Fréttir

Landspítalinn vill leita leiða til að styðja ekkju Andemariams fjárhagslega

Beyene var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum en mælt er með fjárhagsaðstoðinni í skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið sem kynnt var á mánudag. Landspítalinn vill einnig vera milliður í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið um að styðja ekkjuna.

Hluti harmsögu Afdrif eiginkonu Andemariams Beyene eru hluti þeirrar harmsögu sem plastbarkamálið er sem slíkt. Eiginkona hans hefur ekki fengið greiddar bætur eftir að maður hennar var notað sem tilraunadýr í fyrstu plastbarkaaðgerðinni í heiminum án þess að aðgerðatæknin hefði verið prófað á skepnum áður en barkinn var græddur í hann. Andemariam sést hér með Tómasi Guðbjartssyni. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Landspítalinn leitar nú leiða til að styðja ekkju Andemariams Beyene fjárhagslega en hann varð fyrsti platbarkaþeginn í heiminum árið sem hann var sendur til Svíþjóðar frá íslenska sjúkrahúsinu. Andemariam lést frá eiginkonu sinni og þremur ungum börnum í ársbyrjun 2014 eftir að plastbarkaaðgerð sem átti að bjarga lífi hans reyndist ekki hafa skilað tilætluðum árangri. 

Í skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið sem gerð var opinber á mánudaginn kom fram að nefndin teldi að Landspítalinn ætti að styðja ekkju Andemariams fjárhagslega til að hún geti leitað réttar síns í málinu gegn Karolinska-sjúkrahúsinu. Orðrétt segir um þetta í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn Stundarinnar: „Verið er að skoða leiðir til að verða við ráðleggingum nefndarinnar, þar á meðal þessari.“

Leita upplýsinga hjá Karolinska

Þá segir enn fremur í svari Landspítalans að sjúkrahúsið muni óska skýringa frá Karolinska vegna atriða í skýrslunni:  „Landspítali mun óska skýringa hjá KS á upplýsingum sem fram koma í skýrslunni. Í kjölfar þeirra skýringa verður frekar hægt að svara spurningu þinni,“ segir í svari spítalans við fyrirspurn Stundarinnar.

„Telur nefndin því ástæðu til að Landspítali 
taki til athugunar hvort ekki sé rétt að 
veita ekkju ATBs fjárhagsaðstoð“

Hingað til hefur Landspítalinn ekki verið í neinum samskiptum við ekkju Andemariams Beyene en hún þurfti að yfirgefa Ísland eftir andlát eiginmannsins þar sem hún var ekki með dvalarleyfi á Íslandi. Lítið hefur til hennar spurst síðan en óstaðfestar heimildir herma að hún sé nú búsett í Svíþjóð og fari í raun huldu höfði þar sem hún hafi ekki landvistarleyfi. 

Karolinska ekki greitt bætur

Ljóst er að staða ekkjunnar er ekki góð um þessar mundir miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og hefur Karolinska-sjúkrahúsið ekki haft samband við hana að fyrra bragði til að greiða henni skaðabætur út af meðferðinni á eiginmanni hennar.  Þetta er eitt af þeim atriðum sem gagnrýnt er í íslensku rannsóknarskýrslunni. 

Um þetta sagði meðal annars í skýrslunni: „Telur nefndin því ástæðu til að Landspítali taki til athugunar hvort ekki sé rétt að veita ekkju ATBs fjárhagsaðstoð svo hún geti ráðið sér lögmann til að fara yfir það hvort um bótaskyld atvik sé um að ræða. Ástæðan er ekki síst sú að mál þetta á sér vart neina hliðstæðu á Íslandi og því er ástæða til að Landspítali sýni sérstakt frumkvæði við að leysa úr málinu á sanngjarnan og farsælan hátt fyrir eiginkonu og þrjá syni ATBs. Í þessu sambandi skal tekið fram að það vekur nokkra undrun að ekkja ATBs hefur komið þeim upplýsingum á framfæri við formann nefndarinnar að KS hafi ekki haft samband við hana til þess að fara yfir mögulega bótaskyldu fyrir þau mistök sem gerð voru í máli ATBs og rakin eru í hinum sænsku rannsóknarskýrslum sem vikið er að í kafla 3 í meginskýrslunni.“ 

Miðað við þetta hefði verið eðlilegt að Karolinska-sjúkrahúsið hefði samband að fyrra bragði við ekkju Andemariams vegna mögulegra skaðabóta til hennar. Landspítalinn virðist hins vegar, öfugt við Karolinska-sjúkrahúsið, ætla að eiga frumkvæði að því að hafa samband við ekkju Andemariams og bjóða fram aðstoð sína.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða