
„Ég vil helst drepast á einhverjum hápunkti“
Myndlistarmaðurinn Jóhann Eyfells verður 95 ára í júní og segist hann bara rétt að vera að komast á skrið sem listamaður. Reykjavíkurborg keypti listaverkið Íslandsvörðuna af honum í mars en hann er hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn rifti þeim samningi komist flokkurinn til valda en sú hræðsla er óþörf. Stundin ræddi við Jóhann, sem býr einn á jörð utan við smábæ í Texas, um list hans, lífið og tímann sem Jóhanni finnst hann hafa of lítið af til að vinna verk sín.