Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Myndlistarmaðurinn Jóhann Eyfells verður 95 ára í júní og segist hann bara rétt að vera að komast á skrið sem listamaður. Reykjavíkurborg keypti listaverkið Íslandsvörðuna af honum í mars en hann er hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn rifti þeim samningi komist flokkurinn til valda en sú hræðsla er óþörf. Stundin ræddi við Jóhann, sem býr einn á jörð utan við smábæ í Texas, um list hans, lífið og tímann sem Jóhanni finnst hann hafa of lítið af til að vinna verk sín.
„Það verður allt að vera af heilum hug og hjarta og maður má ekki gera neitt með hangandi hendi. Þetta er allt að komast í einhvers konar fókus hjá mér og mér þykir vænt um það. Mig langar mest til að drepast á einhverjum hápunkti,“ segir myndlistarmaðurinn Jóhann Eyfells, sem er að verða 95 ára gamall í júní og býr einn á jörð í útjaðri smábæjarins Fredricksburg í suðurhluta Texas-ríkis í Bandaríkjunum.
Jóhann flutti ungur að árum til Bandaríkjanna til að stunda nám í arkitektúr og hefur hann búið þar síðan, mestmegnis í Orlando og svo í Texas síðastliðin 16 ár. Þótt Jóhann nálgist 100 árin þá telur hann að ferill hans sem myndlistarmanns sé rétt að byrja og hann heldur áfram að vinna eins mikið og hann getur. „Ég er fyrst að koma mér á skrið núna sem 95 ára gamall karl. Ég er að byrja að koma mér …
Athugasemdir