Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fræðimenn fordæma árásir Tyrkja og aðgerðaleysi Bandaríkjastjórnar

Banda­rík­in sögð sam­sek í þjóð­ern­is­hreins­un­um Er­dog­ans vegna „hjáróma gagn­rýni“ Trump-stjórn­ar­inn­ar. Rík­is­stjórn Ís­lands hef­ur ekki for­dæmt hern­að Tyrkja gegn Kúr­d­um op­in­ber­lega þótt fregn­ir hafi borist af því að Ís­lend­ing­ur hafi fall­ið í að­gerð­un­um.

Fræðimenn fordæma árásir Tyrkja og aðgerðaleysi Bandaríkjastjórnar
Fordæma hernað Tyrkja Fjöldi fræðimanna fordæmir í opnu bréfi framferði Tyrkja í hernaði þeirra gegn Kúrdum í Afrin-héraði í norðurhluta Sýrlands. Jafnframt segja þeir Bandaríkin meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans Tyrklandsforseta, sökum þess að ríkisstjórn Donalds Trumps hafi ekki brugðist við hernaðinum og komið bandamönnum sínum í baráttunni gegn ISIS, Kúrdum, til hjálpar.

Árás Tyrkja á Afrin-hérað í norðurhluta Sýrlands er skýrt brot á alþjóðalögum rétt eins og þeir stríðsglæpir sem ríkisstjórn Bashar al-Assads í Sýrlandi hefur gerst sek um. Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa með hjáróma og veigalitlum mótmælum sínum á framferði Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi gerst meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans forseta Tyrklands. Einangra verður Tyrkland efnahagslega, diplómatískt og hernaðalega þar til hersveitir þess verða kallaðar til baka frá norðurhluta Sýrlands.

Mannúðarsinnaðir fræðimenn fordæma Trump

Þetta er efnislegt innihald opins bréfs sem ritað er af Neyðarnefndinni fyrir Rojava, félagsskap stofnuðum af hópi mannúðarsinnaðra fræðimanna víðs vegar að úr heiminum, með það að markmiði að hefja alþjóðlega herferð til stuðnings Kúrdum og til hjálpar Afrin-héraði.

Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Noam Chomsky, einn áhrifamesti málvísindamaður og samfélagsrýnir samtímans; Gloria Steinem, blaðamaður og einn þekktasti femíniski aðgerðarsinni heims; Judith Butler, þekktur femínískur heimspekingur, Sally Haslanger, prófessor í sálfræði sem hefur verið leiðandi í kvenna- og kynjafræðum undanfarin ár; Michael Walzer, heiðursprófessor í félagsvísindum sem er meðal annars höfundur bókarinnar Just and Unjust Wars; David Graeber, prófessor í mannfræði og anarkískur aktívisti; og Íslendingurinn Ásta Kristjana Sveinsdóttir, dósent í heimspeki við San Fransisco-háskóla.

Í bréfinu er rakið hvernig kúrdískar hersveitir SDF áttu mestan þátt í að ná sýrlensku borginni Raqqa úr höndum ISIS og að eftir það hafi menn talið hryðjuverkasamtökin svo gott sem sigruð. Í janúar réðust hins vegar tyrkneskar hersveitir inn í Afrin, sem er eitt þriggja héraða sem saman mynda Rojava, svæði sem er undir stjórn Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Það olli því að hermenn Kúrda sáu sig tilneydda að snúa heim til Afrin til að verjast tyrkneska hernum. Borgin Afrin féll eftir miklar loftárásir 18. mars síðastliðinn og olli það enn frekari hörmungum fyrir íbúa borgarinnar sem neyddust til að flýja undan hersveitum Tyrkja og Þjóðarhers Sýrlands.

„Margir þeirra sem flýðu Afrin sofa nú undir berum himni eða í tjaldborgum, án helstu nauðþurfta,“ segir í bréfinu. Þeir sem urðu eftir verða nú fyrir mismunum á grundvelli þjóðernis og kynferðislegu ofbeldi, líkt og ISIS sýndi af sér í Írak.

Engin ástæða var fyrir árásinni á Afrin segja bréfritarar enda hafi Afrin verið friðsamur griðastaður fyrir tugi þúsunda flóttamanna. Tyrkir haldi því hins vegar fram að ógn hafi staðið af Rojava því fólkið sem þar stýrir málum, Kúrdar sem hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna á baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi, séu „hryðjuverkamenn“.

Árás Tyrkja á Afrin er brot á alþjóðalögum og Bandaríkjastjórn hefur aðeins mótmælt framferði þeirra með lágróma röddu. Af þeim sökum, segja bréfritarar, eru Bandaríkin meðsek í þjóðernishreinsunum Erdogans og áætlunum hans um að hrekja Kúrda burt af því svæði í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa búið árhundruðum saman. Til að stöðva þetta brjálæði verði að einangra Tyrkland efnahagslega, pólitískt og hernaðarlega.

Íslensk stjórnvöld gagnrýna ekki hernað Tyrkja opinberlega

Guðlaugur Þór Þórðarson

Í samhengi við þessa hörðu gagnrýni fræðafólks á Tyrki og aðgerðarleysi ríkisstjórnar Donalds Trumps í Bandaríkjunum má benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt hernað Tyrkja í Rojava með afgerandi hætti. Þó hafa borist fregnir af því að Haukur Hilmarsson, íslenskur aktívisti, hafi fallið í aðgerðum Tyrkja.

Einu heimildir um að Ísland hafi hreyft mótbárum við aðgerðum Tyrkja eru þær að Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, lýsti því við fréttavefinn Eyjuna að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði eftir diplómatískum leiðum fordæmt framferði Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi. Þá svaraði Guðlaugur Þór því einnig til í fyrirspurnartíma á Alþingi 22. mars síðastliðinn að það hefði hann gert fáeinum dögum eftir að hernaðurinn hófst 20. janúar síðastliðinn, og þá beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi.

Framferði Tyrkja hefur ekki verið fordæmt opinberlega af hálfu íslenskra stjórnvalda, svo sem í formi yfirlýsinga eins og dæmi eru um að gert sé vegna hernaðaraðgerða.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
6
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
8
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
9
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu