Dómstóll: Plastbarkaaðgerðir ekki í samræmi við vísindi og rannsóknir
Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt ítalska skurðlækninn Paulo Macchiarini í skilorðsbundið fangelsi fyrir eina af plastbarkaaðgerðunum. Hann fær hins vegar ekki dóm fyrir tvær af aðgerðunum, meðal annars á Andemariam Beyene, sem búsettur var á Íslandi. Ísland tengist plastbarkamálinu vegna aðkomu Tómasar Guðbjartssonar og Landspítalans að því.
FréttirPlastbarkamálið
1
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Réttarhöld yfir Paulo Macchiarini, ítalska skurðlækninum sem græddi plastbarka í þrjá sjúklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð eru hafin þar í landi. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í málinu og á að segja frá blekkingum Macchiarinis. Plastbarkamálið tengist Íslandi með margs konar hætti.
FréttirPlastbarkamálið
Ekkja Andemariams vitnar gegn Macchiarini: „Annars getur þú dáið“
Ekkja Andemariams Beyene er vitni ákæruvaldsins í Svíþjóð gegn ítalska skurðlækninum Paulo Macchiarini sem hefur verið ákærður fyrir að valda manni hennar líkamstjóni. Hún segir að Macchiarini hafi þrýst á Andemariam að fara í plastbarkaaðgerðina og lofað honum 8 til 10 árum með börnum þeirra hjóna.
FréttirPlastbarkamálið
Tómas um plastbarkalækninn: „Í mínum kreðsum var hann eins konar Ronaldo“
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í Sviþjóð gegn Paulo Macchiarini. Tómas er talinn geta hjálpað til við að sýna að Macchiarini vissi að aðgerðatæknin í plastbarkamálinu virkaði ekki og að ítalski skurðlæknirinn hafi beitt blekkingum. En hvað vissi Tómas sjálfur?
FréttirPlastbarkamálið
Paulo Macchiarini ákærður í Svíþjóð: Fyrsta fórnarlambið var búsett á Íslandi
Ákæruvaldið í Svíþjóð hefur ákært ítalska skurðlækninn Paulo Macchiarini fyrir grófar líkamsárásir. Macchiarini notaði þrjá sjúklinga sem tilraunadýr þegar hann græddi í þá plastbarka á árunum 2011 til 2013. Einn af sjúklingunum var búsettur á Íslandi, Andemariam Beyene, og dróst Ísland inn í plastbarkamálið vegna þessa.
FréttirPlastbarkamálið
Ekkja Andemariams vill fá skaðabætur
Merhawit Baryamikael Tesfaslase leitar réttar síns gegn Landspítalanum og Karolinska sjúkrahúsinu út af plastbarkamálinu. Lögmaður hennar segir kröfugerðina á frumstigi.
ViðtalPlastbarkamálið
„Ég lít ekki á Macchiarini sem vondan mann“
Sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqvist er maðurinn sem kom upp um Macchiarini-hneykslið sem teygir anga sína til Íslands og Landspítalans. Hann hefur nú gefið út bók um málið eftir að sjónvarpsþættir hans um plastbarkaaðgerðir ítalska skurðlæknisins vöktu heimsathygli. Lindqvist segir að enn séu lausir angar í plastbarkamálinu.
FréttirPlastbarkamálið
Landspítalinn segist ekki ná í ekkju plastbarkaþegans til að veita henni fjárhagsaðstoð
Hvorki Landspítalinn né Karolinska-sjúkrahúsið hafa náð tali af Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju fyrsta plastbarkaþegans Andemariam Beyene, til að veita henni fjárhagsaðstoð út af meðferð sjúkrahúsanna á eiginmanni hennar árið 2011. Merhawit fer huldu höfði í Svíþjóð ásamt sonum sínum þremur.
FréttirPlastbarkamálið
Landspítalinn vill leita leiða til að styðja ekkju Andemariams fjárhagslega
Beyene var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum en mælt er með fjárhagsaðstoðinni í skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið sem kynnt var á mánudag. Landspítalinn vill einnig vera milliður í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið um að styðja ekkjuna.
FréttirPlastbarkamálið
Vona að íslenska plastbarkaskýrslan leiði til ákæru gegn Macchiarini í Svíþjóð
Tveir sænskir læknar sem komu upp um Macchiarini-málið eru afar ánægðir með skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið. Annar þeirra segir að stóra fréttin í skýrslunni sé hvernig Paulo Macchiarini blekkti Tómas Guðbjartsson til að koma fyrstu plastbarkaaðgerðinni í kring. Tómas hefur verið sendur í leyfi frá störfum hjá Landspítalanum.
FréttirPlastbarkamálið
Rannsóknarnefndin: Hugsanlega brotið gegn mannréttindum plastbarkaþeganna
Rannsóknarnefndin um plastbarkamálið kynnir skýrslu sína. Vilja að ekkja Andemariams Beyene fái skaðabætur út af meðferðinni á eiginmanni hennar. Tómas Guðbjartsson gagnrýndur harðlega fyrir aðkomu sína að hluta plastbarkamálsins en hreinsaður af aðkomu sinni að öðrum þáttum.
FréttirPlastbarkamálið
Tómas tjáir sig ekki um ásakanir um vísindalegt misferli
Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er álitinn samsekur Paulo Macchiarini í vísindalegu misferli út plastbarkaaðgerðum og -rannsóknum. Rannsóknarskýrsla um plastbarkamálið er væntanleg.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.