Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður áfram með málefni dómstóla og brotaþola þrátt fyrir hneykslismálin

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra var stað­in að því að brjóta lög við skip­un dóm­ara, var í brenni­depli vegna hneykslis­mála er vörð­uðu upp­reist æru kyn­ferð­is­brota­manna og hef­ur hert veru­lega á út­lend­inga­stefnu Ís­lands. Hún mun áfram gegna embætti dóms­mála­ráð­herra og fara með þessi mál­efni í nýrri rík­is­stjórn.

Sigríður áfram með málefni dómstóla og brotaþola þrátt fyrir hneykslismálin
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra ræddi við dómara í síðustu viku um að „opinberar persónur“ ættu ekki að þola minni „réttarvernd“ en aðrir borgarar landsins, þegar kæmi að takmörkun tjáningar um þær. Mynd: Haraldur Gudjonsson/hag

Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mun áfram fara með málefni dómstóla, brotaþola kynferðisofbeldis, útlendinga og mannréttinda í nýrri ríkisstjórn. Þetta var staðfest með forsetaúrskurði á ríkisráðsfundi í dag. 

Leyndi upplýsingum um uppreist æru

Tveir og hálfur mánuður er liðinn síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið vegna mála er vörðuðu uppreist æru dæmdra kynferðisbrotamanna. Í ljós kom að dómsmálaráðuneytið, undir yfirstjórn Sigríðar Andersen, hafði gengið lengra í upplýsingaleynd en lög heimiluðu þegar upplýsingum um meðmæli föður þáverandi forsætisráðherra fyrir kynferðisbrotamanninn Hjalta Sigurjón Hauksson var haldið frá almenningi. Um leið hafði hún sagt Bjarna Benediktssyni einum frá því að faðir hans hefði veitt Hjalta meðmæli. 

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu um miðjan september að almenningur hefði átt rétt á upplýsingum um málefni kynferðisbrotamanna sem höfðu sótt um uppreist æru, þvert á þá hörðu afstöðu sem dómsmálaráðuneytið og þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku. 

Eftir að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið kallaði ráðgjafaráð Viðreisnar eftir því að fram færi „rannsókn“ á embættisfærslum Sigríðar Andersen og Bjarna Benediktssonar. Slík rannsókn fór aldrei fram.

Eins og Stundin greindi frá í gær hefur dómsmálaráðuneytið enn ekki afhent Alþingi umbeðin gögn um málin sem sprengdu fyrri ríkisstjórn né svarað upplýsingabeiðni þingkonu Pírata um málið.

Braut lög við skipun dómara

Í sömu vikunni og í ljós kom að dómsmálaráðuneytið hafði ekki fylgt upplýsingalögum þegar almenningi var neitað um upplýsingar um málefni manna sem höfðu fengið uppreist æru komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Sigríður Andersen hefði brotið lög þegar hún vék frá niðurstöðu hæfisnefndar við skipun dómara við Landsrétt, nýtt dómsstig sem hafði verið í undirbúningi um árabil.

Sigríður valdi meðal annars umsækjanda sem hafði lent í 30. sæti á lista dómnefndar yfir þá sem metnir voru hæfastir. Sá umsækjandi er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu Sigríðar og vinnuveitanda til margra ára á lögfræðistofunni Lex. Jafnframt valdi Sigríður eiginkonu Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem dómara þótt hún hefði ekki verið í hópi þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir. 

Að því er fram kom í dómi Héraðsdóms vegna kærumáls Ástráðs Haraldssonar, eins þeirra fimmtán sem metnir höfðu verið hæfastir sem dómarar við Landsrétt, var stjórnsýslumeðferð ráðherra „ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins um rannsókn máls, mat á hæfni umsækjenda og innbyrðis samanburð þeirra.“ Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem hefur ekki kveðið upp dóm, en Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur boðað vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra ef Hæstiréttur staðfestir þá niðurstöðu Héraðsdóms að ráðherra hafi ekki fylgt lögum við meðferð málsins. 

Samkvæmt forsetaúrskurði mun Sigríður Andersen áfram fara með málefni dómstóla og réttarfars í nýrri ríkisstjórn. Þá munu málefni er varða „náðun, sakaruppgjöf og uppreist æru“ heyra undir dómsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar, Sigríði Andersen.

Rekur harða útlendingastefnu

Á meðal annarra mála sem heyra undir dómsmálaráðherra eru málefni útlendinga, Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála. Sem dómsmálaráðherra hefur Sigríður Andersen beitt sér fyrir hertri stefnu í útlendingamálum.

Að frumkvæði hennar voru til dæmis sett lög þann 6. apríl síðastliðinn sem sviptu tiltekna hópa hælisleitenda réttinum til að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um brottvísun frestað vegna kæru til æðra stjórnvalds eða dómstóla. Rauði krossinn á Íslandi og Lögmannafélagið vöruðu við lagabreytingunum og töldu að með þeim væri réttaröryggi hælisleitenda skert og mannréttindum þeirra ógnað.

Í lok ágúst setti svo Sigríður Andersen reglugerð sem felur í sér að útlendingar eru sviptir réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Þá fólst í reglugerðinni að ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun jafnframt fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir. Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina og benti á að vegna hennar gætu hælisleitendur lent milli steins og sleggju, án atvinnuréttinda og framfærslufjár, jafnvel vikum saman meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. Undir lok síðasta þings beittu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með Sigríði Andersen í fararbroddi, sér af mikilli hörku gegn réttarbótum fyrir barnafjölskyldur sem höfðu sótt um hæli á Íslandi. Aðrir flokkar á Alþingi sameinuðust um lagabreytingarnar, en Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði á móti þeim.

Sigríður Andersen fer einnig með málefni mannréttinda í nýrri ríkisstjórn, en undir þetta falla til dæmis tjáningarfrelsismál og mál er varða friðhelgi einkalífs. Sigríður hefur vakið athygli fyrir sjónarmið sín er snúa að þessum réttindum. Nýlega lýsti hún því yfir í ávarpi á aðalfundi Dómarafélags Íslands að hún teldi að í stjórnarskrá Íslands væri tjáningarfrelsinu skipað skör lægra en réttinum til einkalífs. Þá furðaði hún sig á að dómstólar gerðu greinarmun á opinberum persónum og óbreyttum borgurum í dómaframkvæmd sinni.

„Í dómaframkvæmd undanfarið er nokkuð gert með það hvort að sá sem telur að sér vegið sé svokölluð opinber persóna eða ekki. Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinar. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta,“ sagði Sigríður.

„Ég veit ekki hvenær „opinberri persónu“ skaut fyrst upp í dómum hér á landi en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings. Þetta er í öllu falli til umhugsunar fyrir löggjafann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár