Reykjavíkurborg
Aðili
Umboðsmaður Alþingis segir Reykjavíkurborg bregðast utangarðsfólki

Umboðsmaður Alþingis segir Reykjavíkurborg bregðast utangarðsfólki

·

Framboð húsnæðisúrræða fyrir utangarðsfólk er ófullnægjandi og biðtími of langur, að mati umboðsmanns Alþingis. Sérstaklega eru gerðar athugasemdir við frammistöðu Reykjavíkurborgar í málaflokknum.

Rammaskipulag tilbúið þar sem „neyðarbraut“ var áður

Rammaskipulag tilbúið þar sem „neyðarbraut“ var áður

·

„Nýi Skerjafjörður“ verður 1.200 íbúða byggð með nýjum skóla, stúdenta- og verkamannaíbúðum og tengingu við Kársnes. Uppbyggingin er á svæðinu þar sem svokölluð „neyðarbraut“ flugvallarins var áður.

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

·

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka samþykktu nefndarálit þar sem hvatt er til kortlagningar á borgaralaunum. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar gagnrýnir hugmyndirnar og Alþýðusambandið telur óráð að ríkissjóður fjármagni skilyrðislausa grunnframfærslu allra landsmanna.

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit

·

Verkefnahópur ráðherra leggur til að ríkið taki þátt í hugmyndasamkeppni borgarinnar um BSÍ reit. Hópurinn telur að samgöngumiðstöð þar nýtist þrátt fyrir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.

Vinstri græn sömdu frá sér stærsta kosningaloforðið

Vinstri græn sömdu frá sér stærsta kosningaloforðið

·

Gáfu gjaldfrjálsa menntun barna frá sér við gerð samstarfssáttmála meirihlutans í borginni. Náðu litlum árangri í félagslegum áherslum sínum eða umhverfismálum. Kosningaloforðin nú öll hófstilltari.

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

Sýslumaður hunsaði óskir sveitarfélaga og ákvað að atkvæðagreiðslan færi einungis fram í Smáralind

·

„Við höfðum ýmsar hugmyndir um hvernig mætti koma til móts við kjósendur en því miður fengum við engin viðbrögð,“ segir Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar.

Kanna möguleika að á setja upp hleðslustöðvar á ljósastaura

Kanna möguleika að á setja upp hleðslustöðvar á ljósastaura

·

58 nýjar hleðslustöðvar verða settar upp í sumar. Lausn fyrir landlausa rafbílaeigendur.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ódýra leikskóla

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ódýra leikskóla

·

Hildur Björnsdóttir frambjóðandi flokksins í Reykjavík segir markmiðið vera að bjóða upp á áreiðanlega leikskóla. „Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta“

„Ég vil helst drepast á einhverjum hápunkti“

„Ég vil helst drepast á einhverjum hápunkti“

·

Myndlistarmaðurinn Jóhann Eyfells verður 95 ára í júní og segist hann bara rétt að vera að komast á skrið sem listamaður. Reykjavíkurborg keypti listaverkið Íslandsvörðuna af honum í mars en hann er hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn rifti þeim samningi komist flokkurinn til valda en sú hræðsla er óþörf. Stundin ræddi við Jóhann, sem býr einn á jörð utan við smábæ í Texas, um list hans, lífið og tímann sem Jóhanni finnst hann hafa of lítið af til að vinna verk sín.

Nemendum haldið inni vegna loftmengunar

Nemendum haldið inni vegna loftmengunar

·

Svifryk hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík það sem af er ári. Frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga eru sammála um að loftmengun sé vandamál og segja mikilvægt að leggja gjald á notkun nagladekkja og efla almenningssamgöngur.

Fjögur hundruð börn bíða eftir húsnæði hjá borginni

Fjögur hundruð börn bíða eftir húsnæði hjá borginni

·

Mörg hundruð börn í Reykjavík bíða eftir því að foreldrarnir fái úthlutað félagslegu húsnæði hjá borginni. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því einungis verst setta fólkið getur skráð sig á biðlistann, sem er lengri en í upphafi kjörtímabilsins þrátt fyrir gefin loforð.

Kári segir hégóma Dags B. leggja félagshyggju hans að velli

Kári segir hégóma Dags B. leggja félagshyggju hans að velli

·

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vandar borgarstjóra ekki kveðjurnar og segir tíma hans að kveldi kominn. Segir fjármunum ausið í skrípaleik og fáfengi meðan leikskólar séu fjársveltir.