Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Forsætisráðherra vill breytingar svo upplýsingalög gildi um Alþingi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, eru jákvæð fyrir því að breyta upplýsingalögum þannig að þau nái einnig til Alþingis og dómstóla. Stundin spurði alla þingmenn um þetta en fékk einungis svör frá sjö þingmönnum Vinstri grænna og frá þingflokki Samfylkingarinnar. Nú ræður geðþótti skrifstofu Alþingis hvaða upplýsingar eru veittar um starfsemi þingsins.

Jákvæð fyrir lagabreytingum Bæði Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru jákvæð fyrir breytingum á upplýsingalögum svo að þau taki einnig til Alþingis. Mynd: Pressphotos

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill breyta lögum til að auka aðgengi almennings  að upplýsingum um starfsemi Alþingis og þingmanna. Þetta segir hún aðspurð um þá staðreynd að upplýsingalög nái ekki til þingmanna á Alþingi og hvort hún hafi hug á að beita sér fyrir því að þessu verði breytt. Stundin spurði alla þingmenn á Alþingi að þessum tveimur spurningum en einungis lítill hluti þingmanna svaraði spurningunum, sjö þingmenn Vinstri grænna og þingflokkur Samfylkingarinnar. 

Oft hefur gengið erfiðlega fyrir fjölmiðla að fá aðgang að gögnum og upplýsingum um starfsemi Alþingis þar sem þessir aðilar eru undanþegnir upplýsingalögum. Þannig má til dæmis nefna að Stundin reyndi á síðasta ári að fá svör frá þingmönnum og Alþingi um innheimtan aksturskostnað einstaka þingmanna – þingmenn sem þurfa að ferðast mikið innanlands vegna starfa sinna geta fengið endurgreiddan kostnað vegna afnota sinna af einkabílum sem notaðir eru til þessara ferðalaga – en varð ekki ágengt í þessum tilraunum ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup