Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
7

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Elísa Gyrðisdóttir

Hreyfum okkur á hraða barnanna

Við náum betra sambandi við börnin þegar við höfum tíma til að svara spurningum, hlusta á ótrúlega langar sögur og lesa í líkamstjáningu þeirra. Hér er þriðja grein Elísu Gyrðisdóttur um veraldarkennslu.

Elísa Gyrðisdóttir

Við náum betra sambandi við börnin þegar við höfum tíma til að svara spurningum, hlusta á ótrúlega langar sögur og lesa í líkamstjáningu þeirra. Hér er þriðja grein Elísu Gyrðisdóttur um veraldarkennslu.

Hreyfum okkur á hraða barnanna
Ylfa og Leó Lifa hægar á taílenskri eyju en á Íslandi.  Mynd: Elísa Gyrðisdóttir

Lífið er farið að ganga sinn vanagang hér á Samui-eyju og mér finnst næstum óraunverulegt að það verði ekki alltaf svona. Við erum farin að rölta, hætt að strunsa og hætt þessu íslenska viðbragði að kippa öxlunum upp að eyrum þegar við göngum fyrir horn, af ótta við nístingskaldan vind. Það er ekki annað hægt en að slaka á þegar vatn og loft virðist vera við líkamshita og maður er aldrei í skóm. Við náum líka ólíkt betra sambandi við börnin eftir að við hægðum á okkur niður á þeirra hraða og hættum að segja „komdu, við erum að fara“ á tuttugu mínútna fresti. Þau hafa tíma til að læra því við höfum tíma til að svara spurningum, hlusta á ótrúlega langar sögur um sjóræningjafjalladraugadrottningar og lesa í líkamstjáningu.

„Það er ekki annað hægt en að slaka á þegar vatn og loft virðist vera við líkamshita og maður er aldrei í skóm.“

Koh Samui er frábær staður til að gefa börnum nægan tíma, hjartað slær hægt við ströndina. Þetta er næststærsta eyjan við Taílandsstrendur, hérna búa rúmlega 50 þúsund innfæddir en aðkomið vinnuafl og ferðamenn hækka töluna upp í 150–200 þúsund á hverjum tíma. Verslunargötur hjá vinsælustu ströndunum eru eins og ef Laugavegurinn væri jafn breiður og hann er núna, en væri ekki einstefna. Bættu svo við alls konar matarlykt, 300 mótorhjólum, settu nuddstofu á hvert horn og hafðu allar búðir galopnar með laukhressum eiganda sem býður þér að koma nú alveg endilega inn, og þá ertu að nálgast stemninguna hér. Allar verslanir eru drekkhlaðnar fílavarningi, en fíllinn er lundi þeirra Taílendinga. 

Við erum núna komin á rólega hluta eyjarinnar, hálfgerða sveit þar sem flestir þekkjast og okkur er vinkað viðstöðulaust úti á götu. 

Upprunalega var áætlunin að fara á næstu eyju við hliðina á þessari, en niðurstaðan varð að við skiptum hópnum í tvennt, hinir fóru yfir á eyjuna Koh Phangan og við ákváðum að vera hér áfram, því okkur líður ofsalega vel hér. Það eru kostir og gallar við að ferðast í hóp. Líklega er helsta áskorunin sú að hópurinn er ekki meira en summan af öllum og fer ekki hraðar en hægasti maður (við erum klárlega hægasti maður í þessari ferð). Mögulega er betra að fara út á sama tíma og aðrar veraldarkennslufjölskyldur, flétta saman það sem hentar, en hafa hópana annars hvern á sínum forsendum.

Það hefur lítið borið á menningarsjokki í ferðinni, smávegis tengt öryggisatriðum og hreinlæti, en minna en við bjuggumst við. Inni í mér býr pjattrófa sem vex ef hún er of lengi í einu á snyrtilegum norðlægum slóðum. Henni finnst gott að vera brynvarin fyrir skor- og skriðdýrum og hafa allt samkvæmt evrópskum öryggisstöðlum, með vanilluilmi. Ég þurfti að leggja hana í dvala og venjast ýmsum smáatriðum þegar við komum hingað, en það reyndist samt óþarfi að hafa pakkað niður einum fjórða af apóteki. Við pössum handþvott, hreint drykkjarvatn og borðum helst bara eldaðan mat, en matargerðin hérna er vönduð og fyrir utan þetta erum við áhyggjulaus. 

Annað er ólíkara því sem við eigum að venjast. Við erum á virkilega fínu hótelherbergi, en hér búa samt þrjár eðlur með okkur (sem okkur þykir bara hið besta mál). Hér eru engir barnabílstólar notaðir og það er ekki alveg sjálfgefið að fá bíl með öll beltin virk, en þar drögum við reyndar línuna. Við höfum séð litla krakka standa á mótorhjóli milli foreldra sinna og konu keyra vespu með annarri meðan hún hélt á fjögurra mánaða barni með hinni og fólk lætur mótorhjólaferð sko ekki stoppa gott símtal. Hjálmar virðast bara vera í notkun hjá létt-taugatrekktum vestrænum foreldrum eins og okkur. Krakkarnir okkar eru í langerma sundfötum með sólarvörn, sólhatt og í björgunarvesti á meðan rússnesku börnin steypa sér ber í sjóinn við klettana og foreldrarnir hvergi sjáanlegir, þau yngstu fá í mesta lagi armakúta.

„Fólk sem hefur hitt okkur áður gólar nafnið hans Leós úti á götu eins og hann sé frægur.“

Eins og margir sem hafa komið hingað á ég varla orð yfir hvað Taílendingar eru barngóðir. Ég hafði alveg heyrt þetta, en átti von á að þau myndu kannski vinka börnunum eða opna fyrir okkur dyr. Þetta er frekar þannig að fimm starfsmenn taka sér hlé frá vinnu til að spjalla við krakkana og fólk sem hefur hitt okkur áður gólar nafnið hans Leós úti á götu eins og hann sé frægur. Hann fær alls staðar að koma á bakvið og fær gefins banana beint af trjánum. Þau eru alveg spennt fyrir Ylfu, en þau eru gjörsamlega sjúk í hann! Koma og syngja fyrir hann, klappa honum, laga fötin hans, strjúka hárið frá enninu, vilja helst rífa hann (blíðlega) úr fanginu á okkur og hætta ekki gríninu fyrr en þau fá hann til að brosa. Sem hann gerir á endanum. Sama fólkið kemur aftur og aftur og fær ekki nóg af því að pota í litlu fellingarnar hans. Það yljar nú foreldrahjartanu þegar annað fólk er að ærast úr gleði yfir börnunum manns. Ylfu finnst þetta aftur á móti svo mikið að hún er farin að segja bara „No!“ þegar einhver nálgast hana, sem fólkinu hérna þykir alveg óborganlega fyndið. Þar opnast oft á dag gott tækifæri til að ræða það hvernig maður setur mörk og er kurteis á sama tíma. Verk í vinnslu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
7

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·