Paulo Macchiarini ekki ákærður í plastbarkamálinu
Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna plastbarkaaðgerðanna á þremur einstaklingum sem hann gerði í Svíþjóð á árunum 2011 til 2013. Fyrsti plastbarkaþeginn, Andemariam Beyene, var sjúklingur á Landspítalanum og sendi sjúkrahúsið hann á Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi þar sem hann gekkst undir aðgerðina. Rannsókn stendur nú yfir á plastbarkamálinu á Íslandi.
FréttirPlastbarkamálið
Rannsóknarskýrslan um plastbarkamálið frestast
Rannsóknarskýrslan um plastbarkamálið átti að vera tilbúin í vor. Vegna „ófyrirséðra aðstæðna“ þurfti að bíða með útgáfu hennar.
FréttirPlastbarkamálið
Macchiarini yfirheyrður og neitar sök: Landspítalinn sendi gögn
Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini neitar ásökunum um manndráp af gáleysi í plastbarkaaðgerðunum. Andemariam Beyene var sendur til Karolinska-sjúkrahússins af íslenska lækninum Tómasi Guðbjartssyni í maí 2011 þar sem ákveðið var að græða í hann plastbarka. Enginn starfsmaður Landspítala hefur verið tekinn í skýrslu hjá ákæruvaldinu. Tómas var svo meðhöfundur um að vísindagrein um aðgerðina á Andemariam þar talað var um að hún hefði heppnast vel.
FréttirPlastbarkamálið
Sjúkratryggingar neituðu að borga fyrir tilraunameðferðina en ekki Karolinska
Karolinska-sjúkrahúsið afhendir samninginn sem Sjúkratryggingar Íslands gerðu við spítalann um fyrstu plastbarkaaðgerðina. Kostnaður Sjúkratrygginga vegna fyrstu plastbarkaaðgerðarinnar á Andemariam Beyene gat mest orðið rúmar 22 milljónir króna. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir bar ábyrgð á eftirmeðferð Andemariams samkvæmt samningnum.
FréttirPlastbarkamálið
Afhjúpandi tölvupóstar í plastbarkamálinu: „Ég held að það styðji upphaflegt mat okkar“
Tölvupóstar í Macchiarini-málinu, sem aldrei áður hafa verið birtir opinberlega, sýna hvernig reglur voru brotnar í málinu. Paulo Macchiarini og yfirlæknir á Karolinska-sjúkrahúsinu, Richard Kuylenstierna, tóku ákvörðun um að gera plastbarkaaðgerðina á Andemariam Beyene í sameiningu og reyndu svo að fá sænsku vísindasiðanefndina og sænska eftirlitlitsstofnun til að staðfesta aðgerðina. Samþykkið var aldrei veitt en Kuylenstierna gaf sér að svo hefði verið.
FréttirPlastbarkamálið
Sænska rannsóknarnefndin rannsakar plastbarkamálið á Íslandi í næsta mánuði
Sænsk rannsóknarnefnd kemur til Íslands í næsta mánuði. Kjell Asplund sem leiðir rannsóknina á plastbarkamálinu segir að rætt verði við þá aðila sem komu að meðferð Andemariams Beyene. Rannsóknir sænskra aðila á plastbarkamálinu teygja sig til Íslands með beinum hætti en plastbarkaðgerðir Paulo Macchiarinis geta leitt af sér ákærur í Svíþjóð, meðal annars fyrir manndráp.
FréttirPlastbarkamálið
Birgir segir að hann hefði átt að kæra Macchiarini
Birgir Jakobsson, landlæknir og fyrrverandi forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, skrifaði undir ráðningu Paulo Macchiarinis til Karolinska-sjúkrahússins árið 2010. Hann neitaði hins vegar að endurráða Macchiarini þar sem plastbarkaaðgerðir hans höfðu ekki virkað vel og hann sinnti ekki sjúklingum sínum. Hann segir stærsta lærdóminn í málinu að háskólar megi ekki ákveða klínískar meðferðir á sjúklingum.
FréttirPlastbarkamálið
Læknadeild HÍ ákveður að óþarfi sé að rannsaka plastbarkamálið
Fundaði um málið í síðustu viku þar sem skiptar skoðanir komu fram. Sumir af kennurum læknadeildar vildu rannsaka plastbarkamálið. Deildarforseti læknadeildar, Magnús Karl Magnússon flutti erindi um stofnfrumur á málþingi um aðgerðina og studdi hann það mat að rannsókn væri óþarf. Háskóli Íslands, tveir íslenskir læknar og Landspítalinn tengjast málinu sem sætir mörgum rannsóknum í Svíþjóð.
FréttirPlastbarkamálið
Aðgerðin á Andemariam ákveðin áður en hann var sendur til Stokkhólms
Tölvupóstur frá Richard Kuylenstierna, lækni á Karolinska-sjúkrahúsinu, til Paulo Macchiarinis sýnir að byrjað var að skipuleggja að græða plastbarka í Andemariam Beyene áður en hann var sendur til Svíþjóðar frá Íslandi. Flugmiði Andemariams sýnir hins vegar að hann vissi ekkert um það þar sem hann ætlaði bara að vera í Svíþjóð í fjóra daga. Macchiarini-málið er orðið að alþjóðlegu hneykslismáli sem tengist Íslandi náið í gegnum Andemariam og lækni hans Tómas Guðbjartsson.
FréttirPlastbarkamálið
Tómas lýsti yfir samábyrgð í tölvupósti til Macchiarinis
Plastbarkamálið er alþjóðlegt hneykslismál. Tveir íslenskir læknar eru aðilar að málinu og tvær virtustu stofnanir landsins. Tölvupóstar sýna að Tómas Guðbjartsson og Paolo Macchiarini töluðu saman um viðbrögð við gagnrýni á fyrstu aðgerðina.
FréttirPlastbarkamálið
Karolinska-háskólinn vænir Landspítalann um að hafa haldið upplýsingum um plastbarkaþegann leyndum
Karolinska Institutet í Stokkhólmi segir heimildarmynd sænska ríkissjónvarpsins segja annan sannleika en upplýsingar frá Landspítalanum. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir sendi Karolinska-háskólanum gögn í fyrra um heilsuástand Andemariam Beyene. Þessar upplýsingar voru sagðar mikilvægar þegar Karolinska sýknaði Paolo Macchiarini í fyrra. Nú eru upplýsingar frá Íslandi lykilatriði í þeirri niðurstöðu Karolinska að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli.
FréttirPlastbarkamálið
Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans
Rektor Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Anders Hamsten, hefur sagt sér út af Macchiarini-málinu. Ein af ástæðunum fyrir breyttri sýn hans á Macchiarini-málið eru gögn með upplýsingum frá Íslandi. Í heimildarmynd sem sænska sjónvarpið sýndi nýlega er birt myndband af rannsókn á Andemariam Beyene á Landspítalanum sem tekið var upp fyrir heimildarmynd Elínar Hirst um stofnfrumurannsóknir.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.