Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Fjögur dæmi eru um það að íslenskir sveitarstjórnarmenn hafi verið starfandi hjá laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum og Austurlandi á sama tíma og þeir voru kjörnir fulltrúar. Fjögur slík dæmi er hægt að finna frá síðasta kjörtímabili sveitarstjórna en í dag er aðeins einn starfsmaður laxeldisfyrirtækis starfandi í sveitarstjórn. Þetta fólk segir að ekki sé réttlætanlegt að skerða atvinnumöguleika fólks í litlum bæjum þar sem ekki sé mikið um fjölbreytta atvinnu.
GreiningLaxeldi
Stærsta tjónið í íslensku laxeldi: „Þetta eru mikil tíðindi og váleg“
Stærsta tjón vegna sjúkdóma sem hefur komið upp í íslensku sjókvíaeldi leiddi til þess að slátra þurfti tæplega tveimur milljónum laxa hjá Löxum fiskeldi. ISA-veira lagði laxeldi í Færeyjum og Síle í rúst en það var svo byggt upp aftur. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að fyrirtækið muni læra af reynslunni og auka smitvarnir.
GreiningLaxeldi
4
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
Íslenska stórútgerðin Síldarvinnslan er orðin stór fjárfestir í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt sig inn fyrir 13,7 milljarða króna. Hlutabréfin voru að langmestu leyti í eigu fyrirtækis á Kýpur sem pólski fjárfestirinn Jerzy Malek. Í kjölfarið er útgerðarfélagið Samherji beint og óbeint orðin einn stærsti hagsmunaðilinn í íslensku landeldi og sjókvíaeldi á eldislaxi.
FréttirLaxeldi
Stærsti eigandinn í íslensku laxeldi orðinn ríkasti maður Noregs
Gustav Magnar Witzoe, erfingi laxeldisrisans Salmar, á eignir upp á 311 milljarða króna. Salmar er stærsti eigandi Arnarlax, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands. Íslenska ríkið gefur fyrirtækjum eins og Arnarlaxi kvóta í laxeldi á Íslandi á meðan Salmar þarf að greiða hátt verð fyrir kvóta í Noregi.
FréttirLaxeldi
Íslenska ríkið gefur Fiskeldi Austfjarða leyfi til laxeldis sem skipta um hendur fyrir milljarða í Noregi
Íslenska laxeldisfyrirtækið, Fiskeldi Austfjarða, verður skráð á markað í Noregi. Ætlað markaðsvirði félagsins er nú þegar tvöfalt hærra en það var fyrir tveimur árum. Þeir sem hagnast á viðskiptunum eru norsk laxeldisfyrirtæki sem sáu hagnaðartækifæri í laxeldi á Íslandi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.