Akstursgjöld
Fréttamál
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·

Segir orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur túlkað einstrengingslega af siðanefnd Alþingis.

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·

Forsætisnefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmundur Friðriksson hefði brotið siðareglur þegar hann fékk endurgreiddan aksturskostnað langt umfram það sem reglur um þingfararkostnað gera ráð fyrir. Hins vegar vísaði forsætisnefnd kvörtun Ásmundar undan Þórhildi Sunnu og Birni Leví til siðanefndar Alþingis – og nú hefur siðanefndin komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur.

Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi

Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi

·

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að ekki hafi verið talið tilefni til að beina því til nefndarmanna forsætisnefndar að meta hæfi sitt með hliðsjón af reglum stjórnsýsluréttarins þegar erindi Björns Levís Gunnarssonar um aksturskostnað þingmanna voru afgreidd. Erindi Björns hafi ekki fengið „stöðu siðareglumáls“.

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur

·

„Allir reikningar voru greiddir, skv. ákvörðun skrifstofunnar og eftir yfirferð hennar, meðan hið nýja fyrirkomulag var að komast á. Í því fólust engin brot á siðareglum,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar

Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar

·

Ákvæði siðareglna alþingismanna, um að þeir skuli sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé í fullkomnu samræmi við reglur um þingfararkostnað, tók ekki til reglna um bílaleigubíla þrátt fyrir að skrifstofa þingsins bæði þingmenn um að fylgja reglunni.

Kannast ekki við að þingmenn hafi fengið óhóflegar akstursgreiðslur

Kannast ekki við að þingmenn hafi fengið óhóflegar akstursgreiðslur

·

Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis kannast ekki við að þingmenn hafi fengið ferðakostnað endurgreiddan umfram það sem leyfilegt var.

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

·

Noregur og Svíþjóð veittu Stundinni ítarlegt yfirlit yfir akstursgjöld þingmanna sinna. Danmörk, eins og Ísland, veitir ekki þessar upplýsingar en þar eru greiðslur lægri og reglur skýrari. Ásmundur Friðriksson er að öllum líkindum Norðurlandameistari í akstri á eigin bifreið í vinnunni. Endurgreiðslur til íslenskra þingmanna á hvern keyrðan kílómetra eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Noregi.

Bæta kjör sín umfram almenning

Bæta kjör sín umfram almenning

·

Íslenskir þingmenn eru launahæstu þingmennirnir á Norðurlöndum og hafa hækkað langt umfram almenning í launum undanfarin ár og áratugi. Þeir brjóta reglur um þingfararkostnað og taka sér meira fé úr ríkissjóði en reglurnar segja til um án þess að vera dregnir til ábyrgðar.

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

·

Stundin fékk upplýsingar um endurgreiðslur til þingmanna í Svíþjóð sem var synjað um á Íslandi. Sá sænski þingmaður sem keyrir mest á eigin bíl er rétt rúmlega hálfdrættingur ökuhæsta íslenska þingmannsins. Íslenskur þingmaður fær þrisvar sinnum hærri greiðslur en sænskur þingmaður fyrir hvern ekinn kílómetra.

Þingmenn ítrekað beðnir um að nota bílaleigubíl en sögðu að hitt væri „þægilegra“

Þingmenn ítrekað beðnir um að nota bílaleigubíl en sögðu að hitt væri „þægilegra“

·

Þingmönnum var tilkynnt sérstaklega um 15 þúsund kílómetra regluna, bæði eftir kosningar 2016 og kosningarnar í fyrra. Nokkrir ákváðu að fylgja reglunni ekki þrátt fyrir skýr ákvæði siðareglna um að þingmönnum beri að tryggja að endurgreiðsla kostnaðar sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur þar um.

Steingrímur segir forseta Alþingis ábyrga fyrir leyndinni um akstursgjöldin

Steingrímur segir forseta Alþingis ábyrga fyrir leyndinni um akstursgjöldin

·

Steingrímur J. Sigfússon vill ekki skella skuldinni fyrir lítilli upplýsingagjöf um akstursgjöld þingmanna á skrifstofu Alþingis. Miðað við svar Steingríms þá er það forseti Alþingis og forsætisnefnd sem hafa markað upplýsingastefnu Alþingis í gegnum tíðina. Svör skrifstofu Alþingis við spurningum Stundarinnar um akstursgjöldin í fyrra löttu þingmenn frá því að veita blaðinu upplýsingar.

Bendir á mótsagnir og kallar eftir rannsókn

Björn Leví Gunnarsson

Bendir á mótsagnir og kallar eftir rannsókn

Björn Leví Gunnarsson
·

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir brýnt að fram fari rannsókn á því hvernig þingmenn og skrifstofa Alþingis hafa umgengist reglur um þingfararkostnað.