefur verka- og láglaunafólk fengið nóg“

Yfirlýsing Eflingar í heild sinni, undirrituð af Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að kjarasamningavetur stendur fyrir dyrum. Verka- og láglaunafólk bindur nú vonir við að loksins sé komið að þeim. Að þau fái loksins að njóta hlutdeildar í því mikla góðæri sem ríkir um þessar mundir en hingað til hefur það þurft að sætta sig við mylsnu á meðan aðrir skammta sjálfum sér óhóflega af veisluborðinu, aftur og aftur.

Á Stór-Reykjavíkursvæðinu ríkir hússnæðiskreppa sem hefur gert það að verkum að óvenju grimmileg útgáfa af lögmálinu um framboð og eftirspurn ræður lífi fjölda fólks sem nauðbeygt þarf að leigja húsnæði af fjármagnseigendum og leigufélögum. Á hverjum degi berast sögur af algjörlega fráleitum upphæðum sem fólki er gert að greiða fyrir þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa aðgang að húsnæði. Samkvæmt nýjum tölum frá Íbúðalánasjóði hefur húsaleiga hækkað um 82% frá árinu 2011 og þau sem tilheyra lágtekjuhópum greiða nú um helming ráðstöfunartekna sinna í húsaleigu. Aðflutt verkafólk þarf að sætta sig við að búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, kytrum og gámum, jafnvel fjölskyldufólk, en greiða þó stórar upphæðir fyrir.

Við búum í samfélagi gríðarlegrar stéttaskiptingar. Láglaunafólki er gert að sætta sig við ráðstöfunartekjur sem ekki duga til að láta hlutina ganga upp frá einum mánaðarmótum til næstu og þarf því m.a. að leita á náðir smálánafyrirtækja til að eiga fyrir nauðsynjum. Á sama tíma fá þau sem tilheyra hátekjuhópum úthlutað trylltum launahækkunum, jafnvel afturvirkum um mörg ár. Stórir hópar sem tilheyra hefðbundnum kvennastéttum þjást vegna svívirðilegrar láglaunastefnu sveitarfélaganna sem gerir það að verkum að til þess eins að komast af þurfa þessar konur að vinna hrikalega langa daga, oft í fleiri en einni vinnu. Það er staðreynd í íslensku samfélagi að sífellt stækkandi hópur fólks gengur fram af sér með vinnu, vegna þess að það einfaldlega hefur ekki val um annað. Stór hópur kvenna er sendur í endurhæfingu á ári hverju vegna álags og vinnuþrældóms. Einnig benda nýjar rannsóknir til þess að stéttaskipting fari vaxandi innan skólakerfisins, þar sem börn úr verkamannafjölskyldum geta ekki notið áhyggjulausrar æsku, sem er auðvitað réttur allra barna. Þau upplifa mikinn aðstöðumun þegar kemur að möguleikum í námi sem og aðgengi að efnislegum gæðum.

Samkvæmt rannsóknum Stefáns Ólafssonar og Arnaldar Sölva Kristjánssonar sem fjallað er um í bókinni Ójöfnuður á Íslandi kemur í ljós að efnahagsleg misskipting hefur aukist síðan á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar, þegar nýfrjálshyggjan hóf innreið sína í íslenskt þjóðfélag. Þessi samfélagslega óheillaþróun, sem stuttlega dró úr í kjölfar efnahagshrunsins, er aftur komin á kreik, enda hefur ekki ríkt pólitískur vilji til að stöðva hana. Þvert á móti. Í íslensku samfélagi er staðreyndin því þessi og þetta vita þau sem strita til að hafa í sig og á: Hin ríku verða ríkari á meðan þau sem tilheyra lægri stéttum skulu vinna alla ævi án þess þó að geta nokkru sinni um frjálst höfuð strokið þegar kemur að efnahagslegri afkomu.

Nú hefur verka- og láglaunafólk fengið nóg. Það hefur tekið að láta í sér heyra. Það hefur kosið til forystu í sínum verkalýðsfélögum fólk sem hefur heitið því að láta kjör þess sig öllu varða í komandi kjarasamningum. Það hafa vaknað vonir um að loks sé komið tækifæri til að leiðrétta, með sjónarmið réttlætis og jöfnuðar að leiðarljósi, óásættanleg laun, óréttlátt skattkerfi og skelfilega vaxta- og skuldpíningu fjármálakerfisins, svo dæmi séu tekin af þeim málum sem helst brenna á íslenskri alþýðu.

En þá bregður svo stórkostlega undarlega við að í stað þess að gleðjast og fylkja sér að baki kröfum um að reynt verði að vinna að efnahagslegu réttlæti á hinu stéttskipta Íslandi ákveður forysta ASÍ að taka afstöðu gegn öðrum talsmönnum verka- og láglaunafólks og senda frá sér áróðursefni sem augljóslega er beint gegn þeim háværu kröfum um jöfnuð sem hér hafa hljómað, áróðursefni sem dregur upp þá mynd að best sé fyrir allt þjóðfélagið að raddir þeirra sem tilheyra lægri stéttunum þagni alveg, áróðursefni sem málar þá mynd af samtímanum að krónur skipti ekki lengur neinu máli, aðeins svokallaður kaupmáttur, en skautar alveg fram hjá spurningunni sem augljóslega hlýtur að vakna hjá hinum vinnandi stéttum við áhorfið: Ef krónur skipta engu máli, hvernig stendur þá á því að hin auðugu virðast aldrei nokkurn tímann fá nóg og þurfa ótrúlegar hrúgur af þeim, svo stórar að þeim endist ekki ævin til að eyða þeim?

Ef skynsemin hefur ráðið för í íslensku samfélagi, eins og haldið er fram í auglýsingu ASÍ, allt frá árinu 1990 (einhverskonar ári Núll samkvæmt áróðri auglýsingaarms Alþýðusambands Íslands, þegar launafólk hætti að koma öllu í efnahagslegt uppnám með reglulegu millibili með óábyrgri hegðun sinni og leyfði yfirburðagáfuðum útreiknurum loksins að ráða för) hvernig stendur þá á því að haustið 2008, fyrir rétt tæpum áratug síðan, hrundi hér efnahagskerfið, með skelfilegum afleiðingum fyrir launafólk og þau skuldugu, afleiðingum sem ekki enn hefur verið tekist á við með réttlátum hætti?

Í kjölfar þess að hafa horft á þá skammarlega einfölduðu og yfirborðskenndu sýn á íslenskan veruleika sem boðið er uppá í auglýsingu ASÍ vaknar einnig þessi spurning: Hvernig er hægt að réttlæta það að forysta ASÍ noti fjármagn frá verkalýðsfélagi verka- og láglaunafólks, Eflingu, til þess að framleiða áróðursefni sem hefur þann augljósa tilgang að reyna að grafa undan og takmarka möguleikana á því að næsta vetur, þegar kemur að kjarasamningum, verði loksins hlustað á kröfur vinnuaflsins, að loksins verði tillit tekið til langana og þarfa okkar sem vinnum vinnuna á Íslandi, að kröfur okkar fái loksins að vega þyngra en kröfurnar um stöðugleika í lífi hinna ríku?

„Er svo komið að forysta ASÍ tekur án þess að skammast sín undir þær ómanneskjulegu kröfur sem auðstéttin gerir til lágtekjuhópanna“

Er svo komið að forysta ASÍ tekur án þess að skammast sín undir þær ómanneskjulegu kröfur sem auðstéttin gerir til lágtekjuhópanna, að hlutskipti þeirra sé eingöngu að vera þögult og stillt vinnuafl á útsöluverði, í samfélagi misskiptingar og sífellt vaxandi stéttskiptingar þar sem jafnvel hugmyndin um að eignast húsnæði er orðin að fjárlægri draumsýn?

Þegar málflutningur ASÍ er farinn að ríma svo rækilega við málflutning forkólfa fjármagnseigenda og auðkýfinga að varla má greina í sundur hvor talar hverju sinni hlýtur verkafólk að hugleiða vel og lengi þá fráleitu staðreynd og spyrja í kjölfarið: Er það ætlun þeirra sem stjórna tilveru okkar að ASÍ og SA renni saman í eitt risavaxið samfélagslegt stjórnunar-fyrirbæri?

Er ekki tímabært, þó ekki væri nema vegna hinna óboðlegu aðstæðna sem láglauna- og verkafólki er gert að lifa við í hinu stéttskipta íslenska samfélagi, að þau innan verkalýðshreyfingarinnar sem upplifa að sitt helsta hlutverk sé að grafa markvisst undan eðlilegum kröfum um góð lífskjör öllum til handa og samfélagi réttlætis og jöfnuðar, eitthvað sem eitt sinn var upphaf og endir baráttu verkafólks, líti í eigin barm og hugleiði hverra hagsmuna þau eru að gæta?

Er ekki tímabært að forysta ASÍ sjái sóma sinn í því að halda sér til hlés þegar svo er komið að enginn samhljómur er lengur á milli hennar og verkafólks?

Eða er virkilega ætlast til þess að verkafólk sætti sig við að búa í samfélagi þar sem ekki er augljóst hvor talar; forseti Alþýðusambands Íslands eða talsmaður Samtaka atvinnulífsins?

Sólveig Anna Jónsdóttir

Formaður Eflingar-stéttarfélags 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
8
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár