Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“
7

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Akstur Ásmundar hefur kostað tæpar 29 milljónir frá 2013

Ásmundur Friðriksson hefur á árinu fengið aksturskostnað endurgreiddan fyrir rúmlega 50 prósent hærri upphæð en þingmaðurinn í öðru sæti.

Akstur Ásmundar hefur kostað tæpar 29 milljónir frá 2013
Ásmundur Friðriksson Enginn þingmaður kemst með tærnar þar sem Ásmundur hefur hælana hvað varðar endurgreiðslur á aksturskostnaði í ár.  Mynd: Af Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
steindor@stundin.is

Frá því Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, settist á þing árið 2013 hefur hann fengið 28.747.016 krónur endurgreiddar vegna aksturskostnaðar.

Ásmundur er sá þingmaður sem hefur fengið langmest endurgreitt vegna aksturskostnaðar það sem af er ári. Frá janúar til loka október hefur hann fengið endurgreiddar 2.834.790 króna fyrir ferðir á bílaleigubíl auk kostnaðar vegna eldsneytis upp á 628.159 krónur. Nemur upphæðin alls 3.462.949 krónum á árinu.

Á eftir Ásmundi kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, með endurgreiðslur upp á um 2,3 milljónir króna. Eru endurgreiðslur til Ásmundar 52 prósent hærri en til Vilhjálms. Í þriðja sæti er Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur fengið 1,6 milljónir króna endurgreiddar.

Ásmundur var kjörinn á þing árið 2013 fyrir suðurkjördæmi eftir að hafa verið bæjarstjóri í Garði. Frá upphafi þingsetu hefur hann fengið 23.447.944 krónur endurgreiddar fyrir ferðir á eigin bifreið. Þá hefur hann fengið samtals 4.000.840 krónur endurgreiddar í ár og í fyrra fyrir kostnað við bílaleigubíla. Ofan á það bætist kostnaður upp á 1.261.232 krónur í eldsneytiskostnað á þessum tæpu tveimur árum. Loks hefur hann fengið 37.000 krónur endurgreiddar vegna annars kostnaðar, en undir þann lið falla til dæmis gjöld í jarðgöng, leigubílar og fleira.

Þá er ótaldur fastur ferðakostnaður í kjördæmi sem hefur numið 4.666.494 krónum frá því Ásmundur settist á þing, auk greiðslna fyrir flugferðir og fargjöld innanlands, gisti- og fæðiskostnað innanlands, flugferðir utan lands, gisti- og fæðiskostnað erlendis, dagpeninga og annan ferðakostnað utan lands. Þingmenn fá einnig greiddan starfskostnað, síma- og netkostnað og fá þingmenn kjördæma utan höfuðborgarsvæðisins einnig greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað.

Ásmundur endurgreiddi þó 178 þúsund krónur vegna aksturs sem tengdist þætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. „Ég leit þannig á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða,“ sagði hann haustið 2018. „Slíkt orkar tvímælis. Vegna þess og að eigin frumkvæði, greiddi ég því skrifstofu Alþingis til baka þann 19. febrúar sl. 178.000 kr. vegna ferða sem mér höfðu verið endurgreiddar til þess að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið, enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“

Ásmundur sagði nýlega frá því að hann hefði tilkynnt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir, þingmann Pírata og varaformann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, til Evrópuráðsþingsins vegna þess að hún hefði brotið siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna var fundin sek af siðanefnd Alþingis fyrir að brjóta siðareglurnar með því að segja „rökstuddan grun“ vera uppi um að Ásmundur hefði „dregið að sér fé“ með ofteknum endurgreiðslum vegna aksturs. Orðrétt sagði Þórhildur Sunna: „Nú er uppi rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn á þessum efnum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
2

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
3

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Launin gera fólk háð maka sínum
4

Launin gera fólk háð maka sínum

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
5

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
6

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“
7

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði