Akstursgjöld
Fréttamál
Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

·

Noregur og Svíþjóð veittu Stundinni ítarlegt yfirlit yfir akstursgjöld þingmanna sinna. Danmörk, eins og Ísland, veitir ekki þessar upplýsingar en þar eru greiðslur lægri og reglur skýrari. Ásmundur Friðriksson er að öllum líkindum Norðurlandameistari í akstri á eigin bifreið í vinnunni. Endurgreiðslur til íslenskra þingmanna á hvern keyrðan kílómetra eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Noregi.

Bæta kjör sín umfram almenning

Bæta kjör sín umfram almenning

·

Íslenskir þingmenn eru launahæstu þingmennirnir á Norðurlöndum og hafa hækkað langt umfram almenning í launum undanfarin ár og áratugi. Þeir brjóta reglur um þingfararkostnað og taka sér meira fé úr ríkissjóði en reglurnar segja til um án þess að vera dregnir til ábyrgðar.

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

·

Stundin fékk upplýsingar um endurgreiðslur til þingmanna í Svíþjóð sem var synjað um á Íslandi. Sá sænski þingmaður sem keyrir mest á eigin bíl er rétt rúmlega hálfdrættingur ökuhæsta íslenska þingmannsins. Íslenskur þingmaður fær þrisvar sinnum hærri greiðslur en sænskur þingmaður fyrir hvern ekinn kílómetra.

Þingmenn ítrekað beðnir um að nota bílaleigubíl en sögðu að hitt væri „þægilegra“

Þingmenn ítrekað beðnir um að nota bílaleigubíl en sögðu að hitt væri „þægilegra“

·

Þingmönnum var tilkynnt sérstaklega um 15 þúsund kílómetra regluna, bæði eftir kosningar 2016 og kosningarnar í fyrra. Nokkrir ákváðu að fylgja reglunni ekki þrátt fyrir skýr ákvæði siðareglna um að þingmönnum beri að tryggja að endurgreiðsla kostnaðar sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur þar um.

Steingrímur segir forseta Alþingis ábyrga fyrir leyndinni um akstursgjöldin

Steingrímur segir forseta Alþingis ábyrga fyrir leyndinni um akstursgjöldin

·

Steingrímur J. Sigfússon vill ekki skella skuldinni fyrir lítilli upplýsingagjöf um akstursgjöld þingmanna á skrifstofu Alþingis. Miðað við svar Steingríms þá er það forseti Alþingis og forsætisnefnd sem hafa markað upplýsingastefnu Alþingis í gegnum tíðina. Svör skrifstofu Alþingis við spurningum Stundarinnar um akstursgjöldin í fyrra löttu þingmenn frá því að veita blaðinu upplýsingar.

Bendir á mótsagnir og kallar eftir rannsókn

Björn Leví Gunnarsson

Bendir á mótsagnir og kallar eftir rannsókn

·

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir brýnt að fram fari rannsókn á því hvernig þingmenn og skrifstofa Alþingis hafa umgengist reglur um þingfararkostnað.

Ferðasirkusinn við Austurvöll og siðanefndin sem hvarf

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Ferðasirkusinn við Austurvöll og siðanefndin sem hvarf

·

Okkur hefur hingað til ekki verið treyst fyrir upplýsingum um hvað þingmennirnir okkar kosta í raun og veru. Við eigum bara að greiða reikninginn.

Óráðið hvort sett verði af stað rannsókn eða þingmenn látnir endurgreiða fjármuni

Óráðið hvort sett verði af stað rannsókn eða þingmenn látnir endurgreiða fjármuni

·

„Það sem ég mun leggja til mun ég leggja fram á fundum nefndarinnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Karlar að spara okkur pening

Jón Trausti Reynisson

Karlar að spara okkur pening

·

Þeir standa vaktina fyrir okkur og viðhalda leynd gagnvart okkur. Þegar þeir keyra sjálfir fram úr hófi benda þeir á útlendingana sem vandamálið.

Einhliða, persónuleg ákvörðun Steingríms að birta tölur um hæstu akstursgjöld þingmanna

Einhliða, persónuleg ákvörðun Steingríms að birta tölur um hæstu akstursgjöld þingmanna

·

Steingrími J. Sigfússyni fannst rétt að veita upplýsingar um hæstu akstursgjöld þingmanna án þess að nöfn þeirra kæmu fram. Fyrir rúmum mánuði síðan var skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, á annarri skoðun og vildi ekki veita Stundinni þessar upplýsingar. Málið sýnir hversu einkennilegt það er að upplýsingagjöf þjóðþings sé háð duttlungum og persónulegu mati einstakra starfsmanna þess.

Úrskurðarnefnd vísaði frá beiðni Stundarinnar um upplýsingar um akstursgjöld þingmanna

Úrskurðarnefnd vísaði frá beiðni Stundarinnar um upplýsingar um akstursgjöld þingmanna

·

Stundin kærði þá niðurstöðu skrifstofu Alþingis að veita Stundinni ekki upplýsingar um akstursgjöld þingmanna. Skrifstofa Alþingis hafnaði sams konar beiðni frá Stundinni og forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, samþykkti að veita upplýsingar um í síðustu viku á grundvelli spurningar frá Birni Leví Gunnarssyni.

Leynd yfir 171 milljónar greiðslum til þingmanna

Leynd yfir 171 milljónar greiðslum til þingmanna

·

Einungis 16 þingmenn af 63 svöruðu spurningum um innheimt akstursgjöld sín. Þingmenn geta keyrt á eigin bifreiðum í kjördæmum sínum og innheimt kostnað frá Alþingi fyrir vikið. Kostnaður við þetta kerfi er meiri en að leigja bílaleigubíla fyrir þingmenn. Upplýsingarnar eru sagðar „einkahagir“.