Reykjavíkurborg
Aðili
Útblástur skemmtiferðaskipa rýkur upp

Útblástur skemmtiferðaskipa rýkur upp

Skemmtiferðaskip á suðvesturhorninu losuðu 50 prósent meira af gróðurhúsalofttegundum í fyrra en árið 2016. Losunin er meiri en hjá fiskiskipum við hafnirnar.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti

Lítil þátttaka er í skipulögðu íþróttastarfi í póstnúmeri 111. Aðeins rétt rúmlega 11 prósent kvenna búsettra í hverfinu taka þátt. Erfiðleikar við að ná til innflytjenda og efnahagsleg staða líklegir áhrifaþættir.

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg

Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg

Ekki liggur endanlega fyrir hvaða starfsemi verður í Grósku hugmyndahúsi annað en að tölvuleikjafyrirtækið CCP verður þar til húsa. Byggingin er í eigu félaga Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans sem eru í Lúxemborg. Vísindagarðar Háskóla Íslands eiga lóðina en ráða engu um hvað verður í húsinu.

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

Siðareglur fyrir borgarfulltrúa Reykjavíkur hafa verið staðfestar. Marta Guðjónsdóttir og fulltrúar minnihlutans segjast ekki hafa trú á að þær verði teknar alvarlega vegna spurninga Dóru Bjartar Guðjónsdóttur um fjárhagslega hagsmuni Eyþórs Arnalds.

Vilja minnka hlut einkabílsins og fækka banaslysum í núll

Vilja minnka hlut einkabílsins og fækka banaslysum í núll

Breytingar við aðalskipulag Reykjavíkur munu þétta byggð við stöðvar Borgarlínu. Loftslagsmál eru í fyrirrúmi og einkabíllinn verður í síðasta sæti í forgangsröðun samgangna.

Nýjar reglur skýra hvort Samherji veitti Eyþóri Arnalds kúlulán

Nýjar reglur skýra hvort Samherji veitti Eyþóri Arnalds kúlulán

Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hefur til meðferðar endurskoðaðar reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna. Verði þær samþykktar mun Eyþór Arnalds þurfa að skrá 325 milljón króna lán sem hann fékk til kaupa á hlut í Morgunblaðinu sem Samherji segir hafa verið seljendalán.

Björt framtíð bauð ekki fram en fékk 1,7 milljónir frá Reykjavíkurborg

Björt framtíð bauð ekki fram en fékk 1,7 milljónir frá Reykjavíkurborg

Björt framtíð í Reykjavík tapaði 2,3 milljónum króna í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki boðið fram í kosningum. Á landsvísu fékk flokkurinn engin framlög úr ríkissjóði árið 2018.

Vilja ekki gistiskýli á Granda

Vilja ekki gistiskýli á Granda

Eigendur fasteigna kæra nýtt gistiskýli og vilja ekki að heimilislausir menn með vímuefnavanda dvelji á svæði með spennandi veitinga- og verslunarstarfsemi.

Séreignarsparnaðarleiðin kostar Reykjavíkurborg um 750 milljónir á ári

Séreignarsparnaðarleiðin kostar Reykjavíkurborg um 750 milljónir á ári

Útsvarstekjutap Reykjavíkurborgar vegna séreignarsparnaðarleiðarinnar á tímabilinu 2014 til 2021 er metið á um fimm milljarða króna. Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar lagðist gegn framlengingu úrræðisins, enda nýtist það helst þeim tekjuhærri.

Skuld Secret Solstice við borgina 19 milljónir

Skuld Secret Solstice við borgina 19 milljónir

Þegar tveir mánuðir eru í hátíðina hefur samningur Secret Solstice og Reykjavíkurborgar ekki verið undirritaður. Greiðslur vegna síðustu hátíðar bárust ekki fyrir 1. apríl eins og kveðið var á um. Enn auglýsa hátíðarhaldarar að hún fari fram í Reykjavík.

Draga þarf úr bílaumferð um helming

Draga þarf úr bílaumferð um helming

Rafbílavæðing dugar ekki til að Reykjavíkurborg nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um útblástur, að mati sérfræðingahóps.

Skoða að bjóða út rekstur „troðfullra“ bílahúsa

Skoða að bjóða út rekstur „troðfullra“ bílahúsa

Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs telur sjálfsagt að bjóða út rekstur bílahúsa ef einkaaðilar telja sig geta rekið þau betur. Einkaaðilar muni þurfa að hækka gjaldskrá ef rekstur gengur illa. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis sem var tekin til skoðunar af meirihlutanum í borgarstjórn.