„Ég lít ekki á Macchiarini sem vondan mann“

Sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqvist er maðurinn sem kom upp um Macchiarini-hneykslið sem teygir anga sína til Íslands og Landspítalans. Hann hefur nú gefið út bók um málið eftir að sjónvarpsþættir hans um plastbarkaaðgerðir ítalska skurðlæknisins vöktu heimsathygli. Lindqvist segir að enn séu lausir angar í plastbarkamálinu.

ingi@stundin.is

„Ég skil ekki Paulo Macchiarini þrátt fyrir að hafa varið heilmiklum tíma með honum. Í fyrsta skipti þegar ég hitti hann fékk ég þessa sérstöku tilfinningu að sjá ekki inn í hann. Yfirleitt finnur maður einhverja tengipunkta þegar maður hittir fólk sem gerir það að verkum að maður geti tengt við það og kynnst því. Hjá Macchiarini var þetta bara svart. Jú, við gátum talað um vísindi og rannsóknir en svo var bara svart,“  segir sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqvist, höfundur heimildarmyndarinnar um plastbarkaaðgerðir ítalska skurðlæknisins Paulo Macchiarini. Bosse hefur nú skrifað bók um þetta mál sem kallað hefur verið eitt helsta hneyskli læknisfræðinnar síðastliðina áratugi. Bók Bosse Lindqvist heitir Macchiariniäffaren og kom út hjá forlaginu Albert Bonnier í september.  

„Ég lít ekki á Macchiarini sem vonda manneskju. Ég held að hann ætli sér ekki að gera rangt en ég held að hann nái einhvern veginn að ljúga að sjálfum sér ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Vefbannið mikla í Kasmír

Vefbannið mikla í Kasmír

·
Ekki treysta Alþingi

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Ástin í franskri lauksúpu

Ástin í franskri lauksúpu

·
Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

·
Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

·
Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

·