Öryrkjar
Flokkur
Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall

Hélt áfram að spila eftir heilablóðfall

·

Salóme Mist Kristjánsdóttur segir að eftir að líf hennar breyttist skyndilega hafi það verið mikið lán að helsta áhugamál hennar hafi verið fötlunarvænt.

Verndum stöðugleikann

Guðmundur Gunnarsson

Verndum stöðugleikann

·

Verkalýðshreyfingin hefur áratuga reynslu af „samtölum“ við stjórnvöld, sem engum árangri skilar. Guðmundur Gunnarsson krefst breytinga fyrir launþega og lýsir fundum með þingnefndum og ráðherrum þar sem sumir þeirra sváfu og aðrir sátu yfir spjaldtölvum á meðan einhverjir embættismenn lásu yfir fundarmönnum hvernig þeir vildu að verkalýðshreyfingin starfaði. Hann krefst breytinga í þágu launþega.

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“

Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“

·

Formaður Örykjabandalagsins segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar muni auka á félagsleg vandamál. Afnema  þurfi krónu á móti krónu skerðingar tafarlaust.

Öryrkjar eru auðlind

Alex B. Stefánsson

Öryrkjar eru auðlind

·

Alex B. Stefánsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins og formaður SIGRÚNAR, Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, skrifar um öryrkja og hvernig kerfið kemur í veg fyrir samfélagslega þátttöku þess hóps.

Kona í hjólastól þurfti að yfirgefa salinn áður en leiksýningu lauk

Kona í hjólastól þurfti að yfirgefa salinn áður en leiksýningu lauk

·

Skýringin sem starfsfólk Borgarleikhússins fékk var að akstur stæði henni ekki til boða eftir klukkan tíu á kvöldin. Aksturinn ekki á vegum ferðaþjónustu fatlaðra.

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

·

Margrét Lísa fær ekki skipaðan lögræðismann og hefur því ekki aðgang að peningunum sínum. Hið opinbera brýtur mannréttindi Margrétar Lísu, segir framkvæmdastýra Geðhjálpar. Ekki megi týna einstaklingum í kerfinu.

„Staða mála heyrnarlausra er bara til skammar og á ábyrgð stjórnvalda“

„Staða mála heyrnarlausra er bara til skammar og á ábyrgð stjórnvalda“

·

Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flutt úr landi vegna skorts á úrræðum á Íslandi. Móðir fjórtán ára drengs, sem getur ekki tjáð sig í heilum setningum, hræðist hvað tekur við hjá honum að grunnskóla loknum. Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra segir að heyrnarlaus börn verði fyrir kerfisbundinni mismunun þar sem íslenska kerfið sé langt á eftir nágrannalöndum okkar.

Þrjár rangfærslur Þorsteins Víglundssonar í embætti ráðherra

Þrjár rangfærslur Þorsteins Víglundssonar í embætti ráðherra

·

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur í þrígang síðan í lok apríl verið staðinn að rangfærslum. Fyrst setti hann fram rangar tölur um útgjöld Landspítalans í viðtali við Morgunblaðið. Svo hélt Þorsteinn því ranglega fram í tölvupósti til þingmanna og framkvæmdastjóra Staðlaráðs að staðall ráðsins væri opinber eign. Nú síðast fór Þorsteinn með rangt mál um kjör lífeyrisþega. Í ekkert skipti hefur Þorsteinn leiðrétt sig eða beðist afsökunar á rangherminu.

„Þetta er engin framtíð“

„Þetta er engin framtíð“

·

Christina Attensperger fær einungis 44 prósent af fullum örorkulífeyri þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi frá því hún var 25 ára gömul. Alls búa 1.719 lífeyrisþegar við búsetuskerðingar á Íslandi og þar af eru 884 sem fá engar greiðslur frá öðru ríki. Félags- og jafnréttismálaráðherra segir ekki nauðsynlegt að gera grundvallarbreytingar á almannatryggingakerfinu og segir að horfa þurfi á fleiri þætti í velferðarkerfinu okkar, svo sem fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Sú aðstoð er hins vegar einungis hugsuð til skamms tíma, ólíkt örorkulífeyri.

Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir

Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir

·

Aldraðir og öryrkjar borga miklu hærri tannlæknakostnað en lög gera ráð fyrir. Tannlæknar segja öryrkja sjaldséða í reglulegu eftirliti. Tekjulágir Íslendingar sleppa tannviðgerðum mun oftar en tekjulágir á öðrum Norðurlöndum.

Missti lífsviljann eftir lömun en reis upp að nýju

Missti lífsviljann eftir lömun en reis upp að nýju

·

Ólafur Árnason hefur þrisvar fengið heilablóðfall á 10 árum. Hann lamaðist að hluta og gat ekki gengið án hækju. Lífsviljinn hvarf og hann var við það að gefast upp. Skyndlega tók hann ákvörðun um að snúa dæminu sér í hag.

Forréttindi og fordómar eru staðreyndir

Freyja Haraldsdóttir

Forréttindi og fordómar eru staðreyndir

·

„Ég er svo fegin þegar ég sé að fólk verður reitt, þegar fólk tekur hluti alvarlega,“ segir Freyja Haraldsdóttir, um forréttindi og fordóma. Í kjölfar ummæla sem fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason lét falla í fréttatíma Stöðvar 2 um að hann gæti ekki verið í forréttindastöðu því hann tilheyrði mörgum minnihlutahópum hefur mikil umræða skapast í kringum forréttindi. Freyja er talskona femínísku fötlunarhreyfingarinnar Tabú og segir frá því hvernig hún telur að margir séu að misskilja þetta hugtak, og hversu mikilvægt hún telur að jaðarsettir hópar sýni að þeim stendur ekki á sama þegar reynsluheimur þeirra er rengdur.