Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands

Rétt­ar­höld yf­ir Pau­lo Macchi­ar­ini, ít­alska skurð­lækn­in­um sem græddi plast­barka í þrjá sjúk­linga á Karol­inska-sjúkra­hús­inu í Sví­þjóð eru haf­in þar í landi. Tóm­as Guð­bjarts­son brjóst­hols­skurð­lækn­ir er vitni ákæru­valds­ins í mál­inu og á að segja frá blekk­ing­um Macchi­ar­in­is. Plast­barka­mál­ið teng­ist Ís­landi með margs kon­ar hætti.

Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Þegar aðgerðin var hyllt Árið 2012 var haldið málþing um aðgerðina á Andemariam Beyene, fyrsta plastbarkaþegann, í Háskóla Íslands. Þá var sagan um aðgerðina þannig að hún hefði heppnast vel. Andemariam Beyene sést hér á tali við Paulo Macchiarini í húsakynnum Háskóla Íslands en á milli þeirra er starfsmaður fyrirtækisins sem sá um að framleiða plastbarkana.

Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir á Landspítalanum er eitt af vitnunum í máli ákæruvaldisins í Svíþjóð gegn ítalska skurðlækninum Paulo Macchiarini. Réttarhöldin hófust þar í landi í gær. Macchiarini var viðstaddur réttarhöldin íklæddur „dökkbláum jakkafötum og með hárið í tagli“ samkvæmt sænska dagblaðinu Dagens Nyheter 

Ákæran gegn Macchiarini var gefin út í Svíþjóð í lok september árið 2020.  Macchiarini neitar því að hafa framið lögbrot. 

Ákærður fyrir þrjár grófar líkamsárásir

Macchiarini er ákærður fyrir grófar líkamsárásir fyrir að hafa grætt plastbarka í þrjá sjúklinga í Svíþjóð. Þetta voru þau Andemariam Beyene, sem búsettur var á Íslandi, Bandaríkjamanninum Christopher Lyles og tyrknesku stúlkunni Yeşim Çetirin. Öll dóu þau í kjölfar aðgerðanna og virkuðu plastbarkarnir aldrei sem skyldi enda höfðu þeir aldrei verið prófaðir vísindalega á neinum lifandi verum áður en Macchiarini prófaði að græða þá í menn. 

Í ákærunni segir  saksóknarinn Mikael Björk að brot Macchiarinis hafi verið gróf og að hann hafi valdið sjúklingunum þremur alvarlegu líkamstjóni og miklum kvölum. „Með þessu hefur Paulo Macchiarini sýns af sér einstakt tillitsleysi og kaldlyndi,“ stendur þar. 

Ári eftir aðgerðinaMálþing um aðgerðina á Andemariam var haldið í Háskóla Íslands ári eftir aðgerðina, árið 2012. Hann sést hér meðal annars með Paulo Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni á málþinginu.

Tengslin við Ísland

Plastbarkamálið er eitt stærsta hneykslismál nútímalæknavísinda og hefur það skekið sænskt samfélag svo um munar á síðustu árum. Málið leiddi til þess á sínum tíma að rektor Karonlinska-háskólans, þar sem Paulo Macchiarini var með rannsóknarstöðu, sagði af sér og olli málið álitshnekki fyrir bæði skólann og Karolinska-sjúkrahúsið.

Tvær rannsóknarskýrslur voru gerðar um málið í Svíþjóð og ein á Íslandi.

Plastbarkamálið tengist Íslandi þannig að Andemariam Beyene, fyrsti plastbarkaþeginn, var búsettur á Íslandi þar sem hann lagði stund á jarðfræði. Hann greindist með krabbamein í hálsi á Landspítalanum og fór í aðgerð.

Vorið 2011 var hann sendur til Svíþjóðar til meðferðar eftir að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur og læknir hans hér á landi, Tómas Guðbjartsson, vildi athuga hvaða meðferðarúrræði væru fyrir hendi í Svíþjóð. Tómas átti svo eftir að taka þátt í aðgerðinni þar sem plastbarkinn var græddur í Andemariam auk þess sem hann skrifaði vísindagrein um aðgerðatæknina með Macchiarini og fleiri aðilum. 

Stjarnan Macchiarini

Í ákærunni segir að Tómas muni meðal annars bera vitni um það að Macchiarini hafi haldið upplýsingum um aðgerðatæknina og virkni hennar leyndum og að hann hafi hafi vitað að hún „virkaði ekki“. 

„Í mínum kreðsum var hann eins konar Ronaldo“
Tómas Guðbjartsson
um Macchiarini

Í vitnaskýrslu yfir Tómasi, sem er hluti af rannsóknargögnum í málinu, lýsir hann því hvernig það gerðist að hann tók þátt í aðgerðinni með Paulo Macchiarini jafnvel þó ekki að lægju fyrir neinar sannanir á því að aðgerðatæknin virkaði: Það er að segja að ljóst væri að hægt væri að græða plastbarka í menn með þessum hætti. Meðal  þess sem Tómas segir um Macchiarini í vitnaskýrsluni er hversu hissa hann hefði verið þegar hann áttaði sig á því að Macchiarni var starfandi á Karolinska-sjúkrahúsinu: „… ég vissi hver Macchiarini var. Ég var ótrúlega hissa á því að hann væri í Stokkhólmi. Í mínum kreðsum var hann eins konar Ronaldo.“

Á öðrum stað í vitnaskýrslunni segir Tómas að það að framkvæma aðgerðina á Andemariam með Macchiarini hefði verið eins og að hafa „eins konar Jesúm Krist“ á skurðstofunni. 

Lýsingar Tómasar benda því til að það hafi hjálpað Macchiarini mjög að vera stjarna í læknaheiminum á þessum tíma og að vegna þessa hafi ekki vaknað eins miklar efasemdir um hann og aðgerðir hans og hefði átt að vera. 

Auk þessara tengsla Tómasar við málið þá var Birgir Jakobsson, sem síðar varð landlæknir á Íslandi, forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar Paulo Macchiarini var ráðinn þangað árið 2010. Birgir skrifaði undir ráðningarsamning Macchiarinis á þeim tíma en endurnýjaði hins vegar ekki samninginn eftir að ítalski skurðlæknirinn hafði framkvæmt aðgerðirnar þrjár sem hann er nú ákærður fyrir.  Ástæðan fyrir því að Birgir endurnýjaði ekki ráðningarsamning Macchiarinis í nóvember 2013 var að skömmu áður hafði verið ákveðið að hann fengi ekki að gera fleiri aðgerðir á spítalanum þar sem hann hafði ekki sinnt þessum þremur sjúklingum sem skyldi eftir að hann græddi í þá plastbarka. 

Andemariam lést svo nokkrum mánuðum síðar, í ársbyrjun 2012. 

Ber vitniMehrawit Tefaslase, ekkja Andemariam Beyene, ber vitni gegn Paulo Macchiarini.

 Eiginkonan ber einnig vitni

Annar aðili sem ber vitni í málinu gegn Macchiarini er ekkja Andemariams Beyene, Mehrawit Tefaslase. Hún bjó með honum á Íslandi ásamt börnum þeirra tveimur.

Mehrawit hefur sagt í vitnsskýrslu sem er hluti af rannsóknargöngum málsins að Macchiarini hafi sagt við Andemariam að hann þyrfti að fara í aðgerðina til að lifa af. Þegar Macchiarini sagði þetta við Andemariam hafði aðgerðatæknin ekki verið prófuð á mönnum eða dýrum. Læknir sem var hluti af rannsóknarteymi Macchiarinis um tíma hefur sagt að hann hafi prófað aðgerðatæknina á rottum eftir að plastbarkinn var græddur í Andemariam. Læknirinn, Oscar Simonson, hefur sagt að tæknin hafi ekki virkað þegar hún var prófuð á rottum.

Um sannfæringartilraunir Macchiarinis segir Mehrawit í vitnaskýrslunni: „Ég segi frá því sem maðurinn minn sagði við mig og hann talaði við þennan lækni [Macchiarini] um aðgerðina. Hann sagði við hann að hann hefði ekki notað þessa aðgerðatækni á manneskjum áður og spurði af hverju hann vildi nota hana á sér […] en þessi læknir sagði að það væri öruggt að plastbarkinn myndi virka í átta til tíu ár og hann sagði líka við manninn minn að það væri séns á því að hann gæti fengið að sjá fallegu börnin sín vaxa úr grasi og það var þess vegna sem maðurinn sagði ok,“ segir hún. 

Eftir að Andemariam lést flutti Mehrawit frá Íslandi til smábæjar í Dalarna í Svíþjóð ásamt börnum þeirra. 

Ákæruna í Macchiarini-málinu má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Björnsdóttir skrifaði
    Fókusinn í þessum réttarhöldum er, eins og vænta mátti, á starfsemi Macchiarinis á KS, ekki á KI.

    En ekki verður séð að þeirri spurningu sé velt upp hvernig Macchiarini gat framkvæmt þarna ósamþykktar aðgerðir með ósamþykktu plasti og án allra úrskurða frá vísindasiðanefndum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár