Við Laugarvatn hafa staðið hjólhýsi í marga áratugi. Samfélag sem iðar af lífi á sumrin en leggst svo í dvala yfir veturinn. Hjólhýsin eru í misjöfnu ásigkomulagi en flestum virðist vel við haldið og skrautlegir garðar og stórir pallar umlykja þau flest. Þarna hefur fólk komið sér fyrir, sumir komið árlega lengi en aðrir tiltölulega nýmættir. Núna í september verður hins vegar skrúfað fyrir vatnið og nær öllum gert að vera farin fyrir áramót.
FréttirTekjulistinn 2021
Tekjuhæsti Sunnlendingurinn: „Nú er ég bara næstum kominn á ellilaun“
Vigfús Vigfússon er tekjuhæstur Sunnlendinga eftir að hafa selt útgerðarfélagið Ölduós. Ársæll Hafsteinsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri slitanefndar Landsbankans, greiddi hæstu skattana.
Fréttir
Ný ferðaskrifstofa birti myndband af utanvegaakstri
Stofnendur Morii kynntu fyrirtækið með myndbandi þar sem þeir höfðu keyrt upp á gígbarm Rauðaskálar þar sem utanvegaakstur er algengur. Fyrirtækið hefur ekki fengið leyfi til að starfa sem ferðaskrifstofa.
FréttirIngó afbókaður
Fleiri hafa stutt afboðun Ingós en endurkomu hans í brekkusöng
Undirskriftalistar ganga á víxl vegna ákvörðunar um að afbóka Ingó Veðurguð úr brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í kjölfar ásakana.
FréttirIngó afbókaður
Rísa upp gegn afbókun Ingós Veðurguðs
Ritstjóri héraðsfréttamiðils í Vestmannaeyjum stofnar til undirskriftarsöfnunar til að fá Ingó Veðurguð til að flytja brekkusöng á Þjóðhátíð, þvert gegn ákvörðun þjóðhátíðarnefndar um að afbóka hann vegna ásakana yfir tuttugu kvenna.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“
Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hótel Grímsborga, krefst afsökunarbeiðni frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum vegna ummæla í frétt Stundarinnar um upplifun sína í starfi og meint brot á kjarasamningum. Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um 1,8 milljónir.
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði
Fyrrverandi starfsfólk lýsir harðræði og rasísku viðhorfi á fimm stjörnu hóteli
Hótel Grímsborgir er annað af tveimur hótelum á landinu með vottun upp á fimm stjörnur. Fyrrverandi starfsfólk lýsir kjarasamningsbrotum og fjandsamlegri framkomu yfirmanna. Eigandi segir að ekki einn einasti starfsmaður hans sé óánægður.
FréttirCovid-19
Áslaug Arna flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr fríi og til baka
Landhelgisgæslan sótti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra úr hestaferð á Suðurlandi á fund í Reykjavík og flutti hana svo aftur til baka. Sjaldgæft er að flogið sé með ráðherra. Daginn eftir var tilkynnt um hópsmitið á Hótel Rangá og ráðherra fór í smitgát. Flugstjórinn reyndist í innri hring sama hópsmits og er nú í sóttkví.
Úttekt
Kristján í Samherja er stærsti eigandi nýs miðbæjar Selfoss
Bygging nýs miðbæjar á Selfossi stendur nú yfir. Verið er að reisa 35 hús sem byggð eru á sögulegum íslenskum byggingum. Stærsti hluthafi miðbæjarins er Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður í Samherja, en eignarhald hans á nýja miðbænum var ekki uppi á borðum þegar gengið var til íbúakosningar um framkvæmdirnar árið 2018.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
Hraktist úr grotnandi húsi á Suðurlandi
Ungt aðflutt par flúði óíbúðarhæft húsnæði sem vinnuveitandi þeirra á Suðurlandi leigði þeim. Þar var mikið um vatnsskemmdir og sorp var á víð og dreif um húsið og lóðina. Yfirmaðurinn sagði að aðrir útlendingar hefðu aldrei kvartað undan ástandi húsnæðisins.
Viðtal
Fjölbreytt, litríkt og söguríkt
Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra mun í sumar ferðast um Suðurland. „Þarna er svört fjara, ofboðslega græn fjöll og svo gnæfir jökullinn yfir.“
ViðtalFerðasumarið 2020
Íslensk náttúra eins og súrefni í æð
Svava Johansen, eigandi NTC, á sumarbústað í Grímsnesinu og ætlar að ferðast í sumar um Suðurlandið. Hún er nýkomin frá Vestmannaeyjum og ætlar þangað aftur síðar í sumar, bæði á Goslokahátíð og síðan Þjóðhátíð í Eyjum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.