Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu

Ís­lenska stór­út­gerð­in Síld­ar­vinnsl­an er orð­in stór fjár­fest­ir í lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish á Ísa­firði eft­ir að hafa keypt sig inn fyr­ir 13,7 millj­arða króna. Hluta­bréf­in voru að lang­mestu leyti í eigu fyr­ir­tæk­is á Kýp­ur sem pólski fjár­fest­ir­inn Jerzy Malek. Í kjöl­far­ið er út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji beint og óbeint orð­in einn stærsti hags­mun­að­il­inn í ís­lensku land­eldi og sjókvía­eldi á eld­islaxi.

11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
Söluverðið til félags á Kýpur Hlutabréfin sem Vinnslustöðin kaupir koma að langmestu leyti frá kýpverska fyrirtækinu Bremesco Holding Limited sem pólski athafnamaðurinn Jerzy Malek á.

Eftir að íslenska útgerðarfyrirtækið Síldarvinnslan keypti rúmlega þriðjungshlut í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði þann 10.  júní munu tæplega 11,5 milljarðar króna renna til aflandsfélags á Kýpur. Þetta félag er í eigu pólsks fjárfestis sem heitir Jerzy Malek. Kýpverska félagið heitir Bremesco Holding Limited. Samtals keypti Síldarvinnslan 34,2 prósenta hlut í Arctic Fish fyrir 13,7 milljarða króna og kom 28,56 prósenta hlutur frá Bremesco Holding. 

Jerzy Malek hefur áralanga reynslu af fjárfestingum í sjávarútvegi. Bremesco Holding kom inn í hluthafahóp Arctic Fish með 20 milljón evra fjárfestingu, tæplega 2,8 milljarða króna fjárfestingu, og átti um hríð allt félagið en hefur síðan selt sig út úr því í skömmtum og margfaldað fjárfestingu sína. Bremesco Holding var næst stærsti hluthafi Arctic Fish á eftir norska laxeldisfyrirtækinu Norway Royal Salmon sem á rúm 51 prósent. 

Stofninn í verðmæti Arctic Fish eru framleiðsluleyfin á eldislaxi í sjókvíum á Vestfjörðum sem fyrirtækið á, eins og kemur skýrt fram í tilkynningunni til Kauphallar Íslands þar sem Síldarvinnslan greindi frá þessum viðskiptum með hlutabréf Arctic Fish: „Arctic Fish ehf. sem er eitt af leiðandi laxeldisfyrirtækjum á Íslandi og rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum þar sem félagið er með rúmlega 27 þúsund tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Samanburður á kvóta útgerða og í laxeldis í sjókvíum

Til að eignast þessi 27 þúsund tonna framleiðsluleyfi á eldislaxi í sjókvíum greiddi Arctic Fish ekki neitt, líkt og Stundin hefur fjallað um og sett í samhengi við verð á sambærilegum framleiðsluleyfum í Noregi.  Laxeldisfyrirtækin fá þennan kvóta endurgjaldslaust frá íslenska ríkinu eftir að þau hafa sótt um hann og umsóknirnar hafa farið í gegnum ferli hjá íslenskum stofnunum. 

Til samanburðar er Síldarvinnslan þriðji stærsti kvótahafi í veiðum á villtum fiski í sjó hér landi með 33 þúsund tonna kvóta og greiðir veiðigjald til íslenska ríkisins fyrir afnotin af þessum aflaheimildum. Síldarvinnslan hefur eignast þennan kvóta með alls konar hætti, meðal annars með því að kaupa hann af öðrum útgerðarfélögum fyrir hátt verð. 

Samkvæmt tveimur einstaklingum sem vinna við miðlun og sölu á aflaheimildum á Íslandi þá er verð á þorskígildiskílói á markaði alltaf yfir 5.000 krónum hjá stórum útgerðin eins og Síldarvinnslunni nú um stundir.  Miðað við þetta lægsta mögulega markaðsverð á kvóta Síldarvinnslunnar á hann að vera um 165 milljarða króna virði í dag hið minnsta.  Þannig að ef Síldarvinnslan myndi kaupa sambærilegt magn kvóta á markaði og fyrirtækið ræður yfir í dag yrði kaupverðið um það bil þetta.  

Þó deilt sé um veiðigjöldin sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða af afnotaréttinum á kvótanum þá greiddi Síldarvinnslan þó 531 milljónir króna til ríkisins vegna þessara 33 þúsund tonna aflaheimilda í fyrra.  Laxeldisfyrirtækin greiða ekki sambærilegt veiðigjald til íslenska ríkisins. Þau greiða því hvorki fyrir framleiðsluleyfin á eldislaxi í sjóakvíum né fyrir afnotarétt af þeim. Þó þarf að nefna greiðslur í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem ekki eru mjög háar en samtals útdeildi sjóðurinn 130 milljónum í fyrra til ýmissa verkefna tengdum  eldinu.  Samtals greiðslur úr þessum sjóði eru því tæplega 1/4 hlut af veiðigjöldum Síldarvinnslunnar. 

Um leið og laxeldisfyrirtækin hafa fengið þessi framleiðsluleyfi með formlegum hætti geta eigendur þeirra hins vegar selt hluti sína í fyrirtækjunum og innleyst mikinn hagnað.  Þetta er það sem Bremesco Holding gerir nú og hagnaðurinn, peningarnir frá Síldarvinnslunni, fer til Kýpur þar sem skattahagræði er talsvert, meðal annars lægsti fyrirtækjaskattur í Evrópu upp á 12,5 prósent. 

Ef horft er á söluverðið á hlut Bremesco Holding í Arctic Fish  þá má ætla að heildarvirði Arctic Fish sé rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna út frá verðmæti framleiðslukvóta fyrirttækisins. Verðmæti félagsins er að stóru leyti byggt á framleiðslukvótanum, þessum 27 þúsund tonnum, sem fyrirtækið hefur yfir að ráða og sem það fékk fyrir ekki neitt frá íslenska ríkinu. 

Þessi verðmæti upp á um 40 milljarða króna hafa ekki runnið til íslenska ríkisins með beinum hætti þrátt fyrir að þau byggi á notkun á íslenskri náttúru, fjörðum og hafsvæði á Vestfjörðum. 

Samherji stór í bæði land- og sjókvíaeldiEftir kaup Síldarvinnslunnar á hlutabréfunum í Arctic Fish er útgerðarfélagið Samherji orðinn stór hagsmunaðili í bæði landeldi og sjókvíaeldi á Íslandi.

Samherji beint og óbeint í land- og sjókvíaeldi

Eftir kaup Síldarvinnslunnar á hlutabréfunum í Arctic Fish þá er fyrirtækið orðið einn stærsti innlendi hluthafinn og hagsmunaðilinn í sjókvíaeldi á eldislaxi hér við land. Stærsti einstaki hluthafi Síldarvinnslunnar er útgerðarrisinn Samherji sem er stærsti hagsmunaðilinn í landeldi á eldislaxi á Íslandi. Fyrirtækið hefur verið um árabil verið með landeldi í Öxarfirði á Norðausturlandi í gegnum dótturfélag sitt Samherja fiskeldi ehf. og stefnir félagið að frekari vexti með landeldi á Reykjanesi. 

Með kaupum Síldarvinnslunnar er Samherji nú óbeint orðinn hluthafi í Arctic Fish og þar með í íslensku sjókvíaeldi á eldislaxi. Eins og Stundin hefur greint frá ætlar laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal sér að kaupa Arctic Fish og þá verður Síldarvinnslan væntanlega hluthafi í hinu sameinaða félagi sem verður með meira en 50 markaðshlutdeild af framleiddum eldislaxi á Íslandi. 

Kaup Síldarvinnslunnar á hlutabréfunum í Arctic Fish eru merkileg fyrir þær sakir meðal annarra að Þorsteinn Már Baldvinsson tjáði sig um sjóakvíeldið í Fréttablaðinu í byrjun júní. Þar sagði Þorsteinn Már að sátt þyrfti að skapast um íslenskan sjávarútveg og að illdeilur skaði greinina. Þorsteinn Már sagði meðal annars að hann teldi skrítið hvað umræðan um sjávarútvegsfyrirtæki sé skrítin og bar hana saman við umræðuna um laxeldisfyrirtækin: „Mér finnst orðræðan um íslensk fyrirtæki sem stunda veiðar og vinnslu á köflum svolítið skrýtin. Það á að þrengja að fyrirtækjum sem eru í veiðum og vinnslu á villtum fiski og kallað er eftir því að þau verði brotin upp,“ 

Þorsteinn Már sagði að á sama tíma ætti sér ekki stað sambærileg umræða um laxeldisfyrirtækin: „Þessi laxeldisfyrirtæki eru í meirihlutaeigu Norðmanna, sem voru tilbúnir til að koma með þolinmótt fjármagn og þekkingu inn í greinina.“

Nú er Síldarvinnslan, og þar með Samherji, orðin stór þátttakandi í íslensku sjókvíeldi. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Steinþór Ásmundsson skrifaði
    Í myndatexta stendur að Vinnslustöðin sé að kaupa, er það ekki innsláttarvilla?
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Af hverju fara ekki sjafarútvegsfyrirtaki að sélja kvótna sinn á markaði erlendis eins og gert er við laxeldið sem nú eí höndum erledra sjóða sem graeða ótaepilega á laxeldiskvóta sem þeir fá ókepis frá íslenska ríkinu og setja svo á alþjóða markað og graða þar með ótapilega á íslenskum sjafarútveigi sem aldrei kemur til íslenska ríkissins ,heldur fer í skattaskjól á aflandseyjum eða til kípur þar sem íslansk útgerðarfyrirtaeki fela sinn hagnað svo ríkið fái ekki sinn skerf eins og vera ber . Dílað er mað íslenskan sjafarútveg í gegnum laxeldi sem virðist vera frítt fyrir fjarfesta erlendis að nálgast fyrir ekki neitt frá íslenka ríkinu . Á ekki þjóðin allann auðinn ef grant er skoðað, og bannað er að versla með sjáfaútveg á erlendum vetfangi eða að hlepa erlendum útgerðum í landhelgi okkar til að öðlast auðaefi frá slenska ríkissins fyrir ekkert . Gyldir ekki sama um tegundina Lax og tegundina þorsk eða hvað . En af því fáeinir aðilar íslenskir graða ótapilega fyrir rest á svona dílingum er ekkert gert til að stöva þessa þróun . Og fyrir rest verða íslendingar bara þraelar verstöðva í eigu erlendra gróðapúka. Og ísland verður að lokum verstöð gróðaafla norður í rasgati með famenna þjóð sem látin er vinna hérumbil -kauplaus fyrir erlenda gróð'a púka siðblynda ,og íslenska útgerða menn sem farið er að vax Á HORN SÝNIST MÉR VEGNA SINNAR GRAEÐGI . JÁ MARGUR VERÐUR AÐ AURUM API ,OG ALLT VEGNA MEÐVIRKNI BLYNDRA OG HEYRNARLAUSRA MILLISTÉTTAR , SEM ER STERKASTA AFL SPILLINGAR
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hvar er þessi ríkisstjórn?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
5
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
9
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár