Umboðsmaður barna vill kerfisbundið mat á áhrifum stjórnvaldsaðgerða á börn
Hægt hefði verið að milda áhrif sóttvarnaraðgerða á yngsta aldurshópinn ef kerfisbundið mat á áhrifum aðgerða stjórnvalda hefði verið til staðar. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir kominn tíma til að beina sjónum að yngstu kynslóðinni í baráttunni gegn Covid-19.
Fréttir
1
Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar fyrir þau fylgdarlausu börn sem dvelja í búsetuúrræði Útlendingastofnunnar fyrir jólin. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi stofnunarinnar. Í svörum frá stofnuninni segir að börnin fái desemberuppbót upp á 5 þúsund krónur. Flest þessara barna þurfa að undirgangast aldursgreiningu og sá sem framkvæmir hana fær 260 þúsund krónur fyrir hverja greiningu.
FréttirGeðheilbrigðismál barna
1
Alvarlegar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi
Barna- og unglingageðlæknafélag Íslands sendi í dag opið bréf til heilbrigðisráðuneytisins, mennta- og barnamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi.
Viðtal
„Dóttir mín er ekki bara eitthvert númer úti í bæ“
Foreldrar stúlku sem var tólf ára gömul þegar hún varð fyrir bíl segjast reið og sár út í lögregluna fyrir að draga það að afgreiða slysið þangað til tveimur árum seinna þegar það var annars vegar fellt niður og hins vegar sagt fyrnt. Ökumaðurinn stakk af frá vettvangi.
Fréttir
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra er hrósað í hástert á samfélagsmiðlum eftir að frumvarp hennar sem heimilar skráningu barna á tvö heimili var samþykkt í gær.
Viðtal
Barnalæknir vill ræða vaxandi offitu meðal barna
Offita er að aukast aftur hjá íslenskum börnum. Tryggvi Helgason barnalæknir hefur reynt að fá yfirvöld til að mæta faraldrinum. Hann segir að kostnaðurinn muni koma fram seinna ef ekkert er að gert.
Aðsent
Elín Kona Eddudóttir
Reglan „að vera skrítin“
Grunnskólakennarinn Elín Kona Eddudóttir skrifar um það sem gerðist þegar nemendur fengu að semja sér sínar eigin bekkjarreglur.
Fréttir
Endurnýja vatnslagnir í skólanum til öryggis eftir að blý mældist í vatninu
Reykjanesbær hefur ákveðið að flýta endurnýjun á vatnslögnum í Háaleitisskóla á Ásbrú, þar sem Stundin mældi blýmengun í drykkjarvatni í síðasta mánuði. Bæjarstjórinn og skólastjórinn segja aðgerðirnar ekki tengjast umfjöllunar Stundarinnar. „Þær framkvæmdir voru einungis færðar framar í röðinni til að slá á alla varnagla,“ segir bæjarstjórinn.
Fréttir
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Fréttir
Skrítið að bankamenn kenni börnum fjármálalæsi
Kennari og fyrrverandi bankamaður segir að skerpa þurfi á kennslu í fjármálalæsi og gagnrýnir að starfsmenn fjármálafyrirtækja sjái um hana á grunnskólastigi. „Það er svolítið eins og ef Þorsteinn Már í Samherja mætti kenna krökkunum um kvótakerfið.“
Viðtal
„Ekkert minni kona þótt þú kjósir að eignast ekki börn“
Fæðingartíðni þjóðarinnar er í frjálsu falli samkvæmt félagsfræðingnum dr. Sunnu Símonardóttur sem hefur rannsakað móðurhlutverkið á Íslandi og beinir nú sjónum að konum sem kjósa að eignast ekki börn. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við tvær íslenskar konur sem lýsa þeirri ákvörðun að eignast ekki börn og viðbrögðunum sem þær hafa fengið.
FréttirCovid-19
Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum
13.000 börn eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sem ríkisstjórnin lofaði til að gera þeim kleift að stunda íþróttir og tómstundir í sumar. Engir slíkir styrkir hafa verið greiddir þó hálft ár sé síðan þeim var lofað og fjárheimild til þess hafi legið fyrir í fimm og hálfan mánuð.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.