Mest lesið

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
3

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
5

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
6

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Stundin #92
Apríl 2019
#92 - Apríl 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 10. maí.

Leynd yfir rannsóknarniðurstöðum og óskað eftir fleiri rannsóknum

Framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út á morgun en Bragi Guðbrandsson vill frumkvæðisathugun og flýtimeðferð hjá umboðsmanni Alþingis.

Leynd yfir rannsóknarniðurstöðum og óskað eftir fleiri rannsóknum
johannpall@stundin.is

Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu ætlar að fara þess á leit við umboðsmann Alþingis að hann hefji frumkvæðisathugun á þeim embættisfærslum sínum sem barnaverndarnefndir kvörtuðu undan í fyrra. Vonast hann eftir því að málið fái flýtimeðferð í ljósi framboðs síns til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, en framboðsfresturinn rennur út á morgun. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur einnig kallað eftir því að óháðir aðilar taki kvartanir barnaverndarnefndanna til skoðunar. 

Hugmyndir um að umboðsmaður eða aðrir óháðir aðilar rannsaki málið eru athyglisverðar í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hefur fullyrt að ráðuneyti hans hafi þegar farið ítarlega yfir kvörtunarefni barnaverndarnefndanna og komist að þeirri niðurstöðu að Bragi og Barnaverndarstofa hafi ekki brotið lög.

Algjör leynd hvílir þó yfir rannsóknarniðurstöðum ráðuneytisins og mega þingmenn aðeins fá að sjá þær í „leyniherbergi“ Alþingis og ekki gera grein fyrir þeim opinberlega. 

Fram kemur í yfirlýsingu sem Bragi Guðbrandsson sendi frá sér undir kvöld að „fjölmiðlar og stjórnmálamenn“ hafi borið „rangfærslur og ósannindi“ á borð fyrir þjóðina og að í ljósi trúnaðarskyldna sinna sem embættismaður hafi hann ekki getað tjáð sig um slíkar „ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi“.

Þar vísar hann væntanlega til umfjöllunar Stundarinnar sem birtist á föstudag og harðra viðbragða Pírata og þingmanna úr fleiri flokkum sem hafa gagnrýnt Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra fyrir upplýsingaleynd og óljós svör um rannsókn velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefnda. 

„Í ljósi ofangreinds hef ég tekið þá ákvörðun að leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis á morgun og bera fram þá ósk að hann taki til meðferðar alla embættisfærslu mína á Barnaverndarstofu er varðar þau mál sem vikið er að í kvörtunum þeirra tveggja barnaverndarnefnda sem vísað hefur verið til í opinberri umræðu,“ skrifar Bragi. 

Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis getur embættið tekið mál til meðferðar á tvenns konar grundvelli; annaðhvort vegna kvörtunar frá aðila sem leitar sjálfur til umboðsmanns vegna þess að hann telur sig beittan rangsleitni af hálfu stjórnvalds, eða þegar umboðsmaður telur tilefni til að hefja rannsókn „að eigin frumkvæði“. Í ljósi þess að Bragi vill að umboðsmaður taki kvartanir barnaverndarnefnda undan sínum eigin embættisfærslum til skoðunar verður að ætla að hann hyggist hvetja umboðsmann til að hefja frumkvæðisathugun. Þá fer Bragi einnig fram á flýtimeðferð en enginn lögformlegur farvegur er fyrir slíkt í lögum um umboðsmann. Þá eru frumkvæðisathuganir alfarið á forræði umboðsmanns sjálfs. 

Bragi er ekki sá eini sem vill að fleiri aðilar en velferðarráðuneytið leggist yfir embættisfærslurnar sem kvartað var yfir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Stundina á föstudag að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ætlaði að fara aftur yfir málin með Braga Guðbrandssyni. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, kallaði svo eftir því í Silfrinu í dag að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka umkvörtunarefni barnaverndarnefndanna. 

Stundin sló á þráðinn til Kolbeins eftir þáttinn og spurði hvort hann teldi eitthvað hafa komið fram sem benti til þess að rannsókn velferðarráðuneytisins og málsmeðferðin þar hefði verið ófullnægjandi eða ekki dugað til að varpa ljósi á vinnubrögð forstjóra Barnaverndarstofu. „Ég hreinlega veit það ekki. Ég hef ekki séð rannsókn ráðuneytisins og þau gögn sem sumir þingmenn hafa séð. Ég er ekki í velferðarnefnd og horfi á þetta mál utan frá, en ég heyri að það ríkir ekki sátt um niðurstöðu ráðuneytisins og sett er spurningamerki við hana,“ sagði Kolbeinn. „Það er mjög mikilvægt að svona mál séu hafin yfir allan vafa og þess vegna velti ég þessu upp, hvort það mætti ef til vill fá utanaðkomandi óháða aðila til að gera úttekt á þessu.“

Hér má sjá yfirlýsingu Braga Guðbrandssonar í heild:

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
3

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
5

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
6

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·

Mest deilt

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
1

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
3

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
6

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·

Mest deilt

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær
1

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi
3

Milljarðakostnaður ef hreinsa á hafsbotninn eftir fiskeldi

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina
4

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
5

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
6

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·

Mest lesið í vikunni

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
3

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
4

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu
5

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

·
Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins
6

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

·

Mest lesið í vikunni

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum
1

Tugir fjölskyldna bíða í óvissu eftir íbúðum

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
2

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar
3

Samband sykurneyslu og krabbameinsvaxtar

·
Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum
4

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

·
Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu
5

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

·
Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“  að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins
6

Seðlabankinn telur það „meinta almannahagsmuni“ að upplýst verði um forsendur Samherjamálsins

·

Nýtt á Stundinni

Sorrý með mig

Sorrý með mig

·
Hvert millifæri ég??

Hvert millifæri ég??

·
Páskalamb Hrefnu Sætran

Páskalamb Hrefnu Sætran

·
Fjárorðræða

Stefán Snævarr

Fjárorðræða

·
Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

Illugi Jökulsson

Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·
Að eyðileggja málstað

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Að eyðileggja málstað

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

·