Aksturskostnaður þingmanna
Fréttamál
Akstur í kosningabaráttu er endurgreiddur sem hluti af störfum þingmanns

Akstur í kosningabaráttu er endurgreiddur sem hluti af störfum þingmanns

·

Ekki er gerður greinarmunur á akstri þingmanns vegna kosningabaráttu og annars aksturs þegar kemur að endurgreiðslum aksturskostnaðar, samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. Endurgreiddur kostnaður virðist hærri í kringum kosningar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að svar forseta sé „steypa“.

Ásmundur vill skoða ummæli Pírata

Ásmundur vill skoða ummæli Pírata

·

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur sent forsætisnefnd erindi vegna ummæla tveggja þingmanna Pírata um endurgreiðslu á aksturskostnaði hans.

Nálgast Klaustursmálið með allt öðrum hætti en akstursgreiðslur Ásmundar

Nálgast Klaustursmálið með allt öðrum hætti en akstursgreiðslur Ásmundar

·

Hæfisreglur stjórnsýsluréttar virðast hvergi hafa komið við sögu þegar forsætisnefnd afgreiddi erindi Björns Levís Gunnarssonar um aksturskostnað þingmanna.

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra“

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra“

·

Þingmenn ræddu aksturskostnað Ásmundar Friðrikssonar þingmanns á hljóðupptöku. Anna Kolbrún Árnadóttir sagði hann hafa játað á sig sökina með því að minnka aksturinn. Ólafur Ísleifsson sagði markað fyrir sjónarmið Ásmundar um innflytjendur í kjördæminu.

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur

·

„Allir reikningar voru greiddir, skv. ákvörðun skrifstofunnar og eftir yfirferð hennar, meðan hið nýja fyrirkomulag var að komast á. Í því fólust engin brot á siðareglum,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar

Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar

·

Ákvæði siðareglna alþingismanna, um að þeir skuli sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé í fullkomnu samræmi við reglur um þingfararkostnað, tók ekki til reglna um bílaleigubíla þrátt fyrir að skrifstofa þingsins bæði þingmenn um að fylgja reglunni.

Björn Leví ekki hættur að skoða aksturskostnað

Björn Leví ekki hættur að skoða aksturskostnað

·

Forsætisnefnd Alþingis telur ekkert benda til þess að Ásmundur Friðriksson hafi brotið af sér. Ekki séu skilyrði fyrir almennri rannsókn á endugreiðslum til þingmanna vegna aksturs.

Ásmundur gagnrýnir Pírata: „Ég hef aldrei fengið athugasemdir“

Ásmundur gagnrýnir Pírata: „Ég hef aldrei fengið athugasemdir“

·

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist keyra mikið um kjördæmi sitt til að vera í góðu sambandi við fólkið. Hver ferð sé um 300 kílómetrar og hann noti alla þá 265 daga sem þingið er ekki að störfum til að sinna kjósendum. Spyr hann hvað Píratar geri við sama tíma.

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

·

Noregur og Svíþjóð veittu Stundinni ítarlegt yfirlit yfir akstursgjöld þingmanna sinna. Danmörk, eins og Ísland, veitir ekki þessar upplýsingar en þar eru greiðslur lægri og reglur skýrari. Ásmundur Friðriksson er að öllum líkindum Norðurlandameistari í akstri á eigin bifreið í vinnunni. Endurgreiðslur til íslenskra þingmanna á hvern keyrðan kílómetra eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Noregi.

Bæta kjör sín umfram almenning

Bæta kjör sín umfram almenning

·

Íslenskir þingmenn eru launahæstu þingmennirnir á Norðurlöndum og hafa hækkað langt umfram almenning í launum undanfarin ár og áratugi. Þeir brjóta reglur um þingfararkostnað og taka sér meira fé úr ríkissjóði en reglurnar segja til um án þess að vera dregnir til ábyrgðar.

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

·

Stundin fékk upplýsingar um endurgreiðslur til þingmanna í Svíþjóð sem var synjað um á Íslandi. Sá sænski þingmaður sem keyrir mest á eigin bíl er rétt rúmlega hálfdrættingur ökuhæsta íslenska þingmannsins. Íslenskur þingmaður fær þrisvar sinnum hærri greiðslur en sænskur þingmaður fyrir hvern ekinn kílómetra.

Spilling íslenskra alþingismanna

Jón Trausti Reynisson

Spilling íslenskra alþingismanna

Jón Trausti Reynisson
·

Hvers vegna fær íslenskur blaðamaður upplýsingar um þingmenn í Svíþjóð sem honum var neitað um á Íslandi? Rannsóknir sýna að vald minnkar siðferðiskennd og samkennd. Á Íslandi hafa þingmenn bætt hag sinn á kostnað annarra og þegið verulegar fjárhæðir til viðbótar í skjóli leyndar.