Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisráðherra segir Ásmund ekki hafa brugðist trausti sínu

Eng­in gögn voru lögð fram um nið­ur­stöð­ur vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í kvört­un­ar­mál­um barna­vernd­ar­nefnd­anna þeg­ar rík­is­stjórn Ís­lands ákvað að bjóða Braga Guð­brands­son fram til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tjá­ir sig um mál­ið í við­tali við Stund­ina.

Forsætisráðherra segir Ásmund ekki hafa brugðist trausti sínu

Engin gögn um efnislegar niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu voru lögð fyrir ríkisstjórn Íslands þann 23. febrúar þegar samþykkt var að bjóða Braga Guðbrandsson fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland hönd. 

Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Stundina. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fór hins vegar munnlega yfir almenn atriði á fundinum og gerði þannig ríkisstjórninni grein fyrir því hvernig könnun ráðuneytisins vegna ávirðinga barnaverndarnefnda á hendur Braga Guðbrandssyni var háttað. 

Eins og Stundin greindi frá í dag hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum allt frá 31. janúar 2018 um afskipti Braga Guðbrandssonar af tilteknu barnaverndarmáli og þrýsting sem Bragi beitti barnaverndarstarfsmann af samúð við fjölskyldu manns sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum. 

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að um leið og Bragi hlutaðist til um meðferð málsins átti hann ítrekuð samskipti við föður málsaðila, Þjóðkirkjuprest sem er málkunnugur Braga frá því þeir störfuðu báðir við barnaverndarmál. Í þrýstingi Braga fólst sú krafa að móðir stúlknanna myndi hætta að „hamla umgengni“ þrátt fyrir að barnavernd Hafnarfjarðar hefði ráðlagt henni að halda dætrum sínum í öruggu skjóli frá föður þeirra meðan meint kynferðisbrot væru rannsökuð. Á sama tíma og afskiptin áttu sér stað lá tilvísunarbréf barnaverndarnefndar vegna málsins – þar sem farið var fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar í ljósi sterkra og margvíslegra vísbendinga um að faðirinn hefði beitt þær kynferðisofbeldi – óhreyft í pósthólfi Barnahúss auk þess sem tölvukerfi Barnahúss mun hafa bilað. 

Hvorki forsætisráðherra né aðrir ráðherrar en Ásmundur höfðu vitneskju um hvers eðlis afskipti Braga voru þegar ákveðið var að bjóða hann fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Stundina að hún hyggist fara vandlega yfir málið með Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. Hann muni jafnframt ræða málið við velferðarnefnd á mánudaginn, en eins og Stundin greindi frá fyrr í dag telja nefndarmenn að Ásmundur hafi ekki komið heiðarlega fram og eigi að segja af sér ráðherradómi.

Ásmundur Einar vildi ekki veita Stundinni viðtal í gær nema hann fengi að vita fyrirfram hverjar spurningarnar væru. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð hins vegar við viðtalsbeiðni og birtist samtal blaðamanns við Katrínu orðrétt hér á eftir. Orð blaðamanns eru skáletruð en orð Katrínar innan gæsalappa:

Upplýsti Ásmundur þig og ríkisstjórnina, á fundinum 23. febrúar, um hvers eðlis afskipti Braga af þessu máli voru og hvers konar upplýsingum hann bjó yfir?

„Ráðherra greindi frá því að ýmis mál hefðu komið upp er vörðuðu samskipti Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar en fjallaði ekki um einstök mál, hvorki þetta né önnur. Hann greindi hins vegar frá því að ráðuneytið hefði farið yfir kvartanir barnaverndarnefndanna og komist að þeirri niðurstöðu að forstjóri Barnaverndarstofu hefði ekki gerst brotlegur í starfi. Það er það sama og fram kom í máli ráðherra á Alþingi á síðari stigum.“

Fenguð þið að sjá niðurstöður ráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefndanna?

„Þú ert þá að vísa til bréfanna sem voru send og lögð fram í velferðarnefndinni?“

Þau hafa verið kölluð niðurstaða, en ef þetta er niðurstaða þá hlýtur það að þýða að málin hafi ekkert verið rannsökuð, því það er ekkert í þessum bréfum og engin afstaða tekin til ávirðinga barnaverndarnefndanna með tilliti til laga og reglna.

„Þessi bréf voru ekki lögð fram á þessum fundi heldur gerð munnlega grein fyrir þessari niðurstöðu.“

En minnisblöðin sem bréfin byggja á, voru þau ekki heldur lögð fram?

„Nei, bréfin voru ekki lögð fram. Þau voru lögð fram fyrir velferðarnefnd en ekki ríkisstjórn og ekki minnisblöðin heldur.“

Þannig í rauninni upplýsti hann ríkisstjórn ekki…

„Hann fór yfir þessa niðurstöðu munnlega.“

Fór hann yfir það hvers eðlis afskipti Braga voru?

„Fór ekki inn í einstök mál nei.“

Finnst þér ekki sem forsætisráðherra að Ásmundur Einar hafi brugðist trausti þínu?

„Nei, ég dreg ekki þá ályktun, en hins vegar ætlum við að fara yfir þessi mál þegar hann kemur heim. Hann er staddur erlendis. Ég veit að hann mun fara yfir þetta líka með forstjóra Barnaverndarstofu. Eins og ég segi, niðurstaða ráðuneytisins var þessi. Ráðherra kveðst svo hafa boðið velferðarnefnd aðgang að þessum gögnum og það verður að skýrast ef þar hefur orðið á einhver misbrestur.“ 

Nú hefurðu væntanlega lesið umfjöllun Stundarinnar. Er þetta ekki eitthvað sem þú hefðir viljað vita sem forsætisráðherra áður en ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að bjóða Braga fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna?“

„Eins og ég segi þá kom skýrt fram í máli ráðherra að komið hefðu upp mál þar sem væri ágreiningur milli Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda. Og þótt hann færi ekki í einstök mál. Svo það lá alveg fyrir að þarna voru einhver mál uppi á borðum sem ráðuneytið hafði svo farið sérstaklega yfir og komist að þeirri niðurstöðu.“ 

Hefðir þú og ríkisstjórnin ekki átt að vera upplýst um hvernig ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu?

„Um einstök mál þá?“

Já, eða jafnvel bara almennt um lagagrundvöllinn varðandi afskipti forstjóra Barnaverndarstofu af einstaka málum. Mér heyrist að svo sé ekki fyrst þið fenguð ekki bréfin eða minnisblöðin.

„Ég held að það þurfi bara að fara yfir hvernig svona upplýsingagjöf á að vera háttað. Ég er ekki endilega þeirrar skoðunar að ríkisstjórn eigi að vera upplýst um mál einstaklinga. Það er ekki endilega rétta leiðin í svona málum. En við munum fara yfir þetta.“

En ef þið fenguð ekki bréfin eða minnisblöðin, þá hafiði heldur ekki verið upplýst um málið almennt séð, afskipti með tilliti til laga og reglna, eitthvað sem er rauður þráður í kvörtunum barnaverndarnefndanna?

„Það var farið yfir þetta munnlega hvernig sú yfirferð hefði verið. Það var með þessum almenna hætti. Ekki farið í einstök mál heldur með sambærilegum hætti og í velferðarnefnd.“

Er þér ekki brugðið að ráðherra í ríkisstjórn þinni hafi vitað af þessu öllu, séð tölvupóstssamskiptin sem Stundin vitnar í, séð þennan útdrátt af símtali Braga við barnaverndarstarfsmanninn... að hann hafi vitað af þessu allan þennan tíma án þess að greina ykkur frá þegar þið ákveðið að bjóða Braga fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna?

„Eins og ég segi, ég mun fara yfir þetta mál með ráðherra þegar hann kemur til landsins.“

En er Bragi hugsaður sem einhvers konar fulltrúi Norðurlandanna í Barnaréttarnefnd? Það má skilja tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins þannig, talað sérstaklega um að hin Norðurlöndin hafi ekki boðið fram fulltrúa. 

„Það kemur fram í minnisblaði sem var lagt fyrir ríkisstjórn að ekkert Norðurlandanna hefur skilað inn framboði en Norðurlöndin telji mikilvægt að tryggja áhrif sín í nefndinni. Svo það er væntanlega, þótt það sé ekki formleg skipting, þá gæti verið einhver hugsun í því.“

Þannig hin Norðurlöndin hafa væntanlega látið vera að bjóða fram fulltrúa fyrst Ísland býður fram Braga?

„Það er ekki orðað þannig en kemur fram að norski fulltrúinn gefi ekki kost á sér til endurkjörs og ekkert Norðurlandanna hafi skilað inn framboði.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár