Hamingjan felst í að vera sátt við sjálfa sig, telur Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Þróunar vindorku hjá Landsvirkjun Hún talar líka um vináttuna, litlu atriðin, að bera sig ekki saman við aðra og njóta þess sem maður hefur. Þrátt fyrir erfiðan missi hefur hún náð að rækta hamingjuna.
ViðtalHamingjan
Vera með góðu fólki, hreyfa mig og skapa
Margrét Tryggvadóttir, bókverkakona og rithöfundur, fékk sér hvolp í vor og segir það leggja inn í hamingjubankann. Hundar eru alltaf í núinu og tryggja að eigendur þeirra fái alltaf útiveru og hreyfingu og það veiti vellíðunartilfinningu.
ViðtalHamingjan
Hamingjan liggur í hjartslættinum
Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), hlustar eftir taktinum til að ná sáttum á ferð sinni um lífið.
Viðtal
Sterkari, glaðari og hamingjusamari
Þórdís Valsdóttir fór á hnefanum í gegnum áföll lífsins. Hún var 14 ára þegar systir hennar lést vegna ofneyslu eiturlyfja og hún var 15 ára þegar hún varð ófrísk og þurfti að framkalla fæðingu vegna fósturgalla þegar hún var meira en hálfnuð með meðgönguna. Álagið varð mikið þegar hún eignaðist tvö börn í krefjandi lögfræðinámi og hún gekk á vegg og leyndi því hversu illa henni leið. Allt breyttist þegar hún fór að ganga og hlaupa.
Viðtal
Grasið ekki grænna hinum megin
Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, segir að hamingjan sé falin í að staldra við og njóta þess sem er í stað þess að horfa eitthvert annað. Þá segir hann hamingjuna stundum felast í að íhuga hvað við gerðum rangt í dag og hvernig við getum gert betur á morgun.
ViðtalHamingjan
Stóra málið er að elska
Kristján Jóhannsson óperusöngvari er léttur í skapi og hamingjusamur. Hann segist ráðleggja fólki að vera jákvætt og hafa jákvæðnina að leiðarljósi og hætta að tuða og kvarta yfir öllu og ráðast á náungann þótt eitthvað í fari annarra fari í taugarnar á því. Þannig geti fólk frekar upplifað hamingjuna.
ViðtalHamingjan
„Maður á að njóta en ekki þjóta“
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé fær sína lífsfyllingu og hamingju með íþróttaiðkun og útiveru. Hún þrífst á áskorunum og góðum félagsskap. Smáatriði eins og að eiga ekki hjól eða hafa aldrei staðið á gönguskíðum hafa ekki stöðvað hana í að taka þátt í þríþrautarkeppni eða Fossavatnsgöngunni.
ViðtalHamingjan
Hamingjan er að vera í tengslum við sjálfan sig
Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir hefur haft áhuga á samspili heilsu og streitu um árabil. Hún segir að lykillinn að hamingjunni sé vellíðan. Hún notar ákveðin hugtök, H-in til heilla, til að hjálpa fólki að takast á við lífið.
ViðtalHamingjan
Náin samskipti auka hamingjuna
Náin samskipti við fjölskyldu og vini, sálfræðitímar, trúin, útivera og það að hlæja og taka sjálfan sig ekki of alvarlega eru þættir sem Árelía Eydís Guðmundsóttir, dósent í stjórnun og leiðtogafræðum, notar til að viðhalda og finna hamingjuna – stundum eftir áföll eins og dauðsföll og skilnaði. „Þá er mikilvægt að vera ánægður með það sem maður hefur en ekki óánægður með það sem maður hefur ekki.“
Pistill
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Glansmyndafólkið sem við elskum að hata
Hver veit nema sjálfsmyndarfólkið þurfi mest á stuðningi okkar að halda?
SkoðunHamingjan
Kristján Freyr Halldórsson
Hamingjan er hér
Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri og fjölmiðlamaður, deilir hugleiðingum sínum um hamingjuna.
ViðtalHamingjan
Allt er gott og ekkert skiptir máli
Það er hin fullkomna núvitund að gleyma sér í söng. Þetta segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur af tveimur kórstýrum kvennakórsins Kötlu. Í kórnum eru sextíu konur sem taka sér pláss, hamfletta sig og rífa jafnvel úr sér hjartað – allt fyrir sönginn, samveruna og samstöðuna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.