Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Byggja fjármálastefnuna á úreltri hagspá

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur byggir fjármálastefnu sína á þjóðhagsspá sem miðaðist við að ríkisfjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar kæmi til framkvæmda. Þannig er verðbólga næstu ára vanáætluð.

Slakað á aðhaldinu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar stóraukna samneyslu meðan ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar varaði við auknum ríkisútgjöldum á þeim grundvelli að á þenslutímum myndi slíkt ógna verðstöðugleika. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur byggir fjármálastefnu sína á þjóðhagsspá Hagstofunnar sem gerði ráð fyrir að ríkisfjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar kæmi til framkvæmda. Þannig yrði t.d. haldið verulega aftur af vexti samneyslunnar næstu árin og virðisaukaskattur lækkaður í ársbyrjun 2019.

Í ljósi þessa má ætla að verðbólga sé talsvert vanáætluð í greinargerð fjármálastefnunnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi þann 14. desember síðastliðinn, skömmu eftir að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var mynduð.

Fjármálaráð, óháður sérfræðingahópur á vegum stjórnarráðsins, bendir á að þegar fyrri ríkisstjórn hugðist lækka hið almenna þrep virðisaukaskattsins var gert ráð fyrir að slíkt myndi leiða til lækkunar vísitöluneysluverðs um 0,4 prósentustig. „Spá Hagstofunnar um verðbólgu fyrir árið 2019 vanspáir því verðbólgunni að öðru óbreyttu sem þessu nemur,“ segir í umsögn fjármálaráðs um fjármálastefnuna „Það er því ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Fréttir

„Mjög gott samráð“ milli ráðuneyta en töldu ekki ástæðu til að láta Norðurlöndin vita

Fréttir

Stundin fær fjölmiðlaverðlaun götunnar

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Fréttir

Salan á GAMMA: Fyrirtækið hefur glímt við rekstarerfiðleika