Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjá eftir að hafa ekki stöðvað „kynferðislega áreitni“ Brynjars

Fund­ar­stjóri og fund­ar­mað­ur á fundi Sið­mennt­ar sjá eft­ir því að hafa ekki grip­ið inn í. „Ég fann mig knúna til að biðja hana af­sök­un­ar á að hafa ekki stig­ið fram og beð­ið mann­inn um að hætta,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir í kosn­inga­þætti Stöðv­ar 2 vegna til­burða Brynj­ars Ní­els­son­ar gagn­vart Stein­unni Þóru Árna­dótt­ur.

Sjá eftir að hafa ekki stöðvað „kynferðislega áreitni“ Brynjars

Helga Vala Helgadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hringdi í Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, og bað hana afsökunar á að hafa ekki gripið inn í vegna tilburða Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, gagnvart henni á fundi Siðmenntar með fulltrúum stjórnmálaflokka í gær. 

Á fundinum sagðist Brynjar vera skotinn í Steinunni, hallaði sér upp að henni meðan hún talaði og spurði hvort hann mætti kyssa hana. 

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar sem stýrði fundinum, tjáir sig um atvikið á Facebook og segist hafa upplifað „ofbeldi“ og „kynferðislega áreitni“. Honum hafi orðið verulega brugðið og sjái eftir því að hafa ekki tekið harðar á framgöngu Brynjars.  

Hefði átt að stöðva Brynjar

„Ég var á þessum fundi og þetta var algjörlega ömurlegt,“ sagði Helga Vala í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.

„Ég hafði samband við Steinunni í gær, því ég fann mig knúna til að biðja hana afsökunar á að hafa ekki stigið fram og beðið manninn um að hætta. Því þetta var ekki í eina skiptið sem hann kom fram við hana með þessum hætti. Hann bað hana um að kyssa sig en hann var líka endalaust að segja henni hvað hann væri skotinn í henni og eitthvað – ofsa fyndinn! – en því miður á var þetta alveg ótrúlega ósmekklegt.“

„Ég fann mig knúna til að biðja hana
afsökunar á að hafa ekki stigið fram
og beðið manninn um að hætta“

Aðrir frambjóðendur tóku undir þetta, en Sigríður Andersen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki gera mikið úr atvikinu. 

Hún sagði að sér hefði fyrst verið brugðið þegar hún las frétt um málið. Svo hefði hún hins vegar horft á myndbandið. 

Sigríður Andersenstarfandi dómsmálaráðherra og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins

„Þetta var nú ekki eins og ég hafi ímyndað mér heldur var það augljóst að hann var bara innilega sammála henni Steinunni Þóru um það sem hún var að ræða þarna, og setur þetta svona fram, sem er nú ekki skemmtilegt,“ sagði Sigríður. „Þetta er nú ekki boðlegt að mínu mati, sérstaklega við svona aðstæður, við erum að ræða háalvarleg mál, kosningamál.“ 

Sigríður lagði áherslu á að Brynjar hefði beðist afsökunar. „Ég sá ekki betur en hann hefði beðist afsökunar, ég held hann hafi beðið hana afsökunar og gert það sjálfur strax í dag þegar hann sá hvaða viðbrögð þessi ummæli vöktu sem maður hlýtur að skilja.“

„Partur af pólitískri umræðu dagsins í dag“

Svandís Svavarsdóttir, þingkona og frambjóðandi Vinstri grænna, brást við orðum Sigríðar og sagði að sér þætti með ólíkindum að það þyrfti fjölmiðlaumfjöllun til að Brynjar áttaði sig á því að þarna hefði hann farið mjög hressilega yfir mörk þess sem eðlilegt er, ekki aðeins í pólitískri umræðu heldur í opinberu rými almennt.

Svandís Svavarsdóttirþingkona og frambjóðandi Vinstri grænna

„Og það er einmitt þetta sem #metoo-byltingin gengur út á, þar sem konur stíga fram og segja frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á furðulegustu stöðum í samfélaginu. Það að við skulum sjá fulltrúa feðraveldisins fara fram með þessum hætti í beinni útsendingu, það bara sýnir okkur að þessi umræða er sannarlega mikilvæg og þess virði, og hún er partur af pólitískri umræðu dagsins í dag. Þetta sýnir líka að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að skoða sinn málflutning og sína hegðun í þessum málaflokki.“

Hér greip Sigríður fram í fyrir Svandísi. „Þetta hefur nú ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera,“ sagði hún. Sem kunnugt er er Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfsætðisflokksins og gegndi um nokkurra mánaða skeið formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrir hönd stjórnarmeirihlutans. Hann er í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

„Afsökunarbeiðni dónans“

Þegar Þórhildur Sunna var innt eftir viðbrögðum sagði hún að ef framkoman hefði verið grín hjá Brynjari væri húmorinn mjög ósmekklegur. Atvikið og viðbrögð Brynjars væru lýsandi fyrir það sem konur þyrftu sífellt að þola.

„Þetta er auðvitað mjög lýsandi fyrir það sem við lendum ítrekað í, að það sé verið að „gefa okkur undir fótinn“ í gríni… og ef við tökum því ekki nógu vel þá erum við bara alltof tilfinningasamar.“ Sagði Þórhildur að afsökunarbeiðni Brynjars væri „þessi tíbíska afsökunarbeiðni dónans sem áttar sig ekki á að hann þurfi að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Hann segir, ég biðst afsökunar ef ég móðgaði einhvern í stað þess að segja: ég hagaði mér eins og fífl og biðst afsökunar á því.“

„Ef við tökum því ekki nógu vel þá
erum við bara alltof tilfinningasamar“

Þegar RÚV fjallaði um atvikið á fundinum í dag gerði Brynjar lítið úr málinu og sagði hegðun sína ekki hafa verið óviðeigandi. „Er öll kímnigáfa á þessu landi dauð?“ sagði hann og bætti við: „Ef hún upplifir þetta eitthvað óviðeigandi þá talar hún bara um það við mig og þá biðst ég afsökunar á því, það var auðvitað ekki tilgangurinn. Bara að taka undir það sem hún var að segja. En hún talar bara við mig sjálf, ef menn vilja nota svona lagað í kosningabáráttu þá gera þeir það.“ Jafnframt kvartaði Brynjar undan því að umræðan væri ofstækisfull. 

Segist hafa upplifað ofbeldi

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, var fundarstjóri á fundinum þar sem atvikið átti sér stað. Hann lýsir atvikinu með eftirfarandi hætti á Facebook: 

Ég upplifði nokkuð nýtt í gærkveldi sem ég hefði gjarnan vilja vera án. Ég var fundastjórinn á þessum fundi. Þegar Brynjar spyr hvort hann megi kyssa Steinunni Þóru upplifði ég ofbeldi sem ég hafði hingað til bara lesið um. Kynferðislega áreitni með ófyrirleitinni spurningu. Í þeirri stöðu hefði ég líklega átt að bregðast öðruvísi við en ég gerði en sjokkið sem ég upplifði gerði það að verkum að minna varð úr andmælum. Ég eiginlega lamaðist, en það var auðvitað Steinunn Þóra sem varð fyrir ofbeldinu, ekki ég. Konur hafa á undanförnum vikum opnað fyrir umræðu um margvíslegt ofbeldi sem þær verða fyrir og það eru karlmenn sem beita því. Ég læt orð Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur úr grein hennar „Áskorun um #strákahitting“ vera lokaorðin: „Ég vil að karlar tali sín á milli um hvað þeir, persónulega, geti gert til að draga úr ofbeldi gegn konum.“

Skilur að sumum hafi þótt kersknin óviðeigandi

Eftir að málið hafði vakið hörð viðbrögð í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum birti Brynjar eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook: 

Hvað maður segir og gerir tekur oftast mið af eigin veruleika. Mér varð á á pólitískum fundi í gær að lýsa yfir ánægju með málflutning Steinunnar Þóru með því að spyrja hana hvort ég mætti kyssa hana. Með þeim hætti var ég að slá á létta strengi og hélt að öllum væri ljóst að ekkert annað lægi að baki. Hins vegar eftir á að hyggja mátti mér vera ljóst, sérstaklega í ljósi umræðunnar í samfélaginu, að þetta kynni sumum að finnast óviðeigandi. Þegar ég vissi að Steinunni Þóru hefði fundist þetta óþægilegt hafði ég strax samband við hana og baðst velvirðingar á þessum orðum mínum. Segja má að þessi kerskni hafi verið misheppnuð sem ég biðst velvirðingar á og mun örugglega læra af.

Skömmu seinna birti hann aðra stöðuuppfærslu og gerði að gamni sínu:

Jæja, maður hefur lagt sitt af mörkum undanfarnar vikur til að útvega efni í Skaupið. Kannski að einhver virði þá viðleitni í kjörklefanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu