Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
7

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Benedikt fundaði með styrkveitendum Viðreisnar í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum

Formaður Viðreisnar hitti forstjóra Brims og HB Granda og fundaði með þeim um sjávarútvegsmál daginn áður en hann átti frumkvæði að því að stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu var slitið. Útgerðarfélögin veittu Viðreisn veglega styrki.

Benedikt fundaði með styrkveitendum Viðreisnar í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum
Úr stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt taldi að ekki næðist saman.  Mynd: Pressphotos
johannpall@stundin.is

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fundaði með tveimur styrkveitendum flokksins úr hópi útgerðarmanna daginn áður en það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í lok nóvember 2016. 

Guðmundur Kristjánssonforstjóri Brims.

Hann hitti Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, og Guðmund Kristjánsson kenndan við Brim á skrifstofu þess síðarnefnda þann 22. nóvember og ræddi við þá um sjávarútvegsstefnu Viðreisnar. 

Samkvæmt upplýsingum sem Ríkisendurskoðun birti á dögunum styrktu bæði HB Grandi og Brim hf. Viðreisn um lögbundið hámarksframlag einstaklinga og lögaðila til stjórnmálasamtaka, í fyrra, eða um samtals 800 þúsund krónur.

Fundur Benedikts með Guðmundi og Vilhjálmi vakti fjölmiðlaathygli eftir að útvarpsmaðurinn Frosti Logason greindi frá því á Facebook að sést hefði til Benedikts við húsakynni Brims. Þá var hins vegar ekki vitað að Brim og HB Grandi væru í hópi þeirra fyrirtækja sem veittu hæstu styrkina til Viðreisnar. Sem kunnugt er hafði Viðreisn auglýst sig sem flokk almannahagsmuna gegn sérhagsmunum fyrir þingkosningar og sagst ætla að beita sér fyrir uppboðsleið í sjávarútvegi, aðgerð sem fulltrúar útgerðarinnar hafa hamast gegn.

„Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur,“ skrifaði Frosti. 

Benedikt brást illa við ummælum útvarpsmannsins og sakaði hann um lágkúru. Um leið viðurkenndi hann þó að hafa hitt útgerðarmennina og fundað með þeim um sjávarútvegsmál og sjávarútvegsstefnu Viðreisnar þegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm stóðu sem hæst. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar,“ skrifaði Benedikt.

Daginn eftir fundinn, þann 23. nóvember, greindi Benedikt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna sem fór þá með stjórnarmyndunarumboðið, frá því að hann hefði ekki sannfæringu fyrir því að stjórnarmyndun tækist og var viðræðunum slitið í kjölfarið. Haft var eftir fulltrúum annarra flokka í Stundinni að Viðreisn hefði sýnt litla samningaviðleitni; Benedikt hefði þagað á fundum og haft fátt til málanna að leggja. Viðreisn hefði staðið gegn því að ráðist yrði í auknar tekjuöflunaraðgerðir til að hægt væri að standa undir útgjaldaaukningu til heilbrigðismála og innviðafjárfestinga strax á árinu 2017. Á þessum tíma hafði þó náðst breið samstaða meðal flokkanna fimm um að látið yrði reyna á uppboð á aflaheimildum í einhverri mynd, að minnsta kosti í tilraunaskyni, en þá átti eftir greiða úr ýmsum álitamálum um útfærslu og framkvæmd slíkrar leiðar. 

Aftur var látið reyna á viðræður flokkanna fimm um stjórnarmyndun í desember þegar Píratar fóru með stjórnarmyndunarumboð forseta. Þá slitnaði einnig upp úr ferlinu vegna ólíkra áherslna Viðreisnar og Vinstri grænna, eða eftir að Benedikt óskaði eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur og tjáði henni þá skoðun sína að erfitt yrði að brúa bilið milli ólíkrar stefnu Viðreisnar og Vinstri grænna og velti fyrir sér hvort réttast væri að flokkarnir slitu viðræðunum í sameiningu. 

„Ég veit ekki hvað gerðist á þeim fundi en þetta minnti mig á það sem gerðist í fyrri viðræðum. Það var allt í einu engin trú á að þetta væri hægt,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata í viðtali við Stundina.

Stundin greindi frá því skömmu síðar að Katrín Jakobsdóttir hefði tjáð þingflokki Vinstri grænna að formaður Viðreisnar hefði sagst ekki haft trú á að viðræðurnar myndu skila árangri. Hann hefði hvatt til þess að þau færu sameiginlega með þau skilaboð inn á formannafundinn að of langt væri á milli flokkanna.

Viðreisnarfólk hefur þó kennt Vinstri grænum um að viðræðunum var slitið. „Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna,“ sagði í tilkynningu sem Viðreisn sendi út á sínum tíma. Þá hafa Píratar, m.a. Einar Brynjólfsson þingmaður flokksins, bent á Björn Val Gíslason, fráfarandi varaformann Vinstri grænna, en hann var einn af fulltrúum Vinstri grænna í fyrri stjórnarmyndunarviðræðunum og lét hafa eftir sér í fjölmiðlum, meðan þær seinni stóðu yfir, að betra væri að VG færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum heldur en að mynduð yrði hrein hægristjórn. 

Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Nýtt á Stundinni

Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·