Læknir og siðfræðingur segir að Landspítalinn og Háskólinn verði að rannsaka Macchiarini-málið
Ástríður Stefánsdóttir segir mikilvægt að Macchiarini-málið verði rannsakað ofan í kjölinn af íslenskum stofnunum. Hún segir trúðverðugleika þeirra í húfi í þessu alþjóðlega hneykslismáli.
PistillPlastbarkamálið
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Macchiarini notaði fólk sem tilraunadýr: Hvað vissu íslensku læknarnir og af hverju þögðu þeir?
Mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarnis á upptök sín á Íslandi þar sem fyrsti sjúklingurinn sem fékk plastbarka græddan í sig var sendur frá Landspítalanum. Málið er orðið að einu stærsta hneykslismáli í rannsóknum og vísindum í Svíþjóð. Íslensku læknarnir, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson sem tóku þátt í rannsóknum og vinnu við fyrstu greinina sem birtist um málið létu ekki vita af því að í greininni eru birtar misvísandi staðhæfingar um heilsufar plastbarkaþegans Andemariams Beyene.
FréttirPlastbarkamálið
Ólöglegt fyrir Sjúkratryggingar að borga plastbarkaaðgerðina: „Ekki króna af íslensku skattfé“
Sjúkratryggingar Íslands og læknirinn Paulo Macchiarini áttu í samskiptum um kostun platsbarkaaðgerðarinnar á Andemariam Beyene. Tómas Guðbjartsson sagði í tölvupósti að íslenska stofnunin hefði ákveðið að taka þátt í kostnaðinum eftir samræður við Karolinska-sjúkrahúsið. Læknir Sjúkratrygginga segir engan kostnað hafa verið greiddan sem snerti tilraunameðferðina. Óvissa um hvort æxlið í hálsi Andemariams var illkynja.
FréttirPlastbarkamálið
Tómas kannast ekki við staðhæfingar um að Andemariam hafi bara átt sex mánuði eftir ólifaða
Tómas Guðbjartsson læknir kannast ekki við að Erítreumaður, búsettur á Íslandi, sem plastbarki var græddur í, hafi einungis átt sex mánuði eftir ólifaða, eins og ítalskur skurðlæknir heldur fram. Plastbarkaaðgerðir ítalska læknisins eru orðnar að hneykslismáli sem Tómas flæktist inn í.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.