Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
Fréttir

Jón Ólafs­son: Siðanefnd­in „féll í gryfju ab­solút­isma“

Seg­ir orða­lag Þór­hild­ar Sunnu Æv­ars­dótt­ur túlk­að ein­streng­ings­lega af siðanefnd Al­þing­is.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur
Fréttir

Skrif­stofu­stjóri Al­þing­is: „Al­veg frá­leitt“ að halda því fram að þing­menn hafi brot­ið siða­regl­ur

„All­ir reikn­ing­ar voru greidd­ir, skv. ákvörð­un skrif­stof­unn­ar og eft­ir yf­ir­ferð henn­ar, með­an hið nýja fyr­ir­komu­lag var að kom­ast á. Í því fólust eng­in brot á siða­regl­um,“ seg­ir Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.
Kannast ekki við að þingmenn hafi fengið óhóflegar akstursgreiðslur
FréttirAkstursgjöld

Kann­ast ekki við að þing­menn hafi feng­ið óhóf­leg­ar akst­urs­greiðsl­ur

Helgi Bernód­us­son skrif­stofu­stjóri Al­þing­is kann­ast ekki við að þing­menn hafi feng­ið ferða­kostn­að end­ur­greidd­an um­fram það sem leyfi­legt var.
Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn
Rannsókn

Ásmund­ur fékk nærri fjór­um sinn­um meira í akst­urs­gjöld en ökugl­að­asti norski þing­mað­ur­inn

Nor­eg­ur og Sví­þjóð veittu Stund­inni ít­ar­legt yf­ir­lit yf­ir akst­urs­gjöld þing­manna sinna. Dan­mörk, eins og Ís­land, veit­ir ekki þess­ar upp­lýs­ing­ar en þar eru greiðsl­ur lægri og regl­ur skýr­ari. Ásmund­ur Frið­riks­son er að öll­um lík­ind­um Norð­ur­landa­meist­ari í akstri á eig­in bif­reið í vinn­unni. End­ur­greiðsl­ur til ís­lenskra þing­manna á hvern keyrð­an kíló­metra eru miklu hærri á Ís­landi en í Sví­þjóð og Nor­egi.
Bæta kjör sín umfram almenning
Úttekt

Bæta kjör sín um­fram al­menn­ing

Ís­lensk­ir þing­menn eru launa­hæstu þing­menn­irn­ir á Norð­ur­lönd­um og hafa hækk­að langt um­fram al­menn­ing í laun­um und­an­far­in ár og ára­tugi. Þeir brjóta regl­ur um þing­far­ar­kostn­að og taka sér meira fé úr rík­is­sjóði en regl­urn­ar segja til um án þess að vera dregn­ir til ábyrgð­ar.
Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski
Úttekt

Ökugl­að­asti þing­mað­ur Ís­lands fær ní­falt meira í vas­ann en sá sænski

Stund­in fékk upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þing­manna í Sví­þjóð sem var synj­að um á Ís­landi. Sá sænski þing­mað­ur sem keyr­ir mest á eig­in bíl er rétt rúm­lega hálfdrætt­ing­ur öku­hæsta ís­lenska þing­manns­ins. Ís­lensk­ur þing­mað­ur fær þrisvar sinn­um hærri greiðsl­ur en sænsk­ur þing­mað­ur fyr­ir hvern ek­inn kíló­metra.
Þingmenn ítrekað beðnir um að nota bílaleigubíl en sögðu að hitt væri „þægilegra“
Fréttir

Þing­menn ít­rek­að beðn­ir um að nota bíla­leigu­bíl en sögðu að hitt væri „þægi­legra“

Þing­mönn­um var til­kynnt sér­stak­lega um 15 þús­und kíló­metra regl­una, bæði eft­ir kosn­ing­ar 2016 og kosn­ing­arn­ar í fyrra. Nokkr­ir ákváðu að fylgja regl­unni ekki þrátt fyr­ir skýr ákvæði siða­reglna um að þing­mönn­um beri að tryggja að end­ur­greiðsla kostn­að­ar sé „í full­komnu sam­ræmi“ við regl­ur þar um.
Steingrímur segir forseta Alþingis ábyrga fyrir leyndinni um akstursgjöldin
GreiningAkstursgjöld

Stein­grím­ur seg­ir for­seta Al­þing­is ábyrga fyr­ir leynd­inni um akst­urs­gjöld­in

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son vill ekki skella skuld­inni fyr­ir lít­illi upp­lýs­inga­gjöf um akst­urs­gjöld þing­manna á skrif­stofu Al­þing­is. Mið­að við svar Stein­gríms þá er það for­seti Al­þing­is og for­sæt­is­nefnd sem hafa mark­að upp­lýs­inga­stefnu Al­þing­is í gegn­um tíð­ina. Svör skrif­stofu Al­þing­is við spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um akst­urs­gjöld­in í fyrra löttu þing­menn frá því að veita blað­inu upp­lýs­ing­ar.