Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fatlaður maður var vistaður í kvennafangelsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son var, í lok ní­unda ára­tugs­ins, vist­að­ur í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem fang­ar sem höfðu með­al ann­ars fram­ið mann­dráp afplán­uðu dóma sína. Þar upp­lifði hann nið­ur­læg­ingu og harð­ræði, og leið eins og hann væri fangi. Ólafi leið svo illa að hann strauk úr fang­els­inu og gekk til Reykja­vík­ur, en hann er lög­blind­ur. Hann kall­ar eft­ir rann­sókn Al­þing­is á vistheim­il­um sem voru starf­rækt á þess­um tíma.

Á jarðhæð í blokk í Kópavogi tekur Ólafur Hafsteinn Einarsson á móti blaðamanni Stundarinnar. Heimili hans er ekki ólíkt öðrum heimilum jafnaldra hans; gamlar myndir hanga á veggjunum, bækur sitja í bókaskápum og veglegt tölvuborð fyllir upp holið. Ólafur flutti hingað árið 2011, sem væri ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki hans fyrsta íbúð.

Ólafur ólst upp á tíma þar sem fatlaðir einstaklingar voru gjarnan stofnanavæddir og skoðun þeirra á því hvar og hvernig þeir vilja búa virt að vettugi. „Ég var búinn að berjast lengi fyrir því að fá íbúð og vera ég sjálfur,“ segir hann blaðamanni, en Ólafur hefur lengi þurft að kljást við forneskjulegt kerfi til að fá sínu framgengt.

„Það þarf ekki bara að rannsaka staðina sem ég var á, það þarf að rannsaka þá alla.“ 

Hann hefur verið vistaður á unglingaheimili, sjúkrahúsi, sambýli og í kvennafangelsi, en það er einmitt síðastnefndi staðurinn sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu