Nauðungarvistuð á geðdeild eftir framhjáhald sambýlismannsins
„Ég vildi að hver mánaðamót þyrftu ekki að vera eins og rússnesk rúlletta,“ segir Kremena, sem reynir að framfleyta sér á örorkubótum með skerðingum vegna hlutastarfa. Henni er sagt að halda tilfinningalegu jafnvægi, mitt í stöðugum fjárhagskröggum. Hún brotnaði þegar hún var svikin, í landi með lítið tengslanet, særð og niðurlægð.
Úttekt
5218
Fékk háa rukkun frá Tryggingastofnun niðurfellda viku fyrir jól
Um 500 manns sem leigðu hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ, fengu greiddar sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til fjögurra ára í fyrra. Í sumar fengu margir, eins og Andri Valgeirsson, ráðgjafi NPA-miðstöðvarinnar, rukkun frá TR vegna vaxtabóta þessarar leiðréttingar. Eftir að hafa lagt inn kvörtun fékk hann þessa rukkun niðurfellda með öllu.
Fréttir
2116
Stundin hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ
Verðlaunin voru veitt í þrettánda sinn á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Stundin hlaut verðlaunin fyrir vandaða umfjöllun um málefni öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega.
Fréttir
19152
Öryrkjar út undan í fjárlagafrumvarpi
Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp harkalega og segir það mismuna öryrkjum. Formaður ÖBÍ segir stjórnmálamenn eiga auðveldara með að tala frekar en að gera.
FréttirÞungunarrof
„Er eðlilegt að útrýma fötluðu fólki?“
Öryrkjabandalag Íslands lítur á nýju þungunarrofslögin sem „aðför að rétti fatlaðs fólks til lífs“ og hefði frekar viljað þrengja réttinn til að rjúfa þungun vegna fósturgalla.
ÚttektBDV-ríkisstjórnin
Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum
„Það er verið að svelta fólk þangað til það tekur tilboði stjórnvalda,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur frestað því að fylgja eftir umdeildum breytingum á kerfinu og öryrkjar dragast aftur úr í lífskjörum.
Fréttir
Öryrkjar í hart gegn Tryggingastofnun og ríkinu
Stjórn Öryrkjabandalagsins hefur falið lögmanni sínum að hefja innheimtuaðgerðir vegna „krónu á móti krónu“ skerðinga. Telja skerðingarnar fela í sér ólögmæta mismunum og brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár.
Fréttir
Berst fyrir viðurkenningu á ranglætinu sem fólst í því að vista hann í fangelsi
Ólafur Hafsteinn Einarsson, fatlaður maður sem var vistaður án dóms í kvennafangelsi, átti fund með dómsmálaráðherra í mars en hefur ekki enn fengið afgreiðslu á máli sínu. Ólafur krefst þess að rannsókn fari fram á máli hans og annarra sem voru vistaðir með honum.
Fréttir
Fjármálaáætlun eins og „plástur yfir gröft“
Formaður Örykjabandalagsins segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar muni auka á félagsleg vandamál. Afnema þurfi krónu á móti krónu skerðingar tafarlaust.
Fréttir
Ólafur fundaði með ráðherra
Ólafur Hafsteinn Einarsson fékk loks fund með dómsmálaráðherra um vistun hans í fangelsi vegna fötlunar. Ráðherra vildi ekki lofa rannsókn eða gefa út neinar yfirlýsingar um framhaldið.
Fréttir
Fatlaður maður sækist eftir réttlæti eftir vistun í fangelsi
Ólafur Hafsteinn Einarsson, lögblindur maður, var vistaður í lok níunda áratugarins í opnu kvennafangelsi á Suðurlandi þar sem hann upplifði niðurlægingu og harðræði og leið eins og hann væri fangi. Hann hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna vistunar fullorðins fatlaðs fólks á vistheimilum.
FréttirBDV-ríkisstjórnin
Kjarabætur örorkulífeyrisþega standa á sér
Í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar er sama stefna í málefnum öryrkja og núverandi forsætisráðherra gagnrýndi harkalega á sínum tíma. Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þingmenn úr öllum flokkum hafi lofað kjarabótum örorkulífeyrisþega strax og það séu mikil vonbrigði að þau orð hafi reynst innihaldslaus.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.