Annað er eiginlega ekki hægt eins og ástatt er svo við byrjum á Trump þótt þessi grein fjalli um annað mál sem er að mestu – en þó ekki öllu – leyti óskylt honum.
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
21248
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
ViðtalFangar og ADHD
11237
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fólkið í borginni
3298
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
6
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
7
Mynd dagsins
17
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Óður skríll ræðst á þinghúsiðTrump Bandaríkjaforseti eggjaði stuðningsmenn sína áfram í mótmælum sem í fyrrakvöld breyttust í óeirðir og árás inn í þinghúsið.Mynd: Saul LOEB / AFP
Byrjum á Trump ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar andstæðinga sína að tilhæfulausu um að hafa rænt hann sigri í forsetakjörinu í nóvember leið. En hann hefur sjálfur orðið uppvís að ítrekuðum tilraunum til að ræna sigrinum af rétt kjörnum forseta landsins, Joe Biden. Nú síðast lýsti Trump ætlan sinni umbúðalaust í afhjúpandi símtali sem var lekið til fjölmiðla. Svipað henti nokkru fyrr lánlausan rússneskan leyniþjónustumann sem lét ginnast til að viðurkenna aðild sína að tilraun leyniþjónustunnar FSB, áður KGB, um að eitra fyrir Alexey Navalny, helzta andstæðingi Pútíns, forseta Rússlands. Játningin var tekin upp og hafa tugir milljóna manna hlustað á upptökuna.
Þar eð Trump er æðsti yfirmaður hersins í Bandaríkjunum, hafa æ fleiri lýst ótta við að hann gæti á elleftu stundu reynt að fremja vopnað valdarán. Svo rammt kveður að óttanum að allir tíu fyrrverandi og núlifandi varnarmálaráðherrar landsins birtu um daginn sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir vara við valdaráni. Vopnaðir stuðningsmenn forsetans réðust inn í þinghúsið þegar þingmenn bjuggust til að staðfesta kjör Bidens formlega í fyrrakvöld. Forsetinn hafði eggjað stuðningsmenn sína fyrr um daginn og bað þá ekki að draga sig í hlé fyrr en tveim klukkustundum eftir árásina. Það kom í hlut varaforsetans að kalla á þjóðvarðlið til að efla máttvana löggæzlu við þingið og innan veggja þess. Bandaríkjaþing hefur ekki orðið fyrir árás síðan 1814, þá voru það Bretar.
Hélt áfram að segja ósattÍ ávarpi til stuðningsmanna sinna í fyrradag hélt Trump því enn fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum hefði verið stolið.
Mynd: MANDEL NGAN / AFP
Valdarán algeng
Valdarán eru algengari en margir halda. Frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari 1945 hafa 583 tilraunir til valdaráns verið gerðar um heiminn. Innan við helmingur þeirra tókst, eða 288. Sitjandi valdhafar stóðu á bak við fjórðung þessara 583 valdaránstilrauna, eða 148, og þar af var fjórðungur í lýðræðisríkjum, eða 38. Þessar tölur eru sóttar í væntanlega bók eftir bandaríska stjórnmálafræðinginn John Chin.
Algengast er að sitjandi valdhafar sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði vanvirði stjórnarskrána eða setji dómsvaldi eða framkvæmdarvaldi stólinn fyrir dyrnar. Það hefur þó gerzt aðeins fimm sinnum að sitjandi valdhafar reyni að ræna sigri af sigurvegara í kosningum líkt og Trump og menn hans reyna nú og þar af aðeins einu sinni í lýðræðisríki. Það var í Kosturíku 1948 og leiddi til borgarastyrjaldar sem stóð í sex vikur og lyktaði þannig að landið hefur verið óskorað lýðræðisríki æ síðan.
Það er meira en hægt er að segja um Bandaríkin. Lýðræðiseinkunn þeirra hefur verið lækkuð úr 10 í 8 fyrir árin 2016-2018 samkvæmt einni helztu lýðræðisrannsóknamiðstöð heims í Háskólanum í Maryland í Bandaríkjunum. Kananum var gefin einkunnin 10 samfleytt frá 1871 til 2015 ef árin 1967-1973 eru undan skilin. Lýðræðisbrestirnir eru bundnir við forsetatíðir tveggja gangstera, Richards Nixon sem náði kjöri 1968 og sat til 1974 og Trumps sem var kjörinn 2016 (auk lokaára Lyndons B. Johnson í embætti 1967-1968). Nixon slapp við fangavist af því að hann sagði af sér og varaforsetinn sem tók við af honum, Gerald Ford, veitti honum uppgjöf saka. Það á eftir að koma í ljós hvort Trump sleppur við fangavist. Hitt er deginum ljósara að Trump á dygga aðdáendur, einnig á Íslandi svo sem margar forustugreinar Morgunblaðsins vitna um.
... og höldum áfram ...
Lýðræðisbrestirnir í Bandaríkjunum eiga sér hliðstæður annars staðar, einkum í Bretlandi, en rannsóknamiðstöð stjórnmálafræðinganna í Maryland hefur lækkað lýðræðiseinkunn Bretlands úr 10 í 8 fyrir árin 2016-2018 borið saman við einkunnina 10 samfleytt 1922-2015. Jafnvel Pólland og Ungverjaland þar sem hefur hallað verulega á mannréttindi síðustu ár halda einkunninni 10 fyrir 2016-2018. Af því má ráða hversu hallað hefur undan fæti frá 2016 í Bandaríkjunum og Bretlandi undir stjórn repúblikana og íhaldsmanna. Ísland hefði trúlega einnig fengið á baukinn í þessari einkunnagjöf væri landið haft með í matinu, en lönd með minna en hálfa milljón íbúa eru skilin út undan.
Tvennt vekur athygli þegar þróun lýðræðis í Bandaríkjunum síðustu ár er borin saman við Ísland. Í fyrsta lagi hefur það nú gerzt vestra tvisvar frá síðustu aldamótum að vilji kjósenda er hunzaður. Einkunnarorð lýðræðisskipulagsins – kjósendur hafa sagt hug sinn! – eru vanvirt líkt og Alþingi hefur gert síðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Spyrja má hvort Alþingi sé okkar Trump. Fyrst gerðist þetta vestra 2000 þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði talningu atkvæða í Flórída og dæmdi repúblikönum forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Og nú gerist það að sitjandi forseti ætlast til að sitja áfram í embætti þótt hann hafi tapað kosningunum og dómstólar hafi hafnað kærum hans vegna meintra kosningasvika. Dómskerfið hefur staðið af sér árás forsetans þótt hann hafi lagt ofurkapp á að skipa hliðholla dómara úr röðum repúblikana, þar af þrjá af níu dómurum í Hæstarétti.
Í annan stað hefur Trump forseti umkringt sig með einvala liði óhæfra samstarfsmanna sem sumir hafa beinlínis gengið í að eyðileggja ráðuneytin sem þeir stjórna, svo sem menntamálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Forsetinn þekkir ekki muninn á hæfu fólki og óhæfu. Efnahagsráðgjafar hans eru alþekktir asnar og sama á við um flesta aðra sérvalda ráðgjafa hans. Eina raunverulega viðmiðið er meðvirkni.
... heim til þín, Ísland
Og þá berast böndin hingað heim. Meðvirkni er höfuðkennimark, mér liggur við að segja brennimark stjórnsýslunnar og viðskiptalífsins í landinu. Menn eru ekki skipaðir í mikilvæg störf í stjórnsýslunni nema tryggt sé talið að þeir hlýði yfirboðurum sínum í gegnum þykkt og þunnt og þegi þegar þess er krafizt. Aðhaldshlutverk heilbrigðrar stjórnsýslu er að engu haft. Fleyg urðu ummæli fyrrrverandi forsætisráðherra um ónefndan umsækjanda um dómarastarf í Hæstarétti. Ráðherrann lagðist gegn skipun mannsins með þessum orðum: Maður veit aldrei hvar maður hefur hann!
Meðvirknin birtist aftur og aftur í vandræðalega röngum dómum, veikri stjórnsýslu og spillingu sem ágerist ár fram af ári. Meðvirknin í svo nefndum einkageira lýsir sér meðal annars í því að Samtök atvinnulífsins hegða sér sem löngum fyrr eins og landsmálafélag í Sjálfstæðisflokknum. Þau eru einu samtök sinnar tegundar í allri Evrópu sem leggjast gegn aðild að ESB. Sjálfstæðisflokkurinn var lengi með líku lagi eini hefðbundni borgaraflokkurinn í Evrópu sem er andvígur aðild að ESB. En nú hefur það breytzt því flokkurinn hefur á vettvangi Evrópuþingsins skipað sér í sveit með þjóðernissinnuðum hægri flokkum eins og til dæmis stjórnarflokki Póllands og orðið viðskila við gamla systurflokka sína á Norðurlöndum, heiðvirða íhaldsflokka.
„Enn hefur fólkið í landinu engar fréttir fengið af innlögnum inn á Panama-reikninga íslenzkra ráðherra eða úttektum af reikningum þeirra“
Meðvirknin birtist einnig í veikum viðbrögðum við hruninu. Fjárveitingar til sérstaks saksóknara voru skornar niður eins og til að þóknast hrunverjum og hindra framgang réttvísinnar. Síðan var opnuð leið handa hrunverjum með fullar hendur fjár aftur heim í boði Seðlabankans sem spurði einskis um uppruna fjárins. Vararíkissaksóknari hefur lýst því í útvarpi hversu embætti ríkissaksóknara er þröngt sniðinn stakkurinn eins og til að hamla saksókn efnahagsbrota. Fáir stjórnmálamenn og enn færri forustumenn í atvinnulífi fordæma hrunið og lögbrotin sem fylgdu því enda væru þeir þá margir að fordæma sjálfa sig. Traust almennings á stjórnvöldum er í molum.
Að vísu voru 36 Íslendingar dæmdir til samtals 88 ára fangelsisvistar fyrir lögbrot tengd hruninu, en mestmegnis voru það smáfiskar sem dómana fengu og margir stórlaxar sluppu. Eða réttara sagt: Þeim var sleppt. Hrunverjar hreiðra nú aftur um sig í viðskiptalífinu. Enn hefur fólkið í landinu engar fréttir fengið af innlögnum inn á Panama-reikninga íslenzkra ráðherra eða úttektum af reikningum þeirra heldur var látið duga að einskorða athugun yfirvalda við skattahlið 103 reikninga af rösklega 800 leynireikningum 600 Íslendinga í Panama. Málið snýst þó ekki bara um skattsvik heldur einnig um uppruna fjár, innlagnir og úttektir – og það í landi þar sem stærsta útvegsfyrirtækið hefur orðið uppvíst um greiðslur til afrískra stjórnmálamanna og annarra sem hafa af þeim sökum þurft að dúsa í fangelsi í meira en ár og bíða þar dóms.
Hliðstæð leynd grúfir enn yfir neyðarláni seðlabankans til Kaupþings í hruninu 2008, láni sem rann að hluta rakleiðis til Tortólu.
Meðan þessi mál og önnur slík eru óupplýst væri mesta óráð að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka enda myndu þá vakna grunsemdir um að hrunverjar væru nú aftur farnir að hugsa sér til hreyfings. Miklu meira en nóg hafa stjórnvöld nú þegar gert til að greiða götu hrunverja aftur inn í íslenzkt efnahagslíf.
Gerum hlutina í réttri röð
Hvaðan skyldi frumkvæðið koma nú að fyrirhugaðri bankasölu? Frumkvæðið kemur ekki frá ríkisstjórninni í þessari lotu heldur frá Bankasýslu ríkisins sem fjármálaráðherra og forsætisráðherra reyna nú að skýla sér á bak við. Bankasýslan er sérstök ríkisstofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra og „fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti ...“ svo sem segir í lögum.
Og hverjir skyldu sitja í stjórn bankasýslunnar? Formaður stjórnarinnar er nvæuverandi stjórnarmaður í Eimskip, óskabarni þjóðarinnar sem hrunverjar keyrðu í kaf og ber nú nýja kennitölu. Hin tvö eru fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem bar þyngsta ábyrgð á hruninu samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, og fyrrverandi stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins sem hafði þar þá lofsverðu sérstöðu að hún lýsti eftir uppgjöri við hrunið. Varamaður stjórnarinnar er núverandi stjórnarmaður í Brimi, næststærsta útvegsfyrirtæki landsins. Samsetning stjórnarinnar vitnar ekki um næman skilning stjórnvalda á þeim þungbæra skaða sem bankarnir lögðu á mikinn fjölda fólks og fyrirtækja í hruninu og ekki heldur á lögbrotunum sem leiddu 88 fangelsisár yfir brotlega bankamenn og aðra í tengslum við hrunið.
Ný ríkisstjórn þarf að girða fyrir tortryggni og efla traust með því að lyfta lokinu af spillingunni og ljúka uppgjörinu við hrunið. Að því loknu verður tímabært að endurskipuleggja bankakerfið, ekki fyrr. Það þarf að gera hlutina í réttri röð. Reynslan sýnir að bankar í röngum höndum geta valdið gríðarlegu tjóni.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
21250
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
ViðtalFangar og ADHD
11237
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fólkið í borginni
3299
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
6
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
7
Mynd dagsins
17
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Mest deilt
1
ViðtalFangar og ADHD
28565
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
2
ViðtalFangar og ADHD
43453
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
21250
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
4
ViðtalFangar og ADHD
11237
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
6
ViðtalFangar og ADHD
8132
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
7
Þrautir10 af öllu tagi
41100
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Síðasta þrautin, hér er hún! * Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður? 2. William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado...
Mest lesið í vikunni
1
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
FréttirSamherjaskjölin
48408
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
3
Pistill
15127
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
4
FréttirSamherjamálið
8103
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
5
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
6
Fréttir
52313
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
21250
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.206
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
3
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
4
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
5
Fréttir
7652.900
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
51580
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
7
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Viðtal
117
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Bíó Tvíó#189
2
Fullir vasar
Andrea og Steindór ræða kvikmynd Antons Sigurðssonar frá 2018, Fullir vasar.
ViðtalFangar og ADHD
11239
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
ViðtalDauðans óvissa eykst
21252
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
Þrautir10 af öllu tagi
3056
273. spurningaþraut: Eugene Onegin og Onedin-fjölskyldan, það er aldeilis!
Jú, hér er þraut gærdagsins. * Aukaspurning nr. 1: Hvað heitir þetta unga skáld? Annaðhvort skírnarnafn eða ættarnafn dugar. * Aðalspurningar: 1. Einn helsti máttarstólpi íslenska landsliðsins í handbolta allt frá 2005 er Alexander Petersson. Hann flutti til Íslands frá öðru landi rétt fyrir aldamótin 2000 og gerðist síðan íslenskur ríkisborgari. Frá hvaða landi kom Alexander? 2. Einu sinni var...
ViðtalFangar og ADHD
8133
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
ViðtalFangar og ADHD
30582
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
ViðtalFangar og ADHD
43454
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
Þrautir10 af öllu tagi
41100
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Síðasta þrautin, hér er hún! * Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður? 2. William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado...
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir