Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

Stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax seg­ir að laxa­dauð­inn sé vissu­lega áhyggju­efni en að gert sé ráð fyr­ir af­föll­um í áætl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um um um­fang laxa­dauð­ans hjá fyr­ir­tæk­inu.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku
Alls um 500 tonn Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku. Myndin er eldislaxi í kari á höfninni í Tálknafirði.

Um 500 tonn af dauðum eldislaxi voru hreinsuð upp úr eldiskvíum Arnarlax í Tálkna- og Arnarfirði í síðustu viku. Þetta segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, í samtali við blaðið. „Í mínu höfði eru þetta sirka 500 tonn sem komu upp í síðustu viku. Dauðinn getur hafa gerst á tíu til fimmtán dögum þar áður. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær laxinn drepst.“ Kjartan segir að laxarnir hafi verið á bilinu 2 til 3 kíló að þyngd að meðaltali. Ef gert er ráð fyrir að laxarnir hafi verið 3 kíló að þyngd má áætla að tæplega 170 þúsund laxar hafi drepist hjá Arnarlaxi í síðustu viku. 

Stundin greindi frá laxadauðanum í gær tölur um heildarafföll voru þá óþekktar. Kjartan segir að reikna megi með að þetta séu afföllin í síðustu viku og að í heildina hafi um 1.000 þúsund tonn af laxi drepist hjá Arnarlaxi það sem af er árinu, langmest á síðustu vikum. „Ég geri ráð fyrir því að dauðinn núna geti orðið allt að 1500 tonnum sem er um 10 prósent af heildarframleiðslunni hjá okkur. Stór hluti af þessum dauða hefur verið að koma upp á síðustu vikum.“   

„Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós“

Kjartan segir ástæðurnar fyrir dauðanum vera þrjár: kulda, nýrnaveiki og að laxinn geti  særst þegar verið er að ná honum upp úr kvíunum og að hann geti drepist í kjölfarið. Í gegnum tíðina hefur sjávarkuldinn við Ísland valdið miklu tjóni í því laxeldi sem reynt hefur verið við landið.

Erfiðar vikurKjartan Ólafsson segir að vikur 7 til 9 séu erfiðar í laxeldi við Ísland vegna sjávarkulda.

Vikur 7 til 9 til erfiðar

Kjartan segir að það sé þekkt í laxeldi í sjó á norðurslóðum að vikur 7 til 9 á árinu séu köldustu vikur ársins og að kuldinn geti haft slæm áhrif á laxinn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir: Að reyna að lifa í gegnum vikur 7 til 9. Þetta er alveg þekkt. Hluti af áskorun greinarinnar er að reyna að ná tökum á þessu.“

Kjartan segir að kuldinn við Íslandsstrendur sé sambærilegur við sjávarkuldann í Norður-Noregi og á Nýfundnalandi. „Á Nýfundnalandi eru þessu vikur, 7 til 9, jafnvel enn erfiðari en á Íslandi. Þessi svæði glíma við mikinn kulda á þessum vikum. Það er svo kaldara í ár en í fyrra og þetta er með köldustu árum sem við höfum upplifað.“

Kjartan segir að hann hafi vissulega áhyggjur af þessum afföllum þó að reiknað sé með allt að 20 prósent afföllum í áætlunum fyrirtækisins. „Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós,“ segir Kjartan um málið. 

Umhverfisstofnun vill upplýsingar um afföll

Umhverfisstofnun hefur kallað eftir tölu um afföll af laxi hjá Arnarlaxi. „Varðandi umfang laxadauðans vitum við það ekki en höfum kallað eftir þeim upplýsingum frá rekstraraðila,“ segir í svari frá Umhverfisstofnun við fyrirspurn Stundarinnar um hvort stofnunin hafi upplýsingar um hversu mikill laxadauðinn hafi verið hjá fyrirtækinu í eldiskvíum þess í Arnarfirði og Tálknafirði síðustu daga. Umhverfisstofnun telur ekki að ástæða sé til þess að stofnunin fari í sjálfstætt eftirlit til Vestfjarða til að leggja mat á laxadauðann hjá Arnarlaxi, sem tilkominn er vegna mikils sjávarkulda. „Stofnunin mun fara yfir gögn fyrirtækisins í reglubundnu eftirliti en ekki er ástæða til frekara eftirlits að svo stöddu þar sem ekki er um mengun að ræða, heldur dauðfisk sem er meðhöndlaður samkvæmt verklagsreglum fyrirtækisins og Umhverfisstofnun metur fullnægjandi,“ segir í svari stofnunarinnar.  

„Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir.“

20 prósent afföllVíkingur Gunnarsson segir að afföll í Arnarfirði hafi verið um 20 prósent.

20 prósent drápust í Arnarfirði

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax,  segir í svörum sínum til Stundarinnar að um 20 prósent af laxinum í Arnarfirði hafi drepist. „Í síðustu viku lauk slátrun á Hringsdal þar sem allar kvíar hafa verið tæmdar. Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir. Ástæðan er óvenju lágur sjávarhiti en slíkar aðstæður skapa aukna hættu á afföllum. Þrátt fyrir það er niðurstaðan í Hringsal ein sú besta sem sést hefur í íslandi frá byrjun laxeldis.“

Um laxadauðann á Tálknafirði segir Víkingur að tæp tvö hundruð tonn hafi drepist vegna kulda og 125 vegna flutninga frá einni kví til annarrar. „Í Tálknafirði hafa 197 tonn af fiski drepist vegna vetrarsára auk þess sem 125 tonn drápust vegna flutninga úr kví sem tæma þurfti vegna bilunar sem kom upp í búnaði fyrr í vetur. Fyrirfram lá fyrir að fórnarkostnaður vegna flutninga úr tiltekinni kví yrði mikill en ekki er ólíklegt að heildarafföll í ár verði um 1.500 tonn af 2016 kynslóðinni. Það er innan við 10% af ársframleiðslu fyrirtækisins. Tjón vegna atvika í vetur er töluvert en áætlanir gera ráð fyrir afföllum í ákveðnu hlutfalli af ársframleiðslu.“ 

Arnarlax eitt til frásagnar

Í svörum sínum gerir Víkingur samt frekar lítið úr laxadauðanum, rétt eins og Kjartan gerir líka, og segir, þegar hann er spurður um það til hvaða aðgerða Arnarlax hafi gripið vegna laxadauðans, að gert sér ráð fyrir dauða laxa í áætlunum. „Þetta er hluti af þeim áskorunum sem við tökumst á við í uppbyggingu laxeldis til framtíðar og gert er ráð fyrir töluverðum afföllum í áætlunum.“

Umhverfisstofnun segir að stofnunin líti svo á að Arnarlax hafi ekki átt að hafa frumkvæði að því að tilkynna um laxadauðann til stofnunarinnar að fyrra bragði þar sem ekki hafi verið hætta á mengun af honum. „Samkvæmt grein 2.5 og 2.6 ber rekstraraðila að tilkynna stofnuninni um óhöpp sem geta leitt af sér losun mengandi efna í umhverfið. Ekki er gerð krafa um að fyrirtækin upplýsi stofnununina um fiskidauða nema ef hætta er á að frá honum berist mengun, sem getur orðið, sé um mikið magn að ræða og hreinsibúnaður nái ekki að viðhalda hreinsun í kvínni. Ekki er talið að um það sé að ræða í þessu tilviki. Rekstraraðili upplýsti stofnununa sjálfur um fiskidauða er haft var samband við hann vegna ábendingar um fugla við kvíarnar.“

Víkingur segir að svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi fengið ábendingu um laxadauðann þegar Arnarlax var ennþá að greina vandamálið. „Samkvæmt því sem þú segir hefur UST fengið ábendingu í upphafi aðgerða þegar verið var að greina aðstæður þannig að hægt væri að tilkynna faglega umfang atvika og áætluð viðbrögð við þeim til hlutaðeigandi eftirlitsaðilum eins og reglur gera ráð fyrir.“

Umhverfisstofnun virðist því ekki telja að þörf sé á frekari aðgerðum vegna málsins og stofnunin mun ekki hefja sérstaka rannsókn á því. Eins og er virðist Arnarlax því vera sá aðili sem vegur og metur stöðuna sem upp er komin hjá því út af laxadauðanum og er fyrirtækið því eitt til frásagnar um vandamálið eins og er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár